Harmar að þrýstiöfl hafi áhrif á stefnu Pírata Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 6. maí 2016 14:17 Erna Ýr Öldudóttir fráfarandi formaður framkvæmdaráðs Pírata. Mynd/Heiða Halls Erna Ýr Öldudóttir, fyrrum formaður framkvæmdaráðs Pírata, segir að samþykkt stefna Pírata varðandi nýja stjórnarskrá passi illa almennum stefnumálum Píratahreyfingarinnar og rími betur við áherslur Lýðræðisvaktarinnar og Dögunar. Segir hún það áhyggjuefni að þrýstihópar séu í aðstöðu til þess að misnota það ferli sem Píratar noti til þess að móta stefnu sína. Þetta kemur fram í grein hennar, Pírötum rænt, sem birtist á Vísi í dag. Erna Ýr vísar til tillögu sem samþykkt var í kosningakerfi Pírata þar sem ályktað var að kæmist flokkurinn til valda myndi hann beita sér fyrir því að Alþingi samþykkti, strax á næsta þingi, nýja stjórnarskrá út frá tillögum stjórnlagaráðs sem lagðar voru fram árið 2011. „Tillagan var lögð óvænt fram og var bæði vanreifuð og illa kynnt og málið í heild var hið undarlegasta. Hún passar illa við almenn stefnumál Píratahreyfingarinnar en athyglivert er að hún passar þeim mun betur við markmið Dögunar og Lýðræðisvaktarinnar, smáflokka sem náðu ekki inn á þing í kosningunum 2013,“ segir í grein Ernu ÝrarSjá einnig: Formaður framkvæmdaráðs Pírata ekki í Panama-skjölunum og segir því af sérSegir Erna Ýr að aðalfundur Pírata hafi verið „vélaður“ til þess að samþykkja ályktunina og að varhugavert sé að þrýstihópar séu komnir í þá aðstoðu að misnota það ferli sem Píratar noti til að móta stefnu sína. „Það er mikið áhyggjuefni að þrýstihópar eru komnir í þá aðstöðu að misnota beint lýðræði og þá lýðræðislegu ferla sem Píratar eru enn með í þróun innan flokksins. Fullnusta þeirra er sérstaklega aðkallandi í ljósi fylgisaukningar og þeirrar auknu ábyrgðar sem henni fylgir,“ segir Erna Ýr.Útilokar að styðja samþykkta stefnu Pírata í stjórnarskrármálinuErna segir að þetta ferli hafi truflað sig og segir hún útilokað að hún geti stutt samþykkta stefnu Pírata í stjórnarskrármálinu. Í lok síðasta mánaðar hætti Erna Ýr trúnaðarstörfum fyrir flokkinn og nefndi hún málefnanleg ágreining sem eina af ástæðunum fyrir því. Í grein sinni segir Erna Ýr að hún hafi átt þann kost einan að segja sig frá trúnaðarstörfum innan flokksins. „Viðleitni mín til þess að opna umræðuna og ljá þeim flokksmönnum rödd sem hafa efasemdir hefur kostað mig ósanngjarnar ávirðingar og gríðarleg leiðindi bæði opinberlega og innan flokks. Ég hef takmarkað svigrúm til að eiga stöðugt við ærulausan áróður. Ég sinni fullri vinnu, til viðbótar við það hella upp á kaffi og skúra félagsheimili Pírata eins og komist var niðrandi að orði um þau annars ágætu störf, í þeim tilgangi að takmarka tjáningarfrelsi mitt og gera lítið úr lýðræðislegu umboði mínu innan flokksins. Þetta er út úr öllu korti og í andstöðu við allt það sem Píratar standa fyrir,“ segir Erna Ýr.Lesa má grein Ernu Ýrar í heild sinni hér. Alþingi Tengdar fréttir Sjálfstæðismenn og Píratar eru jafnir Píratar og Sjálfstæðisflokkurinn eru stærstu flokkarnir. Vinstri græn með fjórtán prósenta fylgi. Samfylkingin og Framsóknarflokkurinn jafnstórir. Prófessor í stjórnmálafræði segir greinilegt að bæði Sjálfstæðisflokkurinn og Vins 6. maí 2016 07:00 Formaður framkvæmdaráðs Pírata ekki í Panama-skjölunum og segir því af sér Erna Ýr Öldudóttir er hætt. 29. apríl 2016 13:03 Erjur hafa engin áhrif á fylgi Píratar mælast enn stærsti flokkur landsins. Rúmur þriðjungur styður stjórnina. 2. mars 2016 19:14 Mest lesið Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Íslendingur handtekinn á EM Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Fleiri fréttir Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sjá meira
Erna Ýr Öldudóttir, fyrrum formaður framkvæmdaráðs Pírata, segir að samþykkt stefna Pírata varðandi nýja stjórnarskrá passi illa almennum stefnumálum Píratahreyfingarinnar og rími betur við áherslur Lýðræðisvaktarinnar og Dögunar. Segir hún það áhyggjuefni að þrýstihópar séu í aðstöðu til þess að misnota það ferli sem Píratar noti til þess að móta stefnu sína. Þetta kemur fram í grein hennar, Pírötum rænt, sem birtist á Vísi í dag. Erna Ýr vísar til tillögu sem samþykkt var í kosningakerfi Pírata þar sem ályktað var að kæmist flokkurinn til valda myndi hann beita sér fyrir því að Alþingi samþykkti, strax á næsta þingi, nýja stjórnarskrá út frá tillögum stjórnlagaráðs sem lagðar voru fram árið 2011. „Tillagan var lögð óvænt fram og var bæði vanreifuð og illa kynnt og málið í heild var hið undarlegasta. Hún passar illa við almenn stefnumál Píratahreyfingarinnar en athyglivert er að hún passar þeim mun betur við markmið Dögunar og Lýðræðisvaktarinnar, smáflokka sem náðu ekki inn á þing í kosningunum 2013,“ segir í grein Ernu ÝrarSjá einnig: Formaður framkvæmdaráðs Pírata ekki í Panama-skjölunum og segir því af sérSegir Erna Ýr að aðalfundur Pírata hafi verið „vélaður“ til þess að samþykkja ályktunina og að varhugavert sé að þrýstihópar séu komnir í þá aðstoðu að misnota það ferli sem Píratar noti til að móta stefnu sína. „Það er mikið áhyggjuefni að þrýstihópar eru komnir í þá aðstöðu að misnota beint lýðræði og þá lýðræðislegu ferla sem Píratar eru enn með í þróun innan flokksins. Fullnusta þeirra er sérstaklega aðkallandi í ljósi fylgisaukningar og þeirrar auknu ábyrgðar sem henni fylgir,“ segir Erna Ýr.Útilokar að styðja samþykkta stefnu Pírata í stjórnarskrármálinuErna segir að þetta ferli hafi truflað sig og segir hún útilokað að hún geti stutt samþykkta stefnu Pírata í stjórnarskrármálinu. Í lok síðasta mánaðar hætti Erna Ýr trúnaðarstörfum fyrir flokkinn og nefndi hún málefnanleg ágreining sem eina af ástæðunum fyrir því. Í grein sinni segir Erna Ýr að hún hafi átt þann kost einan að segja sig frá trúnaðarstörfum innan flokksins. „Viðleitni mín til þess að opna umræðuna og ljá þeim flokksmönnum rödd sem hafa efasemdir hefur kostað mig ósanngjarnar ávirðingar og gríðarleg leiðindi bæði opinberlega og innan flokks. Ég hef takmarkað svigrúm til að eiga stöðugt við ærulausan áróður. Ég sinni fullri vinnu, til viðbótar við það hella upp á kaffi og skúra félagsheimili Pírata eins og komist var niðrandi að orði um þau annars ágætu störf, í þeim tilgangi að takmarka tjáningarfrelsi mitt og gera lítið úr lýðræðislegu umboði mínu innan flokksins. Þetta er út úr öllu korti og í andstöðu við allt það sem Píratar standa fyrir,“ segir Erna Ýr.Lesa má grein Ernu Ýrar í heild sinni hér.
Alþingi Tengdar fréttir Sjálfstæðismenn og Píratar eru jafnir Píratar og Sjálfstæðisflokkurinn eru stærstu flokkarnir. Vinstri græn með fjórtán prósenta fylgi. Samfylkingin og Framsóknarflokkurinn jafnstórir. Prófessor í stjórnmálafræði segir greinilegt að bæði Sjálfstæðisflokkurinn og Vins 6. maí 2016 07:00 Formaður framkvæmdaráðs Pírata ekki í Panama-skjölunum og segir því af sér Erna Ýr Öldudóttir er hætt. 29. apríl 2016 13:03 Erjur hafa engin áhrif á fylgi Píratar mælast enn stærsti flokkur landsins. Rúmur þriðjungur styður stjórnina. 2. mars 2016 19:14 Mest lesið Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Íslendingur handtekinn á EM Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Fleiri fréttir Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sjá meira
Sjálfstæðismenn og Píratar eru jafnir Píratar og Sjálfstæðisflokkurinn eru stærstu flokkarnir. Vinstri græn með fjórtán prósenta fylgi. Samfylkingin og Framsóknarflokkurinn jafnstórir. Prófessor í stjórnmálafræði segir greinilegt að bæði Sjálfstæðisflokkurinn og Vins 6. maí 2016 07:00
Formaður framkvæmdaráðs Pírata ekki í Panama-skjölunum og segir því af sér Erna Ýr Öldudóttir er hætt. 29. apríl 2016 13:03
Erjur hafa engin áhrif á fylgi Píratar mælast enn stærsti flokkur landsins. Rúmur þriðjungur styður stjórnina. 2. mars 2016 19:14