Buffett kaupir í Apple í fyrsta sinn Sæunn Gísladóttir skrifar 16. maí 2016 14:22 Auðjöfurinn Warren Buffett verður 86 ára á árinu. vísir/getty Berkshire Hathaway, fjárfestingafélag Warren Buffett, fjárfesti í Apple í fyrsta sinn á fyrsta ársfjórðungi ársins. CNN Money greinir frá því að félagið hafi keypt yfir 9,8 milljón hluti í fyrirtækinu á tímabilinu. Hver hlutur kostaði um 109 dollara, jafnvirði 13.440 íslenskra króna. Því má áætla að fjárfestingin hafi numið 1,1 milljarði dollara, jafnvirði 136 milljarða íslenskra króna. Hlutabréf í Apple hafa hins vegar hrunið að undanförnu eftir að Apple greindi frá niðurstöðu ársfjórðungsuppgjörinu sínu í síðasta mánuði. Hlutabréf í Apple nema nú í kringum 90 dollurum, 11 þúsund krónum. Hlutabréfin hafa lækkað um 14 prósent á árinu. Warren Buffett er þekktur sem fjárfestir sem veðjar alltaf á rétt hlutabréf, því eru greiningaraðilar farnir að spyrja sig hvort hlutabréf í Apple séu nú á uppleið á ný. Hlutabréf í Apple hafa hækkað um tvö prósent í morgunviðskiptum eftir að greint var frá því að Buffett hefði fjárfest í félaginu. Mest lesið Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Viðskipti innlent Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur Birgir hættir hjá Skaga Viðskipti innlent Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur Fleiri fréttir Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Berkshire Hathaway, fjárfestingafélag Warren Buffett, fjárfesti í Apple í fyrsta sinn á fyrsta ársfjórðungi ársins. CNN Money greinir frá því að félagið hafi keypt yfir 9,8 milljón hluti í fyrirtækinu á tímabilinu. Hver hlutur kostaði um 109 dollara, jafnvirði 13.440 íslenskra króna. Því má áætla að fjárfestingin hafi numið 1,1 milljarði dollara, jafnvirði 136 milljarða íslenskra króna. Hlutabréf í Apple hafa hins vegar hrunið að undanförnu eftir að Apple greindi frá niðurstöðu ársfjórðungsuppgjörinu sínu í síðasta mánuði. Hlutabréf í Apple nema nú í kringum 90 dollurum, 11 þúsund krónum. Hlutabréfin hafa lækkað um 14 prósent á árinu. Warren Buffett er þekktur sem fjárfestir sem veðjar alltaf á rétt hlutabréf, því eru greiningaraðilar farnir að spyrja sig hvort hlutabréf í Apple séu nú á uppleið á ný. Hlutabréf í Apple hafa hækkað um tvö prósent í morgunviðskiptum eftir að greint var frá því að Buffett hefði fjárfest í félaginu.
Mest lesið Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Viðskipti innlent Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur Birgir hættir hjá Skaga Viðskipti innlent Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur Fleiri fréttir Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira