Þetta eru óhreinu Rússarnir Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 25. maí 2016 16:00 Hástökkvarinn Anna Chicherova er ein af þessum fjórtán. Vísir/Getty Alþjóðaólympíunefndin sagði heiminum frá því í síðustu viku að upp hafi komist að 31 íþróttamaður hafi notað ólögleg lyf á Ólympíuleikunum í Peking 2008 án þess að það uppgötvaðist þá. Nú er komið í ljós að 14 þeirra voru frá Rússlandi og hverjir þessir fjórtán eru. 454 sýni frá Ólympíuleikunum í Peking 2008 voru prófuð aftur með nýjustu tækni og þá kom í ljós að 31 óhreinn íþróttamaður hafði sloppið í gegnum lyfjaprófið. Rússneska sjónvarpsstöðin Match ákvað að bíða ekkert með staðfestingu frá rússneska Ólympíusambandinu heldur birti nöfn þeirra fjórtán sem höfðu fallið á lyfjaprófi tæpum átta árum eftir að þau voru tekin. Meðla þessara fjórtán eru fjölmargir verðlaunahafar frá Ólympíuleikunum í Peking 2008 þar sem Rússar unnu alls 73 verðlaun þar af 23 gull. Rússneska Ólympíusambandið ætlar ekki að gefa þessi fjórtán nöfn út fyrr en að framkvæmt hefur verið próf á B-sýni viðkomandi íþróttafólks. Þau fara ekki fram fyrr en í júní. Rússneska sjónvarpsstöðin Match hefur ekki gefið það upp hvaðan hún fékk upplýsingarnar um óhreinu íþróttamennina. Rússneskir frjálsíþróttamenn eru í banni frá alþjóðlegum keppnum eftir að upp komst um vísvitandi svindl rússneska frjálsíþróttasambandsins og þessar fréttir eru ekki til auka líkurnar að þeir fái að vera með á Ólympíuleikunum í Ríó í ágúst. Anna Chicherova er á listanum en hún vann brons í hástökki. Hún ætlar að fara með málið fyrir rétt verði niðurstaðan úr b-sýni hennar sú saman. „Ég skil ekki hvernig þeir fá þessa niðurstöðu. Kannski eru þetta mistök því ég er í sjokki eins og allir aðrir. Ég skil ekki hvernig þetta próf kom út jákvætt því ég hef farið í fjölda annarra lyfjaprófa," sagði Anna Chicherova í samtali við Match-sjónvarpsstöðina.Hér fyrir neðan er listinn yfir þessa fjórtán óhreinu Rússa. Julia Chermoshanskaya (Gull í boðhlaupi) Mariya Abakumova (Silfur í spjótkasti) Denis Alexeyev (Brons í 400 metra hlaupi) Inga Abitova (Keppti í 10 þúsund metra hlaupi) Yekaterina Volkova, (Brons í 3000 metra hindrunarhlaupi) Nadezhda Evstyukhina (Brons í lyftingum) Anastasia Kapachinskaya (Silfur í boðhlaupi) Alexander Kornilov (Keppti í róðri) Denis Nizhegorodov (Brons í 50 km göngu) Alexandr Pogorelov (Keppti í tugþraut) Tatyana Firova (Silfur í boðhlaupi) Anna Chicherova (Brons í hástökki) Maria Shainova (Silfur í lyftingum) Ivan Jusjkov (Keppti í kúluvarpi) Íþróttir Vetrarólympíuleikar 2014 í Sochi Ólympíuleikar 2016 í Ríó Mest lesið Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug Körfubolti „Ég skulda tannlækninum afsökunarbeiðni“ Sport Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Körfubolti Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Fótbolti Flutt á sjúkrahús eftir höfuðhögg í Meistaradeildinni Fótbolti „Kom fyrstur út úr leikmannagöngunum með augnaráð sem hefði getað drepið“ Fótbolti Mikil spenna í Færeyjum enda HM-sætið enn möguleiki Fótbolti „Ég var bara millimetrum frá því að lamast“ Sport Sögulegt bardagakvöld á Ásbrú: „MMA er ekki ólöglegt“ Sport Notaði eiginmanninn sem héra og vann sitt fyrsta maraþon Sport Fleiri fréttir Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Holland getur fagnað HM-sæti en Þýskaland þarf stig Króatar á HM en draumur Færeyja úti Styrmir sterkur í sigri á Spáni Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Afar óvænt tap þegar Finnar hylltu goðsögn Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Hjammi með mikla reynslu: „Kannski ekkert sérstakt í tuttugu tilraunum“ Rosenörn yfirgefur FH Taylor dæmir úrslitaleikinn í Varsjá Erfiðara að komast í New York-maraþonið en inn í Harvard og Yale NFL-goðsögninni sleppt úr fangelsi en hann þarf að vera með ökklaband Mikil spenna í Færeyjum enda HM-sætið enn möguleiki Montiel til KA Mark Cuban mættur aftur Marta getur aftur unnið verðlaunin sem voru nefnd eftir henni Kominn í hóp þeirra fáu sem hafa verið heilan bílprófsaldur í landsliðinu Jafnaði við Arnór og Ríkharð á markalistanum Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ „Ég var bara millimetrum frá því að lamast“ Ronaldo gæti endað í leikbanni á HM næsta sumar Frændinn mætti með egg og gerði allt vitlaust „Kom fyrstur út úr leikmannagöngunum með augnaráð sem hefði getað drepið“ Notaði eiginmanninn sem héra og vann sitt fyrsta maraþon Sögulegt bardagakvöld á Ásbrú: „MMA er ekki ólöglegt“ „Ég skulda tannlækninum afsökunarbeiðni“ Sjá meira
Alþjóðaólympíunefndin sagði heiminum frá því í síðustu viku að upp hafi komist að 31 íþróttamaður hafi notað ólögleg lyf á Ólympíuleikunum í Peking 2008 án þess að það uppgötvaðist þá. Nú er komið í ljós að 14 þeirra voru frá Rússlandi og hverjir þessir fjórtán eru. 454 sýni frá Ólympíuleikunum í Peking 2008 voru prófuð aftur með nýjustu tækni og þá kom í ljós að 31 óhreinn íþróttamaður hafði sloppið í gegnum lyfjaprófið. Rússneska sjónvarpsstöðin Match ákvað að bíða ekkert með staðfestingu frá rússneska Ólympíusambandinu heldur birti nöfn þeirra fjórtán sem höfðu fallið á lyfjaprófi tæpum átta árum eftir að þau voru tekin. Meðla þessara fjórtán eru fjölmargir verðlaunahafar frá Ólympíuleikunum í Peking 2008 þar sem Rússar unnu alls 73 verðlaun þar af 23 gull. Rússneska Ólympíusambandið ætlar ekki að gefa þessi fjórtán nöfn út fyrr en að framkvæmt hefur verið próf á B-sýni viðkomandi íþróttafólks. Þau fara ekki fram fyrr en í júní. Rússneska sjónvarpsstöðin Match hefur ekki gefið það upp hvaðan hún fékk upplýsingarnar um óhreinu íþróttamennina. Rússneskir frjálsíþróttamenn eru í banni frá alþjóðlegum keppnum eftir að upp komst um vísvitandi svindl rússneska frjálsíþróttasambandsins og þessar fréttir eru ekki til auka líkurnar að þeir fái að vera með á Ólympíuleikunum í Ríó í ágúst. Anna Chicherova er á listanum en hún vann brons í hástökki. Hún ætlar að fara með málið fyrir rétt verði niðurstaðan úr b-sýni hennar sú saman. „Ég skil ekki hvernig þeir fá þessa niðurstöðu. Kannski eru þetta mistök því ég er í sjokki eins og allir aðrir. Ég skil ekki hvernig þetta próf kom út jákvætt því ég hef farið í fjölda annarra lyfjaprófa," sagði Anna Chicherova í samtali við Match-sjónvarpsstöðina.Hér fyrir neðan er listinn yfir þessa fjórtán óhreinu Rússa. Julia Chermoshanskaya (Gull í boðhlaupi) Mariya Abakumova (Silfur í spjótkasti) Denis Alexeyev (Brons í 400 metra hlaupi) Inga Abitova (Keppti í 10 þúsund metra hlaupi) Yekaterina Volkova, (Brons í 3000 metra hindrunarhlaupi) Nadezhda Evstyukhina (Brons í lyftingum) Anastasia Kapachinskaya (Silfur í boðhlaupi) Alexander Kornilov (Keppti í róðri) Denis Nizhegorodov (Brons í 50 km göngu) Alexandr Pogorelov (Keppti í tugþraut) Tatyana Firova (Silfur í boðhlaupi) Anna Chicherova (Brons í hástökki) Maria Shainova (Silfur í lyftingum) Ivan Jusjkov (Keppti í kúluvarpi)
Íþróttir Vetrarólympíuleikar 2014 í Sochi Ólympíuleikar 2016 í Ríó Mest lesið Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug Körfubolti „Ég skulda tannlækninum afsökunarbeiðni“ Sport Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Körfubolti Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Fótbolti Flutt á sjúkrahús eftir höfuðhögg í Meistaradeildinni Fótbolti „Kom fyrstur út úr leikmannagöngunum með augnaráð sem hefði getað drepið“ Fótbolti Mikil spenna í Færeyjum enda HM-sætið enn möguleiki Fótbolti „Ég var bara millimetrum frá því að lamast“ Sport Sögulegt bardagakvöld á Ásbrú: „MMA er ekki ólöglegt“ Sport Notaði eiginmanninn sem héra og vann sitt fyrsta maraþon Sport Fleiri fréttir Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Holland getur fagnað HM-sæti en Þýskaland þarf stig Króatar á HM en draumur Færeyja úti Styrmir sterkur í sigri á Spáni Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Afar óvænt tap þegar Finnar hylltu goðsögn Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Hjammi með mikla reynslu: „Kannski ekkert sérstakt í tuttugu tilraunum“ Rosenörn yfirgefur FH Taylor dæmir úrslitaleikinn í Varsjá Erfiðara að komast í New York-maraþonið en inn í Harvard og Yale NFL-goðsögninni sleppt úr fangelsi en hann þarf að vera með ökklaband Mikil spenna í Færeyjum enda HM-sætið enn möguleiki Montiel til KA Mark Cuban mættur aftur Marta getur aftur unnið verðlaunin sem voru nefnd eftir henni Kominn í hóp þeirra fáu sem hafa verið heilan bílprófsaldur í landsliðinu Jafnaði við Arnór og Ríkharð á markalistanum Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ „Ég var bara millimetrum frá því að lamast“ Ronaldo gæti endað í leikbanni á HM næsta sumar Frændinn mætti með egg og gerði allt vitlaust „Kom fyrstur út úr leikmannagöngunum með augnaráð sem hefði getað drepið“ Notaði eiginmanninn sem héra og vann sitt fyrsta maraþon Sögulegt bardagakvöld á Ásbrú: „MMA er ekki ólöglegt“ „Ég skulda tannlækninum afsökunarbeiðni“ Sjá meira