Ferðalok Nathans Drake Samúel Karl Ólason skrifar 12. maí 2016 10:00 Nathan Drake þarf að etja kappi við hóp málaliða. Mynd/Naughty Dog Fjársjóðsleitarmaðurinn Nathan Drake er snúinn aftur í síðasta sinn í besta Uncharted-leiknum hingað til. Eftir að hafa sest í helgan stein með Elenu Fisher, eiginkonu sinni úr fyrri leikjum seríunnar, er Drake knúinn til þess að sýna gamla takta eftir að eldri bróðir hans, Sam, snýr aftur frá dauðum. Til að bjarga lífi Sams þurfa þeir Drake að finna sama sjóræningjafjársjóðinn og þeir leituðu að á sínum yngri árum. Uncharted-leikirnir hafa notið gífurlegra vinsælda frá því að sá fyrsti kom út árið 2007. Þá þurfti Drake að finna týndu borgina El Dorado, en síðan þá hefur hann fundið fleiri forna fjársjóði.Sem áður snýst ævintýri Nathans Drake um að elta uppi vísbendingar víða um heiminn og leysa þrautir og gátur og gera það á undan hópi málaliða sem ætla sér að finna fjársjóðinn á undan Drake.Sjá einnig: Endurfæddur Nathan DrakeFjölbreytt borð Uncharted líta einstaklega vel út.Mynd/Naughty DogSkotbardagar eru ekki sterkasti hluti leiksins en Uncharted skín þegar spilarar þurfa að leysa gátur leiksins. Þæreru oft og tíðum mjög krefjandi og hönnun borða er einstaklega vel gerð. Mörg borð leiksins eru í raun opin þar sem hægt er að fara margar leiðir til að leysa verkefni sem liggja fyrir. Þar að auki er oft og tíðum hægt að laumast fram hjá óvinum í stað þess að berjast við þá. Svæði leiksins eru mun stærri en þau hafa verið í fyrri leikjum seríunnar. Hvað grafík varðar hafa starfsmenn Naughty Dog svo sannarlega unnið vinnuna sína. Persónur leiksins virðast lifandi í atriðum inn á milli borða og umhverfi ATE er mjög flott. Fjölbreytt borð leiksins líta mjög vel út og óhætt er að segja að Uncharted 4 sé einstakur leikur. Lokakafli sögunnar um Nathan Drake er einstaklega flottur og skemmtilegur. Uncharted 4: A Thief’s End sýnir hve góður miðill tölvuleikir eru fyrir frábæra sögusköpun á stórfenglegan hátt. Leikjadómar Leikjavísir Mest lesið Bríet olli vonbrigðum Gagnrýni Lífið leikur við Sveindísi Jane og Rob Holding Lífið „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Bíó og sjónvarp Fox á lausu eftir að hafa fundið óviðeigandi efni í síma kærastans Lífið Ást er: Sigtaði sinn mann út á vellinum Lífið Bjargar deginum að komast aðeins úr klefanum Lífið Heitir Vilhjálmur eins og pabbi Lífið Það heitasta fyrir jólin: Heimagerður andlitsmaski og klútar Lífið Hittust bara einu sinni eftir Friends Lífið Höll sumarlandsins komin á sölu Lífið Fleiri fréttir Aldís Amah tilnefnd til BAFTA-tölvuleikjaverðlaunanna Stalker 2: Töluvert gallaður en æðislegur leikur Feluleikur hjá GameTíví GameTíví í búðarleik GameTíví: Skoða gjörbreyttan Warzone Dragon Age Veilguard: Fimmtán ára ævintýri lýkur PlayStation 5 Pro: Eina leiðin til að spila, ef þú tímir því Sverrir Bergmann snýr aftur í GameTíví GameTíví: Berjast gegn hjörðum uppvakninga Horizon Zero Dawn uppfærður: Besta tækifærið til að stökkva í sögu Aloy Sjá meira
Fjársjóðsleitarmaðurinn Nathan Drake er snúinn aftur í síðasta sinn í besta Uncharted-leiknum hingað til. Eftir að hafa sest í helgan stein með Elenu Fisher, eiginkonu sinni úr fyrri leikjum seríunnar, er Drake knúinn til þess að sýna gamla takta eftir að eldri bróðir hans, Sam, snýr aftur frá dauðum. Til að bjarga lífi Sams þurfa þeir Drake að finna sama sjóræningjafjársjóðinn og þeir leituðu að á sínum yngri árum. Uncharted-leikirnir hafa notið gífurlegra vinsælda frá því að sá fyrsti kom út árið 2007. Þá þurfti Drake að finna týndu borgina El Dorado, en síðan þá hefur hann fundið fleiri forna fjársjóði.Sem áður snýst ævintýri Nathans Drake um að elta uppi vísbendingar víða um heiminn og leysa þrautir og gátur og gera það á undan hópi málaliða sem ætla sér að finna fjársjóðinn á undan Drake.Sjá einnig: Endurfæddur Nathan DrakeFjölbreytt borð Uncharted líta einstaklega vel út.Mynd/Naughty DogSkotbardagar eru ekki sterkasti hluti leiksins en Uncharted skín þegar spilarar þurfa að leysa gátur leiksins. Þæreru oft og tíðum mjög krefjandi og hönnun borða er einstaklega vel gerð. Mörg borð leiksins eru í raun opin þar sem hægt er að fara margar leiðir til að leysa verkefni sem liggja fyrir. Þar að auki er oft og tíðum hægt að laumast fram hjá óvinum í stað þess að berjast við þá. Svæði leiksins eru mun stærri en þau hafa verið í fyrri leikjum seríunnar. Hvað grafík varðar hafa starfsmenn Naughty Dog svo sannarlega unnið vinnuna sína. Persónur leiksins virðast lifandi í atriðum inn á milli borða og umhverfi ATE er mjög flott. Fjölbreytt borð leiksins líta mjög vel út og óhætt er að segja að Uncharted 4 sé einstakur leikur. Lokakafli sögunnar um Nathan Drake er einstaklega flottur og skemmtilegur. Uncharted 4: A Thief’s End sýnir hve góður miðill tölvuleikir eru fyrir frábæra sögusköpun á stórfenglegan hátt.
Leikjadómar Leikjavísir Mest lesið Bríet olli vonbrigðum Gagnrýni Lífið leikur við Sveindísi Jane og Rob Holding Lífið „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Bíó og sjónvarp Fox á lausu eftir að hafa fundið óviðeigandi efni í síma kærastans Lífið Ást er: Sigtaði sinn mann út á vellinum Lífið Bjargar deginum að komast aðeins úr klefanum Lífið Heitir Vilhjálmur eins og pabbi Lífið Það heitasta fyrir jólin: Heimagerður andlitsmaski og klútar Lífið Hittust bara einu sinni eftir Friends Lífið Höll sumarlandsins komin á sölu Lífið Fleiri fréttir Aldís Amah tilnefnd til BAFTA-tölvuleikjaverðlaunanna Stalker 2: Töluvert gallaður en æðislegur leikur Feluleikur hjá GameTíví GameTíví í búðarleik GameTíví: Skoða gjörbreyttan Warzone Dragon Age Veilguard: Fimmtán ára ævintýri lýkur PlayStation 5 Pro: Eina leiðin til að spila, ef þú tímir því Sverrir Bergmann snýr aftur í GameTíví GameTíví: Berjast gegn hjörðum uppvakninga Horizon Zero Dawn uppfærður: Besta tækifærið til að stökkva í sögu Aloy Sjá meira