Nissan gaf Smylie Kaufman nýjan Murano Finnur Thorlacius skrifar 11. apríl 2016 09:43 Smylie Kaufman er einum nýjum Nissan Murano ríkari og getur lagt þeim gamla. worldcarfans.com Þrátt fyrir að kylfingurinn Smylie Kaufman hafi náð frábærum þriðja hring á Augusta National mótinu í Bandaríkjunum um helgina, þeim besta allra keppenda, þá náði hann á endanum ekki sigri í mótinu. Það breytti þó engu um það að Nissan tók uppá því að gefa honum nýjan Nissan Murano jeppa í kjölfar þessa frábæra hrings hans. Hinn 24 ára gamlki Smylie Kaufman vakti mikla athygli fyrir árangurinn á þriðja degi og mörg viðtöl við hann tekið í kjölfarið. Í einu slíku greindi hann frá því að hann byggi ennþá hjá mömmu sinni og æki um á Nissan Murano af árgerð 2008. Eftir að Nissan menn höfði séð þetta viðtal og frábæran árangur hans fannst þeim tilvalið að afhenda Smylie glænýjan Nissan Murano jeppa, enda alveg ófært að svo góður kylfingur æki um á 8 ára gömlum bíl. Nýr Nissan Murano er 29.660 dollara virði, eða sem nemur 3,7 milljónum króna og ekki á hverjum degi sem færð er slík gjöf í eintómu gríni. Nissan finnst gjöfin þó örugglega þess virði enda sýnir hún að góðum kylfingum finnst gott að eiga Nissan Murano jeppa til að rýma golfsett. Mest lesið „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ Innlent „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ Innlent Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent
Þrátt fyrir að kylfingurinn Smylie Kaufman hafi náð frábærum þriðja hring á Augusta National mótinu í Bandaríkjunum um helgina, þeim besta allra keppenda, þá náði hann á endanum ekki sigri í mótinu. Það breytti þó engu um það að Nissan tók uppá því að gefa honum nýjan Nissan Murano jeppa í kjölfar þessa frábæra hrings hans. Hinn 24 ára gamlki Smylie Kaufman vakti mikla athygli fyrir árangurinn á þriðja degi og mörg viðtöl við hann tekið í kjölfarið. Í einu slíku greindi hann frá því að hann byggi ennþá hjá mömmu sinni og æki um á Nissan Murano af árgerð 2008. Eftir að Nissan menn höfði séð þetta viðtal og frábæran árangur hans fannst þeim tilvalið að afhenda Smylie glænýjan Nissan Murano jeppa, enda alveg ófært að svo góður kylfingur æki um á 8 ára gömlum bíl. Nýr Nissan Murano er 29.660 dollara virði, eða sem nemur 3,7 milljónum króna og ekki á hverjum degi sem færð er slík gjöf í eintómu gríni. Nissan finnst gjöfin þó örugglega þess virði enda sýnir hún að góðum kylfingum finnst gott að eiga Nissan Murano jeppa til að rýma golfsett.
Mest lesið „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ Innlent „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ Innlent Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent