Andersen skoraði tvö annan leikinn í röð og KR komið í úrslit | Sjáðu mörkin Tómas Þór Þórðarson skrifar 15. apríl 2016 20:54 Þessi föstudagur er heldur betur dagur KR-inga því auk stórsigursins í körfuboltanum er fótboltalið félagsins einnig komið í úrslit Lengjubikarsins. KR valtaði yfir 1. deildar lið Keflavíkur, 4-0, í Egilshöllinni í kvöld og tryggði sig inn í úrslitin þar sem það mætir annað hvort Val eða Víkingi. Þau eigast við á mánudagskvöldið í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Keflavík hélt aftur af KR-ingum lengi vel í fyrri hálfleik en það var svo danski framherjinn Morten Beck Andersen sem kom vesturbæjarliðinu í 1-0 með skallamarki á 43. mínútu. Daninn skallaði boltann eiginlega aftur fyrir sig eftir mistök Beitis Ólafssonar í marki Keflavíkur. Hann kom út en náði ekki til boltans og skondinn skalli Andersens lá því í netinu. Aðeins tveimur mínútum síðar skoraði Andersen annað skallamark en það var stórglæsilegt. Hann fékk sendingu inn á teiginn og stangaði boltann standandi í samskeytin fjær, 2-0. Morten Beck Andersen virðist vera að hitna á hárréttum tíma, en eftir að skora aðeins eitt mark í fjórum leikjum í riðlakeppni Lengjubikarsins er hann nú búinn að skora fjögur mörk í tveimur leikjum í úrslitakeppninni. KR komst í 3-0 á 72. mínútu þegar Hólmbert Aron Friðjónsson skoraði beint úr aukaspyrnu á 72. mínútu. Spyrnan var góð en Beitir Ólafsson, sem átti erfiðan dag í marki Keflavíkur, hélt að boltinn væri að fara framhjá og horfði á eftir knettinum í netið. Undir lokin skoraði miðvörðurinn og fyrirliðinn Indriði sigurðsson svo fjórða mark KR þegar hann fylgdi eftir skoti Óskars Arnar Haukssonar, 4-0. Sannfærandi sigur hjá KR-ingum í kvöld sem voru án nokkurra lykilmanna en tveir strákar fæddir 1998 og 1999 voru í byrjunarliði KR í kvöld. Öll mörkin úr leiknum má sjá í spilaranum hér að ofan. Íslenski boltinn Mest lesið Hneykslaði marga með því að æfa með barnið á bakinu Sport „Hlustið á leikmennina“ Handbolti Íslendingaliðið byggir leikvang með tólf reykháfum Enski boltinn Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Handbolti Sadio Mané hafnaði Manchester United Enski boltinn Þjálfari Ísaks sagði liðinu að halda kjafti fram að jólafríi Fótbolti Segir suma ekki vera tilbúna fyrir svarta súperstjörnu Enski boltinn „Við vorum teknir í bólinu“ Körfubolti Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ Handbolti Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Körfubolti Fleiri fréttir Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Sjá meira
Þessi föstudagur er heldur betur dagur KR-inga því auk stórsigursins í körfuboltanum er fótboltalið félagsins einnig komið í úrslit Lengjubikarsins. KR valtaði yfir 1. deildar lið Keflavíkur, 4-0, í Egilshöllinni í kvöld og tryggði sig inn í úrslitin þar sem það mætir annað hvort Val eða Víkingi. Þau eigast við á mánudagskvöldið í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Keflavík hélt aftur af KR-ingum lengi vel í fyrri hálfleik en það var svo danski framherjinn Morten Beck Andersen sem kom vesturbæjarliðinu í 1-0 með skallamarki á 43. mínútu. Daninn skallaði boltann eiginlega aftur fyrir sig eftir mistök Beitis Ólafssonar í marki Keflavíkur. Hann kom út en náði ekki til boltans og skondinn skalli Andersens lá því í netinu. Aðeins tveimur mínútum síðar skoraði Andersen annað skallamark en það var stórglæsilegt. Hann fékk sendingu inn á teiginn og stangaði boltann standandi í samskeytin fjær, 2-0. Morten Beck Andersen virðist vera að hitna á hárréttum tíma, en eftir að skora aðeins eitt mark í fjórum leikjum í riðlakeppni Lengjubikarsins er hann nú búinn að skora fjögur mörk í tveimur leikjum í úrslitakeppninni. KR komst í 3-0 á 72. mínútu þegar Hólmbert Aron Friðjónsson skoraði beint úr aukaspyrnu á 72. mínútu. Spyrnan var góð en Beitir Ólafsson, sem átti erfiðan dag í marki Keflavíkur, hélt að boltinn væri að fara framhjá og horfði á eftir knettinum í netið. Undir lokin skoraði miðvörðurinn og fyrirliðinn Indriði sigurðsson svo fjórða mark KR þegar hann fylgdi eftir skoti Óskars Arnar Haukssonar, 4-0. Sannfærandi sigur hjá KR-ingum í kvöld sem voru án nokkurra lykilmanna en tveir strákar fæddir 1998 og 1999 voru í byrjunarliði KR í kvöld. Öll mörkin úr leiknum má sjá í spilaranum hér að ofan.
Íslenski boltinn Mest lesið Hneykslaði marga með því að æfa með barnið á bakinu Sport „Hlustið á leikmennina“ Handbolti Íslendingaliðið byggir leikvang með tólf reykháfum Enski boltinn Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Handbolti Sadio Mané hafnaði Manchester United Enski boltinn Þjálfari Ísaks sagði liðinu að halda kjafti fram að jólafríi Fótbolti Segir suma ekki vera tilbúna fyrir svarta súperstjörnu Enski boltinn „Við vorum teknir í bólinu“ Körfubolti Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ Handbolti Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Körfubolti Fleiri fréttir Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Sjá meira