Rappsveitin Úlfur Úlfur var rétt í þessu að gefa frá sér nýtt myndband við lagið Ofurmenni.
Það eru þeir Arnar Freyr Frostason og Helgi Sæmundur Guðmundsson sem mynda sveitina en Úlfur Úlfur er ein allra vinsælasta rappsveitin á landinu í dag.
Hér að neðan má sjá þetta nýja myndband frá strákunum frá Sauðárkróki.