MC Póló krefst diskókúlu Birgir Örn Steinarsson skrifar 20. apríl 2016 16:18 Svavar Pétur tekur það ekki í mál að koma fram án þess að á staðnum sé diskókúla. Í nýlegri færslu Austurfrétta sem fjallar um gleðskap vegna nýrrar rafstöðvar á Djúpavogi er minnst á dularfullan listamann sem kallar sig MC Póló. Þar á ferð er víst enn eitt hliðarsjálf Svavars Péturs Eysteinssonar, bónda á Karlsstöðum, sem flestir þekkja þó undir listamannanafninu Prins Póló. Svavar var undir feld þegar Vísi náði tali af honum að leggja lokahönd á undirbúningsvinnu fyrir nýja partýljónið sem verður opinberað í nýrri Rafstöð Djúpavogs annað kvöld. „Maður verður að bregða sér í alls kyns kvikindalíki þegar maður er beðinn að takast á við hin ýmsu verkefni. Maður verður að sníða sér stakk eftir vexti,“ segir Svavar um MC Póló og tekur fram að hann verði einn á sviðinu. „Ég bauð mig fram sem til þess að trylla lýðinn í partýinu en það var ekki alveg pláss fyrir Prinsinn.“Aðeins meira en bara plötusnúðurÞetta nýja hliðarsjálf Svavars mun að mestu þeyta skífum en forskeytið MC gefur einnig til kynna að gripið verði í míkrafóninn og jafnvel rappað. „Ég er að hugsa um að spila lög eftir sjálfa mig og aðra og reyna rappa eitthvað ofan á það og á milli laga. Ég ætla að reyna gera eitthvað aðeins meira en að vera bara Dj.“ Í færslu Austurfréttar er gert mikið úr kröfum stjörnubóndans um tækjabúnað fyrir uppákomuna. En hann bað ekki um mikið. „Ég var spurður hvað ég færi fram á að yrði á staðnum og ég bað bara um diskókúlu. Það er eina krafa mín. Það ætti að tryggja stuðið.“ Samkvæmt auglýsingu um viðburðinn verður boðið upp á sígildar gamansögur, klappstóla, saltstangir, gos, rafstöðvarbjór, MC Pólo og diskókúlu. Tónlist Mest lesið Með stóra drauma og svarta beltið í taekwondo Lífið Fréttatía vikunnar: Landsfundur, körfubolti og geimferðir Lífið Dýrmætt að fá að hitta hetjurnar á hinum enda línunnar Lífið Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Lífið Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Lífið Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Lífið Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Lífið Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili Lífið „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Tónlist Bjössi og Dísa skáluðu í nýja húsinu Lífið Fleiri fréttir „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Þessi eru tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna Bein útsending: Tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna Draumurinn rættist að syngja með Bubba Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Sjá meira
Í nýlegri færslu Austurfrétta sem fjallar um gleðskap vegna nýrrar rafstöðvar á Djúpavogi er minnst á dularfullan listamann sem kallar sig MC Póló. Þar á ferð er víst enn eitt hliðarsjálf Svavars Péturs Eysteinssonar, bónda á Karlsstöðum, sem flestir þekkja þó undir listamannanafninu Prins Póló. Svavar var undir feld þegar Vísi náði tali af honum að leggja lokahönd á undirbúningsvinnu fyrir nýja partýljónið sem verður opinberað í nýrri Rafstöð Djúpavogs annað kvöld. „Maður verður að bregða sér í alls kyns kvikindalíki þegar maður er beðinn að takast á við hin ýmsu verkefni. Maður verður að sníða sér stakk eftir vexti,“ segir Svavar um MC Póló og tekur fram að hann verði einn á sviðinu. „Ég bauð mig fram sem til þess að trylla lýðinn í partýinu en það var ekki alveg pláss fyrir Prinsinn.“Aðeins meira en bara plötusnúðurÞetta nýja hliðarsjálf Svavars mun að mestu þeyta skífum en forskeytið MC gefur einnig til kynna að gripið verði í míkrafóninn og jafnvel rappað. „Ég er að hugsa um að spila lög eftir sjálfa mig og aðra og reyna rappa eitthvað ofan á það og á milli laga. Ég ætla að reyna gera eitthvað aðeins meira en að vera bara Dj.“ Í færslu Austurfréttar er gert mikið úr kröfum stjörnubóndans um tækjabúnað fyrir uppákomuna. En hann bað ekki um mikið. „Ég var spurður hvað ég færi fram á að yrði á staðnum og ég bað bara um diskókúlu. Það er eina krafa mín. Það ætti að tryggja stuðið.“ Samkvæmt auglýsingu um viðburðinn verður boðið upp á sígildar gamansögur, klappstóla, saltstangir, gos, rafstöðvarbjór, MC Pólo og diskókúlu.
Tónlist Mest lesið Með stóra drauma og svarta beltið í taekwondo Lífið Fréttatía vikunnar: Landsfundur, körfubolti og geimferðir Lífið Dýrmætt að fá að hitta hetjurnar á hinum enda línunnar Lífið Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Lífið Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Lífið Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Lífið Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Lífið Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili Lífið „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Tónlist Bjössi og Dísa skáluðu í nýja húsinu Lífið Fleiri fréttir „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Þessi eru tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna Bein útsending: Tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna Draumurinn rættist að syngja með Bubba Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Sjá meira