Hætta á að börn efnaminni foreldra bíði lengur eftir heilbrigðisþjónustu Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 3. maí 2016 20:15 Sérstök hætta er á að börn efnaminni foreldra þurfi að bíða lengur eftir heilbrigðisþjónustu með tilkomu nýs greiðsluþátttökukerfis, að mati umboðsmanns barna, þar sem foreldrarnir hafa ekki tök á að leita til sérfræðilækna án tilvísunar. Þá leggjast læknar gegn frumvarpinu. Velferðarnefnd Alþingis hefur nú til umsagnar frumvarp heilbrigðisráðherra um nýtt greiðsluþáttökukerfi fyrir heilbrigðisþjónustu. Fjölmargar athugasemdir hafa borist við frumvarpið meðal annars frá Læknafélagi Íslands. „Ákveðinn hluti sjúklinga, við vitum ekki alveg hver stór en það virðist vera samt töluverður hluti þeirra sem leita eftir þjónustu, að þeir verði fyrir töluvert auknum útgjöldum. Maður veit ekki hvaða áhrif það hefur hvort að fólk muni þá draga þá að leita sér þjónustu, lágtekjufólk, vegna þess að það leitir í auknum kostnaði. Það mun leiða til aukinna heilbrigðisútgjalda síðar,“ segir Þorbjörn Jónsson formaður Læknafélags Íslands. Þá gera hjúkrunarfræðingar einnig athugasemdir við frumvarpið svo og Sjúkratryggingar Íslands, Talmeinafræðingar og umboðsmaður barna svo nokkrir séu nefndir. Í athugasemd sinni segir umboðsmaður barna að ætla megi að tilvísanakerfi sem lagt verður á með frumvarpinu geti orðið til þess að börn þurfi að bíða lengur eftir þjónustu. Sérstök hætta sé á því að börn efnaminni foreldra þurfi að bíða eftir þjónustu, þar sem foreldrar þeirra hafa ekki tök á því að leita til sérfræðilækna án tilvísunar. Læknafélagið leggst eindregið í umsögn sinni að frumvarpið verði samþykkt óbreytt „Einfaldasta leiðin hefði kannski verið að gera breytingu á núverandi kerfi sem fæli það einfaldlega í sér að það lendi enginn í því að greiða hærri upphæð enn einhverja tiltekna,“ segir Þorbjörn. Þannig væri bara sett greiðsluþak inni í núverandi kerfi sem væri á bilinu 100 til 150 þúsund. „Það auðvitað útgrefur það að ríkissjóður eða Sjúkratryggingar þyrftu að leggja fram aukið fé,“ segir Þorbjörn. Alþingi Mest lesið „Ísland þarf að vakna“ Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Erlent Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Fleiri fréttir Einhleypir líklegri til að leggja sig á daginn Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar „Ísland þarf að vakna“ Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Sjá meira
Sérstök hætta er á að börn efnaminni foreldra þurfi að bíða lengur eftir heilbrigðisþjónustu með tilkomu nýs greiðsluþátttökukerfis, að mati umboðsmanns barna, þar sem foreldrarnir hafa ekki tök á að leita til sérfræðilækna án tilvísunar. Þá leggjast læknar gegn frumvarpinu. Velferðarnefnd Alþingis hefur nú til umsagnar frumvarp heilbrigðisráðherra um nýtt greiðsluþáttökukerfi fyrir heilbrigðisþjónustu. Fjölmargar athugasemdir hafa borist við frumvarpið meðal annars frá Læknafélagi Íslands. „Ákveðinn hluti sjúklinga, við vitum ekki alveg hver stór en það virðist vera samt töluverður hluti þeirra sem leita eftir þjónustu, að þeir verði fyrir töluvert auknum útgjöldum. Maður veit ekki hvaða áhrif það hefur hvort að fólk muni þá draga þá að leita sér þjónustu, lágtekjufólk, vegna þess að það leitir í auknum kostnaði. Það mun leiða til aukinna heilbrigðisútgjalda síðar,“ segir Þorbjörn Jónsson formaður Læknafélags Íslands. Þá gera hjúkrunarfræðingar einnig athugasemdir við frumvarpið svo og Sjúkratryggingar Íslands, Talmeinafræðingar og umboðsmaður barna svo nokkrir séu nefndir. Í athugasemd sinni segir umboðsmaður barna að ætla megi að tilvísanakerfi sem lagt verður á með frumvarpinu geti orðið til þess að börn þurfi að bíða lengur eftir þjónustu. Sérstök hætta sé á því að börn efnaminni foreldra þurfi að bíða eftir þjónustu, þar sem foreldrar þeirra hafa ekki tök á því að leita til sérfræðilækna án tilvísunar. Læknafélagið leggst eindregið í umsögn sinni að frumvarpið verði samþykkt óbreytt „Einfaldasta leiðin hefði kannski verið að gera breytingu á núverandi kerfi sem fæli það einfaldlega í sér að það lendi enginn í því að greiða hærri upphæð enn einhverja tiltekna,“ segir Þorbjörn. Þannig væri bara sett greiðsluþak inni í núverandi kerfi sem væri á bilinu 100 til 150 þúsund. „Það auðvitað útgrefur það að ríkissjóður eða Sjúkratryggingar þyrftu að leggja fram aukið fé,“ segir Þorbjörn.
Alþingi Mest lesið „Ísland þarf að vakna“ Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Erlent Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Fleiri fréttir Einhleypir líklegri til að leggja sig á daginn Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar „Ísland þarf að vakna“ Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Sjá meira