Bílasala í Evrópu jókst um 9% í apríl Finnur Thorlacius skrifar 13. maí 2016 10:13 Bílaumferð í Frakklandi. Það er ekki bara hér á landi sem bílasala er með ágætum en 9% aukning í sölu bíla var í Evrópu í síðasta mánuði. Alls seldust þar 1,3 milljón bílar og á fyrstu 4 mánuðum ársins hafa selst 5,25 milljón bílar og vöxturinn 8,3%. Apríl var því framhald á góðri sölu ársins og bætti frekar í en hitt. Markaði apríl þrítugasta og annan mánuðinn í röð þar sem vöxtur er á bílasölu í Evrópu og því bjartir tímar hjá bílaframleiðendum álfunnar. Í apríl hefur ekki selst meira af bílum síðan í apríl árið 2008, rétt áður en að efnahagslægðinni kom. Svo til allir bílaframleiðendur juku sölu sína og Volkswagen, sem hefur verið í vanda undanfarið vegna dísilvélasvindlsins jók t.d. söluna um 5,3%. Það er minni vöxtur en hjá heildinni og því féll markaðshlutdeild Volkswagen úr 26,2% í 25,4% á milli ára. Vöxtur annarra bílafyrirfyrirtækja í eigu Volkswagen varð meiri, 9,7% hjá Audi, 13% hjá Porsche og 7,9% hjá Skoda. Hins vegar var vöxturinn aðeins 2,2% hjá Seat. Peugeot Citroën jók söluna um 5,6%, Renault um 8,2% en sala Dacia féll um 1,4%. Fiat Chrysler jók söluna um 14% og hjálpaði 22% aukning Jeep þar vel til. Hjá Opel nam söluaukningin 6,8% og 4% hjá Ford. Asískir bílaframleiðendur mega una glaðir við sitt því vöxturinn hjá Hyundai var 15%, hjá Kia 14% og 13% hjá Toyota. Enn betur gekk hjá Honda en þar varð 56% vöxtur og á góð sala á Honda Civic þar mestan þátt. Mazda seldi 29% fleiri bíla, en vöxturinn hjá Nissan nam aðeins 1,2%. Hjá lúxusbílaframleiðendunum gekk vel og Mercedes Benz jók söluna um 24%, hjá BMW varð 11% vöxtur, 9,1% hjá Volvo og Jaguar Land Rover seldi 19% meira. Sala í einstökum löndum varð víða mikill, eða 21,2% á Spáni, 11,5% á Ítalíu, 8,4% í Þýskalandi, 7,1 í Frakklandi, en aðeins 2% í Bretlandi, en þar hefur verið mikill vöxtur á undanförnum árum. Mest lesið Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris Innlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent
Það er ekki bara hér á landi sem bílasala er með ágætum en 9% aukning í sölu bíla var í Evrópu í síðasta mánuði. Alls seldust þar 1,3 milljón bílar og á fyrstu 4 mánuðum ársins hafa selst 5,25 milljón bílar og vöxturinn 8,3%. Apríl var því framhald á góðri sölu ársins og bætti frekar í en hitt. Markaði apríl þrítugasta og annan mánuðinn í röð þar sem vöxtur er á bílasölu í Evrópu og því bjartir tímar hjá bílaframleiðendum álfunnar. Í apríl hefur ekki selst meira af bílum síðan í apríl árið 2008, rétt áður en að efnahagslægðinni kom. Svo til allir bílaframleiðendur juku sölu sína og Volkswagen, sem hefur verið í vanda undanfarið vegna dísilvélasvindlsins jók t.d. söluna um 5,3%. Það er minni vöxtur en hjá heildinni og því féll markaðshlutdeild Volkswagen úr 26,2% í 25,4% á milli ára. Vöxtur annarra bílafyrirfyrirtækja í eigu Volkswagen varð meiri, 9,7% hjá Audi, 13% hjá Porsche og 7,9% hjá Skoda. Hins vegar var vöxturinn aðeins 2,2% hjá Seat. Peugeot Citroën jók söluna um 5,6%, Renault um 8,2% en sala Dacia féll um 1,4%. Fiat Chrysler jók söluna um 14% og hjálpaði 22% aukning Jeep þar vel til. Hjá Opel nam söluaukningin 6,8% og 4% hjá Ford. Asískir bílaframleiðendur mega una glaðir við sitt því vöxturinn hjá Hyundai var 15%, hjá Kia 14% og 13% hjá Toyota. Enn betur gekk hjá Honda en þar varð 56% vöxtur og á góð sala á Honda Civic þar mestan þátt. Mazda seldi 29% fleiri bíla, en vöxturinn hjá Nissan nam aðeins 1,2%. Hjá lúxusbílaframleiðendunum gekk vel og Mercedes Benz jók söluna um 24%, hjá BMW varð 11% vöxtur, 9,1% hjá Volvo og Jaguar Land Rover seldi 19% meira. Sala í einstökum löndum varð víða mikill, eða 21,2% á Spáni, 11,5% á Ítalíu, 8,4% í Þýskalandi, 7,1 í Frakklandi, en aðeins 2% í Bretlandi, en þar hefur verið mikill vöxtur á undanförnum árum.
Mest lesið Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris Innlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent