Nýjasta verkefnið hennar er að hanna sólgleraugu fyrir franska tískuhúsið Dior. Sólgleraugun munu fara á sölu í Dior búðum í byrjun júní en búast má við að þau verði afar vinsæl enda eru þau flott í sniðinu og nánast allt sem Rihanna gerir slær samstundis í gegn. Flest gleraugun í línunni munu kosta rúmar 100.000 krónur en ein tegudin sem er húðuð með 24 karata gulli mun kosta um 240.000 krónur.
Þetta er ekki í fyrsta skiptið sem hún vinnur með Dior en á seinasta ári varð hún fyrsta svarta konan til þess að vera andlit fyrirtækisins í auglýsingaherferð.
