Hagnaður Bank of America og Wells Fargo dróst saman á fyrsta ársfjórðungi 2016 samanborið við síðasta ár, þetta gerðist í kjölfar þess að bankarnir settu til hliðar aukið fé til að komast til móts við léleg lán til orkufyrirtækja.
Tekjur Bank of America drógust saman og námu 2,7 milljörðum dollara, jafnvirði 336 milljarða íslenskra króna, á sama tíma námu heildartekjur Wells Fargo 5,5 milljörðum dollara, 685 milljörðum króna, á tímablinu.
Þessar tölur sýna fram á hve mikil áhrif lækkun hráolíuverðs hafði á bankastarfsemi í Bandaríkjunum. Bank of America er einn helsti lánaaðili olíuiðnaðarins.
Eins og Vísir greindi frá dróst hagnaður JP Morgan saman um 6,7 prósent á fyrsta ársfjórðungi, og hagnaður BlackRock saman um 20%.
Tekjur Bank of America drógust saman um 13%
Sæunn Gísladóttir skrifar

Mest lesið


„Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“
Viðskipti innlent

Buffet hættir sem forstjóri við lok árs
Viðskipti erlent



Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða
Viðskipti innlent

Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla
Viðskipti erlent


Sekta TikTok um tæpa áttatíu milljarða
Viðskipti erlent

Minni sala í skugga slæmra efnahagshorfa
Viðskipti erlent