Missti aðra höndina í hákarlaárás en vann þær bestu á brimbretti Tómas Þór Þórðarson skrifar 31. maí 2016 12:30 Bethany Hamilton lætur ekkert stöðva sig. vísir/getty Einhenta brimbrettakonan Bethany Hamilton gerði sér lítið fyrir og hafnaði í þriðja sæti á heimsbikarmóti kvenna um helgina sem er hennar besti árangur á ferlinum. BBC greinir frá. Hamilton vann sexfaldan heimsmeistara Stephanie Gilmor og efstu konu heimslistans, Tyler Wright, á leið sinni í undanúrslitin þar sem hún tapaði fyrir hinni frönsku Johanne Defay sem síðar stóð upp sem sigurvegari á mótinu. Þessi 26 ára gamla kona sem eignaðist sitt fyrsta barn í fyrra var mjög ánægð með árangurinn og skrifaði á Twitter: „Meira en kát með þriðja sætið og það sem boðsgestur á mótið. Elska að keppa og vonast eftir frekari ævintýrum.“ Þetta var í sjötta skipti sem Hamilton, sem missti höndina í hákarlaárás fyrir þrettán árum, keppir á meðal þeirra bestu. Hún hefur aldrei áður komist í undanúrslit á heimsbikarmóti en besti árangur hennar var níunda sæti frá því 2010. Hamilton var aðeins þrettán ára gömul þegar risastór tígrisháfur reif af henni vinstri höndina sem varð til þess að hún missti 60 prósent af blóðinu í líkama sínum. Þessi mikla hetja var þrátt fyrir það mætt aftur á brimbrettið aðeins mánuði eftir árásina. Hún þurfti að fara í gegnum gríðarlega langa og stranga sjúkra- og styrktarþjálfun til að geta ráðið við að standa á brimbretti einhent og geta keppt við þær bestu. „Ég veit að ég er í einstakri stöðu og vonandi fæ ég ungar stúlkur til að elta drauma sína. Meira að segja eftir að missa höndina er ég að upplifa allt það sem mig langaði. Ég er áminning fyrir ungar stelpur að allt er hægt ef maður ætlar sér eitthvað,“ sagði Hamilton eftir keppnina. Saga Hamilton var gerð að kvikmynd árið 2011. Hún heitir Soul Surfer en aðalhlutverkin leika Dennis Quaid og Helen Hunt.Beyond stoked to finish 3rd in the #FijiPro as the wildcard! LOVED competing & looking forward to more adventures!!! pic.twitter.com/HOMhAEXnjb— Bethany Hamilton (@bethanyhamilton) May 31, 2016 Aðrar íþróttir Mest lesið Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Sport Max svaraði Marko fullum hálsi Formúla 1 „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Sport Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti Dramatík á Hlíðarenda Handbolti Fleiri fréttir Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Heilinn fer að „borða“ sjálfan sig í maraþonhlaupi Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Max svaraði Marko fullum hálsi Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Dagskráin í dag: Umspilið í NBA, 1. deild kvenna í körfubolta og margt fleira Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Hér er allt mögulegt“ Dramatík á Hlíðarenda Van Dijk fær 68 milljónir á viku Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Eygló Fanndal Evrópumeistari Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Rekinn út af eftir 36 sekúndur Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn „Ég er alltaf stressuð“ Sjá meira
Einhenta brimbrettakonan Bethany Hamilton gerði sér lítið fyrir og hafnaði í þriðja sæti á heimsbikarmóti kvenna um helgina sem er hennar besti árangur á ferlinum. BBC greinir frá. Hamilton vann sexfaldan heimsmeistara Stephanie Gilmor og efstu konu heimslistans, Tyler Wright, á leið sinni í undanúrslitin þar sem hún tapaði fyrir hinni frönsku Johanne Defay sem síðar stóð upp sem sigurvegari á mótinu. Þessi 26 ára gamla kona sem eignaðist sitt fyrsta barn í fyrra var mjög ánægð með árangurinn og skrifaði á Twitter: „Meira en kát með þriðja sætið og það sem boðsgestur á mótið. Elska að keppa og vonast eftir frekari ævintýrum.“ Þetta var í sjötta skipti sem Hamilton, sem missti höndina í hákarlaárás fyrir þrettán árum, keppir á meðal þeirra bestu. Hún hefur aldrei áður komist í undanúrslit á heimsbikarmóti en besti árangur hennar var níunda sæti frá því 2010. Hamilton var aðeins þrettán ára gömul þegar risastór tígrisháfur reif af henni vinstri höndina sem varð til þess að hún missti 60 prósent af blóðinu í líkama sínum. Þessi mikla hetja var þrátt fyrir það mætt aftur á brimbrettið aðeins mánuði eftir árásina. Hún þurfti að fara í gegnum gríðarlega langa og stranga sjúkra- og styrktarþjálfun til að geta ráðið við að standa á brimbretti einhent og geta keppt við þær bestu. „Ég veit að ég er í einstakri stöðu og vonandi fæ ég ungar stúlkur til að elta drauma sína. Meira að segja eftir að missa höndina er ég að upplifa allt það sem mig langaði. Ég er áminning fyrir ungar stelpur að allt er hægt ef maður ætlar sér eitthvað,“ sagði Hamilton eftir keppnina. Saga Hamilton var gerð að kvikmynd árið 2011. Hún heitir Soul Surfer en aðalhlutverkin leika Dennis Quaid og Helen Hunt.Beyond stoked to finish 3rd in the #FijiPro as the wildcard! LOVED competing & looking forward to more adventures!!! pic.twitter.com/HOMhAEXnjb— Bethany Hamilton (@bethanyhamilton) May 31, 2016
Aðrar íþróttir Mest lesið Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Sport Max svaraði Marko fullum hálsi Formúla 1 „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Sport Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti Dramatík á Hlíðarenda Handbolti Fleiri fréttir Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Heilinn fer að „borða“ sjálfan sig í maraþonhlaupi Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Max svaraði Marko fullum hálsi Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Dagskráin í dag: Umspilið í NBA, 1. deild kvenna í körfubolta og margt fleira Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Hér er allt mögulegt“ Dramatík á Hlíðarenda Van Dijk fær 68 milljónir á viku Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Eygló Fanndal Evrópumeistari Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Rekinn út af eftir 36 sekúndur Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn „Ég er alltaf stressuð“ Sjá meira