Mengunarbúnaður dísilbíla hentar illa hérlendis Finnur Thorlacius skrifar 26. apríl 2016 10:36 Með sanni ættu dísilbílar að bera hærri vörugjöld en bensínbílar. Mengunarfréttir skekja nú bílaheiminn sem aldrei fyrr og má varla opna heimasíðu eða fréttaveitu um bíla þar sem ekki eru fréttir um nýtt mengunarhneyksli. Eitt sem vekur talsverða athygli í þessu sambandi er að bílaframleiðendur stilla mengunarvarnarbúnað sinn þannig að hann byrjar ekki að virka fyrr en lofthiti fer yfir 10 gráður. Á Íslandi er lofthiti flesta daga undir 10 gráðum og því má til sanns vegar færa að dísilbílar á Íslandi mengi mun meira en dísilbílar annars staðar í Evrópu. Samt er það nú þannig að miðað er við mælingar framleiðanda við ákvörðun vörugjalda sem eiga að endurspegla græna stefnu stjórnvalda. Kemur þetta fram á bílavefnum billinn.is. Ef hið sanna um raunverulega mengun dísilbíla kæmi hinsvegar í ljós væri ef til vill rétt að endurskoða vörugjöld á bíla og láta bensínsbíla njóta sannmælis, en á móti væri hætt við því að dísilbílar bæru hærri vörugjöld. Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin Innlent Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Erlent
Mengunarfréttir skekja nú bílaheiminn sem aldrei fyrr og má varla opna heimasíðu eða fréttaveitu um bíla þar sem ekki eru fréttir um nýtt mengunarhneyksli. Eitt sem vekur talsverða athygli í þessu sambandi er að bílaframleiðendur stilla mengunarvarnarbúnað sinn þannig að hann byrjar ekki að virka fyrr en lofthiti fer yfir 10 gráður. Á Íslandi er lofthiti flesta daga undir 10 gráðum og því má til sanns vegar færa að dísilbílar á Íslandi mengi mun meira en dísilbílar annars staðar í Evrópu. Samt er það nú þannig að miðað er við mælingar framleiðanda við ákvörðun vörugjalda sem eiga að endurspegla græna stefnu stjórnvalda. Kemur þetta fram á bílavefnum billinn.is. Ef hið sanna um raunverulega mengun dísilbíla kæmi hinsvegar í ljós væri ef til vill rétt að endurskoða vörugjöld á bíla og láta bensínsbíla njóta sannmælis, en á móti væri hætt við því að dísilbílar bæru hærri vörugjöld.
Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin Innlent Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Erlent