Cryptochrome frumsýnir 360 ° myndband Birgir Örn Steinarsson skrifar 5. maí 2016 00:01 Hljómsveitin Cryptochrome hefur sett sér það stórfenglega markmið að senda frá sér nýtt myndband í hverjum mánuði. Metnaður sveitarinnar er gífurlegur eins og sést á myndbandi mánaðarins sem er við lagið Play Dough og er frumsýnt hér á Vísi. Myndbandið má sjá hér að ofan. Hér nýtir leikstjóri myndbandsins Logi Hilmarsson sér nýja tækni sem stundum kölluð Virtual Reality eða 360 ° en eins og nafnið gefur til kynna er allt rými í allar mögulegar sjónáttir nýtt. „Það er hægt að horfa á þetta á venjulegum tölvuskjá þar sem þá er hægt að draga sjónarhornið með músinni í þá átt sem þú vilt horfa eða með símanum þar sem þú hreyfir hann til þess að beina sjónlínuna í einhverja tiltekna átt,“ útskýrir Anik Karensson rappari sveitarinnar. „Besta leiðin til þess að skoða þetta er VR gleraugna tæki sem þú setur á höfuðið. Þá geturðu bara snúið höfðinu og skoðað allt í kringum þig. Þá ertu inn í myndbandinu sjálfu.“Alls kyns kynjaverur birtast í nýja myndbandinu.Vísir/CryptochromeHvert áhorf ný upplifun Myndbandið er unnið þannig að eitthvað er að gerast frá öllum áttum þannig að ný upplifun fæst í hvert skipti sem horft er á myndbandið. „Ef eitthvað fer framhjá þér í fyrsta skiptið sem þú sérð það, þarftu bara að horfa í aðra átt þegar þú horfir á það næst.“ „Það er ekki hægt að leikstýra hverju skoti fyrir sig eins og í venjulegum myndbandið,“ bætir Una Stígsdóttir söngkona og rappari við. „Í þessu felast nýjar pælingar sem kvikmyndagerð hefur ekki þurft að kljást við áður. Söguþráður fer svolítið í laust loft þegar það er eitthvað að gerast alls staðar. Það er ekki lengur hægt að tala um línulega frásögn.“ Þetta er fimmta myndbandið sem Cryptochrome sendir frá sér á þessu ári en saman verða lögin 11 talsins og munu í heild mynda hina sjónrænu breiðskífu More Human. Myndböndin eru unnin af mismunandi fólki en Anik og Una koma að listrænni útfærslu í þeim öllum auk þess að semja tónlistina og hanna búninga sjálf. Logi Hilmarsson gerði einnig febrúar myndband Cryptochrome við lagið Clappo. Tónlist Tengdar fréttir Cryptochrome: Nýtt myndband í hverjum mánuði Íslenska-enska Reykjavíkursveitin Cryptochrome er þessa daganna að leggja nýjar línur hvað metnað varðar í tónlistar- og myndbandagerð. 15. apríl 2016 14:38 Mest lesið Með stóra drauma og svarta beltið í taekwondo Lífið Fréttatía vikunnar: Landsfundur, körfubolti og geimferðir Lífið Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Lífið Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Lífið Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Lífið Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Lífið „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Tónlist Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili Lífið Bjössi og Dísa skáluðu í nýja húsinu Lífið Lada Sport okkar tíma Lífið samstarf Fleiri fréttir „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Þessi eru tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna Bein útsending: Tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna Draumurinn rættist að syngja með Bubba Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Sjá meira
Hljómsveitin Cryptochrome hefur sett sér það stórfenglega markmið að senda frá sér nýtt myndband í hverjum mánuði. Metnaður sveitarinnar er gífurlegur eins og sést á myndbandi mánaðarins sem er við lagið Play Dough og er frumsýnt hér á Vísi. Myndbandið má sjá hér að ofan. Hér nýtir leikstjóri myndbandsins Logi Hilmarsson sér nýja tækni sem stundum kölluð Virtual Reality eða 360 ° en eins og nafnið gefur til kynna er allt rými í allar mögulegar sjónáttir nýtt. „Það er hægt að horfa á þetta á venjulegum tölvuskjá þar sem þá er hægt að draga sjónarhornið með músinni í þá átt sem þú vilt horfa eða með símanum þar sem þú hreyfir hann til þess að beina sjónlínuna í einhverja tiltekna átt,“ útskýrir Anik Karensson rappari sveitarinnar. „Besta leiðin til þess að skoða þetta er VR gleraugna tæki sem þú setur á höfuðið. Þá geturðu bara snúið höfðinu og skoðað allt í kringum þig. Þá ertu inn í myndbandinu sjálfu.“Alls kyns kynjaverur birtast í nýja myndbandinu.Vísir/CryptochromeHvert áhorf ný upplifun Myndbandið er unnið þannig að eitthvað er að gerast frá öllum áttum þannig að ný upplifun fæst í hvert skipti sem horft er á myndbandið. „Ef eitthvað fer framhjá þér í fyrsta skiptið sem þú sérð það, þarftu bara að horfa í aðra átt þegar þú horfir á það næst.“ „Það er ekki hægt að leikstýra hverju skoti fyrir sig eins og í venjulegum myndbandið,“ bætir Una Stígsdóttir söngkona og rappari við. „Í þessu felast nýjar pælingar sem kvikmyndagerð hefur ekki þurft að kljást við áður. Söguþráður fer svolítið í laust loft þegar það er eitthvað að gerast alls staðar. Það er ekki lengur hægt að tala um línulega frásögn.“ Þetta er fimmta myndbandið sem Cryptochrome sendir frá sér á þessu ári en saman verða lögin 11 talsins og munu í heild mynda hina sjónrænu breiðskífu More Human. Myndböndin eru unnin af mismunandi fólki en Anik og Una koma að listrænni útfærslu í þeim öllum auk þess að semja tónlistina og hanna búninga sjálf. Logi Hilmarsson gerði einnig febrúar myndband Cryptochrome við lagið Clappo.
Tónlist Tengdar fréttir Cryptochrome: Nýtt myndband í hverjum mánuði Íslenska-enska Reykjavíkursveitin Cryptochrome er þessa daganna að leggja nýjar línur hvað metnað varðar í tónlistar- og myndbandagerð. 15. apríl 2016 14:38 Mest lesið Með stóra drauma og svarta beltið í taekwondo Lífið Fréttatía vikunnar: Landsfundur, körfubolti og geimferðir Lífið Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Lífið Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Lífið Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Lífið Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Lífið „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Tónlist Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili Lífið Bjössi og Dísa skáluðu í nýja húsinu Lífið Lada Sport okkar tíma Lífið samstarf Fleiri fréttir „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Þessi eru tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna Bein útsending: Tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna Draumurinn rættist að syngja með Bubba Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Sjá meira
Cryptochrome: Nýtt myndband í hverjum mánuði Íslenska-enska Reykjavíkursveitin Cryptochrome er þessa daganna að leggja nýjar línur hvað metnað varðar í tónlistar- og myndbandagerð. 15. apríl 2016 14:38