Hyundai hlaut frumkvöðlaverðlaunin 2016 Finnur Thorlacius skrifar 6. maí 2016 16:22 Hyundai Ionic í 3 mismunandi útgáfum. Hyundai hlaut í byrjun mánaðarins frumkvöðlaverðlaun bílgreinarinnar 2016 (Automotive INNOVATIONS Award) fyrir fjölbreyttar nýjungar í bílaframleiðslu fyrir almennan neytendamarkað. Í niðurstöðu dómnefndar segir m.a. að á síðasta ári hafi enginn annar bílaframleiðandi kynnt neytendum meira val um aflgjafa fyrir fólksbíla. Verðlaunin sem veitt eru árlega falla í skaut bílaframleiðenda sem skara fram úr á sviði þróunar til hagsbóta fyrir viðskiptavini. Þess má geta að nýjasta útspil Hyundai er IONIQ, sem boðinn verður í þremur mismuandi útgáfum; sem Hybrid, Plug-In og sem hreinn rafmagnsbíll, á stóran þátt í þessum verðlaunum. Allar útfærslur hans fara í framleiðslu síðar á þessu ári og koma tvær gerðir í sýningarsalinn hjá Hyundai í Garðabæ í haust. Verðlaunin AutomotiveINNOVATIONS Award eru veitt sameiginlega af „Center of Automotive Management (CAM)“ í Þýskalandi og PriceWaterhouseCoopers (PwC). Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin Innlent Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund Innlent Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Innlent Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu Innlent
Hyundai hlaut í byrjun mánaðarins frumkvöðlaverðlaun bílgreinarinnar 2016 (Automotive INNOVATIONS Award) fyrir fjölbreyttar nýjungar í bílaframleiðslu fyrir almennan neytendamarkað. Í niðurstöðu dómnefndar segir m.a. að á síðasta ári hafi enginn annar bílaframleiðandi kynnt neytendum meira val um aflgjafa fyrir fólksbíla. Verðlaunin sem veitt eru árlega falla í skaut bílaframleiðenda sem skara fram úr á sviði þróunar til hagsbóta fyrir viðskiptavini. Þess má geta að nýjasta útspil Hyundai er IONIQ, sem boðinn verður í þremur mismuandi útgáfum; sem Hybrid, Plug-In og sem hreinn rafmagnsbíll, á stóran þátt í þessum verðlaunum. Allar útfærslur hans fara í framleiðslu síðar á þessu ári og koma tvær gerðir í sýningarsalinn hjá Hyundai í Garðabæ í haust. Verðlaunin AutomotiveINNOVATIONS Award eru veitt sameiginlega af „Center of Automotive Management (CAM)“ í Þýskalandi og PriceWaterhouseCoopers (PwC).
Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin Innlent Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund Innlent Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Innlent Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu Innlent