Skiptar skoðanir um ákvörðun forseta 9. maí 2016 22:09 Guðni, Halla og Andri. Vísir/Anton/Stefán Skiptar skoðanir eru um ákvörðun forseta meðal kjósenda hér á landi og virðast breytingar síðustu daga hafa haft þó nokkur áhrif á stöðuna í baráttunni um Bessastaði. Rætt var við þau Guðna Th. Jóhannesson, Höllu Tómasdóttur og Andra Snæ Magnason í fréttum Stöðvar 2 í kvöld. Guðni Th. segir könnunina hafa strax orðið útelta og því væri ekki hægt að taka of mikið mark á henni. „En ég finn góðan stuðning og það er verk að vinna. Við höldum bara áfram.“ Aðspurður um hvort hann teldi að Davíð Oddsson myndi taka fylgi frá sér sagði Guðni að enginn ætti fylgi. „Fylgið fer til forsetaefnanna eftir því sem fólkið ákveður. Þannig að Davíð mun örugglega mælast með eitthvert fylgi, en hvaðan það kemur og hvort það endar þar að lokum veit ég ekkert um.“ Halla, sagðist enn telja að hún ætti líkur á kjöri. Baráttan væri stutt komin og hún væri rétt byrjuð að kynna sín mál og sig. „Ég er líklega minnst þekkt af frambjóðendunum og ég var að koma núna frá því að fara hringinn í kringum landið og hitta þjóðina. Viðtökurnar sem ég fékk gefa mér fullt tilefni til að vera bjartsýn. Eins og við sáum á síðasta sólarhring, þá er svo margt eftir þar til við förum í alvöru samtal um framtíðina.“ Hún sagðist telja að ákvörðun Ólafs Ragnars, forseta, að hætta við framboð hafi verið góð ákvörðun.Tækifæri til að horfa til framtíðar „Ég er þakklát vegna þess að með þessu gefur hann okkur tækifæri til að horfa til framtíðar og velja okkur forseta sem að getur verið fyrirliði fyrir ný gildi og nýjar áherslur í þessu samfélagi. Ég held að það verði eftirspurn eftir kvenlegum gildum á Bessastöðum.“ Andri Snær sagði síðustu vikur hafa verið ákaflega merkilegan tíma. Þessar sveiflurnar væru með slíkum ólíkindum að ekki væri hægt að reikna út hvað gerist í næstu viku. „Það er áhugavert að vera kominn með Davíð inn á völlinn. Okkar leiðtoga æskunnar og það verður eitthvað uppgjör þar.“ Hann sagði að framboð Davíðs breytti stöðunni ekki. Skoðanir Reykvíkinga voru mismunandi. Miðað við þá sem rætt var við í dag voru margir ekki búnir að ákveða sig enn. Þá er ljóst að brotthvarf Ólafs Ragnars og innkoma Davíðs breytti stöðunni verulega. Guðni, Halla og Andri byrjar hér að neðan eftir eina mínútu og fjörutíu sekúndur. Forsetakjör Mest lesið Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Skotmennirnir feðgar Erlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Innlent Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Innlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Fleiri fréttir „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Sjá meira
Skiptar skoðanir eru um ákvörðun forseta meðal kjósenda hér á landi og virðast breytingar síðustu daga hafa haft þó nokkur áhrif á stöðuna í baráttunni um Bessastaði. Rætt var við þau Guðna Th. Jóhannesson, Höllu Tómasdóttur og Andra Snæ Magnason í fréttum Stöðvar 2 í kvöld. Guðni Th. segir könnunina hafa strax orðið útelta og því væri ekki hægt að taka of mikið mark á henni. „En ég finn góðan stuðning og það er verk að vinna. Við höldum bara áfram.“ Aðspurður um hvort hann teldi að Davíð Oddsson myndi taka fylgi frá sér sagði Guðni að enginn ætti fylgi. „Fylgið fer til forsetaefnanna eftir því sem fólkið ákveður. Þannig að Davíð mun örugglega mælast með eitthvert fylgi, en hvaðan það kemur og hvort það endar þar að lokum veit ég ekkert um.“ Halla, sagðist enn telja að hún ætti líkur á kjöri. Baráttan væri stutt komin og hún væri rétt byrjuð að kynna sín mál og sig. „Ég er líklega minnst þekkt af frambjóðendunum og ég var að koma núna frá því að fara hringinn í kringum landið og hitta þjóðina. Viðtökurnar sem ég fékk gefa mér fullt tilefni til að vera bjartsýn. Eins og við sáum á síðasta sólarhring, þá er svo margt eftir þar til við förum í alvöru samtal um framtíðina.“ Hún sagðist telja að ákvörðun Ólafs Ragnars, forseta, að hætta við framboð hafi verið góð ákvörðun.Tækifæri til að horfa til framtíðar „Ég er þakklát vegna þess að með þessu gefur hann okkur tækifæri til að horfa til framtíðar og velja okkur forseta sem að getur verið fyrirliði fyrir ný gildi og nýjar áherslur í þessu samfélagi. Ég held að það verði eftirspurn eftir kvenlegum gildum á Bessastöðum.“ Andri Snær sagði síðustu vikur hafa verið ákaflega merkilegan tíma. Þessar sveiflurnar væru með slíkum ólíkindum að ekki væri hægt að reikna út hvað gerist í næstu viku. „Það er áhugavert að vera kominn með Davíð inn á völlinn. Okkar leiðtoga æskunnar og það verður eitthvað uppgjör þar.“ Hann sagði að framboð Davíðs breytti stöðunni ekki. Skoðanir Reykvíkinga voru mismunandi. Miðað við þá sem rætt var við í dag voru margir ekki búnir að ákveða sig enn. Þá er ljóst að brotthvarf Ólafs Ragnars og innkoma Davíðs breytti stöðunni verulega. Guðni, Halla og Andri byrjar hér að neðan eftir eina mínútu og fjörutíu sekúndur.
Forsetakjör Mest lesið Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Skotmennirnir feðgar Erlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Innlent Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Innlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Fleiri fréttir „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Sjá meira