Victoria's Secret hættir að selja sundföt Ritstjórn skrifar 21. maí 2016 11:30 Bandaríski undirfataframleiðandinn Victoria's Secret tilkynnti á dögunum að hann ætli að hætta að selja sundfatnað. Ákvörðunin var tekin í kjölfar ráðningar nýs forstjóra, Jan Singer. Merkið mun einnig hætta að gefa út vörubæklingana, sem það hefur gert allt frá upphafi. Í tilkynningunni kemur fram að þrátt fyrir að sala á vörum Victoria's Secret hafi aukist á milli ára, hafi salan á sundfatnaði verið undir væntingum og verði því hætt. Victoria's Secret hóf að selja sundföt fyrir nokkum árum þar sem það þótti rökrétt skref í vexti fyrirtækisins. Singer mun þó vera þeirrar skoðunar að sundfatasala sé einfaldlega ekki þess virði. Victoria´s Secret er eitt vinsælasta undirfatamerki í heiminum í dag og mun ætla að halda sókn sinni áfram á því sviði. Mest lesið Fimmta Vogue-forsíða Cara Delevnigne Glamour Aukið álag á netverslunum bitnar á starfsfólki Glamour Bobbi Brown yfirgefur sitt eigið fyrirtæki Glamour Pinterest spáir fyrir um trendin 2017 Glamour Dóttir Beyonce sýnir danshæfileika sína Glamour Uniqlo veltir upp spurningunni fyrir hvað við klæðum okkur Glamour Selena Gomez frumsýnir nýja klippingu Glamour Sjónvarpsmynd um líf Britney Spears í vinnslu Glamour Völdu buxur fram yfir kjól Glamour Afslöppuð og skemmtileg tískusýning Chanel Glamour
Bandaríski undirfataframleiðandinn Victoria's Secret tilkynnti á dögunum að hann ætli að hætta að selja sundfatnað. Ákvörðunin var tekin í kjölfar ráðningar nýs forstjóra, Jan Singer. Merkið mun einnig hætta að gefa út vörubæklingana, sem það hefur gert allt frá upphafi. Í tilkynningunni kemur fram að þrátt fyrir að sala á vörum Victoria's Secret hafi aukist á milli ára, hafi salan á sundfatnaði verið undir væntingum og verði því hætt. Victoria's Secret hóf að selja sundföt fyrir nokkum árum þar sem það þótti rökrétt skref í vexti fyrirtækisins. Singer mun þó vera þeirrar skoðunar að sundfatasala sé einfaldlega ekki þess virði. Victoria´s Secret er eitt vinsælasta undirfatamerki í heiminum í dag og mun ætla að halda sókn sinni áfram á því sviði.
Mest lesið Fimmta Vogue-forsíða Cara Delevnigne Glamour Aukið álag á netverslunum bitnar á starfsfólki Glamour Bobbi Brown yfirgefur sitt eigið fyrirtæki Glamour Pinterest spáir fyrir um trendin 2017 Glamour Dóttir Beyonce sýnir danshæfileika sína Glamour Uniqlo veltir upp spurningunni fyrir hvað við klæðum okkur Glamour Selena Gomez frumsýnir nýja klippingu Glamour Sjónvarpsmynd um líf Britney Spears í vinnslu Glamour Völdu buxur fram yfir kjól Glamour Afslöppuð og skemmtileg tískusýning Chanel Glamour