Að hafa skoðun á öllu Helga Vala Helgadóttir skrifar 30. maí 2016 07:00 Hvernig nennirðu að hafa alltaf skoðun á öllu, spurði gömul vinkona mín mig um daginn. Er hægt að hafa skoðun á öllu? Ég hef pælt í þessu síðan hún spurði mig. Hef ég í alvöru skoðun á öllu? Sálarlíf mitt tók t.d. ekki djúpa dýfu daginn sem rassinn á Gretu Salóme prýddi forsíðu Fréttablaðsins. Greip hvorki fyrir augun á manninum mínum né börnum enda er ég iðinn notandi sundlauga landsins og því vön alls konar rössum af öllum stærðum og gerðum. En sálarlíf mitt tekur stundum dýfur, það verður að viðurkennast. Helst þá þegar mér misbýður bullið í pólitíkinni. Þegar ósannindin flæða um opinbera umræðu og hagsmunaárekstur stjórnmálamanna blasir við. Sálarlíf mitt tekur líka djúpar dýfur þegar ég verð vitni að því þegar íslensk stjórnvöld senda ung börn með foreldrum sínum á götuna í stríðshrjáðum löndum eða vanmáttugum ríkjum Evrópu. Þar hef ég sterka skoðun því ég tel okkur vera á algjörum villigötum hvað varðar þjónustu við þá sem vilja búa hér og starfa. Ég get ekki annað en hugsað um það hversu heppin ég er að eignast börnin mín hér á Íslandi. Þar sem flestir hafa þak yfir höfuðið, flestir geta gengið um borg og bæi án þess að eiga á hættu ofsóknir eða sprengjuregn. Já, ég er þakklát fyrir þessi forréttindi, jafnvel þó að börnin mín alist upp við það að það teljist eðlilegt að brjálast yfir hundinum Lúkasi og rassinum á Gretu Salóme en teljist óeðlileg öfgaróttækni að vera misboðið yfir launamisrétti, umhverfishryðjuverkum eða því að ráðamenn eigi eignir í skattaparadísum svo þeir þurfi ekki að taka þátt í samneyslunni.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 30. maí 2016. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bakþankar Helga Vala Helgadóttir Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Hvernig nennirðu að hafa alltaf skoðun á öllu, spurði gömul vinkona mín mig um daginn. Er hægt að hafa skoðun á öllu? Ég hef pælt í þessu síðan hún spurði mig. Hef ég í alvöru skoðun á öllu? Sálarlíf mitt tók t.d. ekki djúpa dýfu daginn sem rassinn á Gretu Salóme prýddi forsíðu Fréttablaðsins. Greip hvorki fyrir augun á manninum mínum né börnum enda er ég iðinn notandi sundlauga landsins og því vön alls konar rössum af öllum stærðum og gerðum. En sálarlíf mitt tekur stundum dýfur, það verður að viðurkennast. Helst þá þegar mér misbýður bullið í pólitíkinni. Þegar ósannindin flæða um opinbera umræðu og hagsmunaárekstur stjórnmálamanna blasir við. Sálarlíf mitt tekur líka djúpar dýfur þegar ég verð vitni að því þegar íslensk stjórnvöld senda ung börn með foreldrum sínum á götuna í stríðshrjáðum löndum eða vanmáttugum ríkjum Evrópu. Þar hef ég sterka skoðun því ég tel okkur vera á algjörum villigötum hvað varðar þjónustu við þá sem vilja búa hér og starfa. Ég get ekki annað en hugsað um það hversu heppin ég er að eignast börnin mín hér á Íslandi. Þar sem flestir hafa þak yfir höfuðið, flestir geta gengið um borg og bæi án þess að eiga á hættu ofsóknir eða sprengjuregn. Já, ég er þakklát fyrir þessi forréttindi, jafnvel þó að börnin mín alist upp við það að það teljist eðlilegt að brjálast yfir hundinum Lúkasi og rassinum á Gretu Salóme en teljist óeðlileg öfgaróttækni að vera misboðið yfir launamisrétti, umhverfishryðjuverkum eða því að ráðamenn eigi eignir í skattaparadísum svo þeir þurfi ekki að taka þátt í samneyslunni.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 30. maí 2016.
Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson Skoðun
Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson Skoðun