Heiða, sem er þekkt í Bretlandi undir nafninu Heida Reed, var töff á rauða dreglinum í dragsíðum svörtum samfesting með víðum skálmum og vösum úr flaueli. Við þetta bar hún einfalda skartgripi og förðun, mjög smart samsetning að mati Glamour.
Heiða tók við aðdáendaverðlaunum Bafta ásamt samstarfsfólki sínu, Eleanor Tomlinson og Aidan Turner, fyrir hönd seríunnar.

