Víkingaskipið á slóðum Leifs heppna í Ameríku Kristján Már Unnarsson skrifar 7. júní 2016 19:00 Víkingaskipið Drekinn Haraldur hárfagri er komið þvert yfir Norður-Atlantshaf og siglir nú um slóðir Leifs heppna í Ameríku þar sem talið er að Vínland hið góða hafi verið. Á Grænlandi minntust menn dularfulls hvarfs norrænu þjóðarinnar með brúðkaupi í rústum Hvalseyjarkirkju. Þetta stærsta sjófæra víkingaskip veraldar fékk höfðinglegar mótttökur þegar það kom til Reykjavíkur í síðasta mánuði eftir sautján daga ferðalag frá Noregi, en tilgangur leiðangursins er að minnast einhvers mesta siglingaafreks norrænna manna. Eftir vikudvöl á Íslandi hélt skipið til Grænlands, til Qaqortoq, stærsta bæjar Suður-Grænlands. Skipið var þar með komið í Eystribyggð, en þar var Brattahlíð, bær feðganna Eiríks rauða og Leifs Eiríkssonar, og þéttasta byggð norrænna manna til forna. Í Eystribyggð eru einnig rústir Hvalseyjarkirkju en þaðan höfðu menn síðast spurnir af norrænu þjóðinni á Grænlandi árið 1408, í bréfi um brúðkaup íslenskra hjóna. Og svo skemmtilega vildi til að par úr áhöfninni nýtti tækifærið og fékk skipstjórann Björn Ahlander til að gefa sig saman í þessari sömu kirkju. Hvarf norrænu þjóðarinnar á Grænlandi eftir þetta brúðkaup fyrir 600 árum er ein dularfyllsta ráðgáta mannkynssögunnar.Á slóðum Eiríks rauða í Eystribyggð á Grænlandi.Myndir/Peder Jacobsson, Draken Harald hårfagre.Frá Grænlandi var haldið áfram til Nýfundnalands og meginlands Ameríku, í kjölfar Leifs heppna og félaga, fyrstu Evrópumanna sem vitað er um að þar stigu fæti á land. Fyrsti áfangastaðurinn í Kanada var bærinn Saint Anthony. Hann er skammt frá stað sem kallast L‘anse aux Meadows á norðurodda Nýfundnalands. Þar eru einu fornminjar sem fundist hafa í Norður-Ameríku sem staðfest hefur verið með óyggjandi hætti að eru eftir veru norrænna manna í kringum árið 1000. Staðurinn er talinn hafa verið bækistöð Leifs Eiríkssonar og félaga í skoðunarferðum þeirra um land það sem þeir kölluðu Vínland. Útilokað þykir að þar hafi vínviður vaxið á tímum norrænu víkinganna en jurtaleifar sem þar fundust við fornleifauppgröft þykja sterk vísbending um að Leifur og hans menn fóru mun sunnar og á slóðir þar sem vínviður gat vaxið. Hvar Vínland var er hins vegar spurning sem menn menn leita enn svara við. Drekanum Haraldi hárfagra er einmitt ætlað að sigla á líklega staði og er skipið þessa stundina á Saint Lawrence-flóa á leið til Quebec-borgar. Þaðan fer það til Toronto en það áætlar svo að koma inn til New York-borgar í september. Fylgjast má með ferð skipsins á heimasíðu leiðangursins. Fornminjar Grænland Tengdar fréttir Drekinn Haraldur hárfagri lagður af stað til Vínlands Víkingaskipið er nú leiðinni milli Grænlands og Kanada eftir nærri vikulangt stopp í Eystribyggð Eiríks rauða. 29. maí 2016 14:00 Drekinn Haraldur hárfagri í Eystribyggð á Grænlandi Stærsta víkingaskip veraldar, Drekinn Haraldur hárfagri, er komið fyrir Hvarf, suðurodda Grænlands, 21. maí 2016 08:43 Fornleifar í Kanada taldar geta skýrt Vínlandsgátuna Fornleifafræðingar hafa fundið rústir sem gætu verið eftir víkinga sem sigldu frá Íslandi fyrir þúsund árum. 1. apríl 2016 19:30 Stærsta víkingaskip veraldar í Reykjavík Norskur auðjöfur vill minna heiminn á hverjir voru fyrstir Evrópumanna til að uppgötva Ameríku. 10. maí 2016 18:00 Mest lesið Hópslagsmál og hundaárás Innlent Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Erlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Innlent Misstu allt samband við Internetið Erlent Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Innlent Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Erlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Fleiri fréttir Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Sjá meira
Víkingaskipið Drekinn Haraldur hárfagri er komið þvert yfir Norður-Atlantshaf og siglir nú um slóðir Leifs heppna í Ameríku þar sem talið er að Vínland hið góða hafi verið. Á Grænlandi minntust menn dularfulls hvarfs norrænu þjóðarinnar með brúðkaupi í rústum Hvalseyjarkirkju. Þetta stærsta sjófæra víkingaskip veraldar fékk höfðinglegar mótttökur þegar það kom til Reykjavíkur í síðasta mánuði eftir sautján daga ferðalag frá Noregi, en tilgangur leiðangursins er að minnast einhvers mesta siglingaafreks norrænna manna. Eftir vikudvöl á Íslandi hélt skipið til Grænlands, til Qaqortoq, stærsta bæjar Suður-Grænlands. Skipið var þar með komið í Eystribyggð, en þar var Brattahlíð, bær feðganna Eiríks rauða og Leifs Eiríkssonar, og þéttasta byggð norrænna manna til forna. Í Eystribyggð eru einnig rústir Hvalseyjarkirkju en þaðan höfðu menn síðast spurnir af norrænu þjóðinni á Grænlandi árið 1408, í bréfi um brúðkaup íslenskra hjóna. Og svo skemmtilega vildi til að par úr áhöfninni nýtti tækifærið og fékk skipstjórann Björn Ahlander til að gefa sig saman í þessari sömu kirkju. Hvarf norrænu þjóðarinnar á Grænlandi eftir þetta brúðkaup fyrir 600 árum er ein dularfyllsta ráðgáta mannkynssögunnar.Á slóðum Eiríks rauða í Eystribyggð á Grænlandi.Myndir/Peder Jacobsson, Draken Harald hårfagre.Frá Grænlandi var haldið áfram til Nýfundnalands og meginlands Ameríku, í kjölfar Leifs heppna og félaga, fyrstu Evrópumanna sem vitað er um að þar stigu fæti á land. Fyrsti áfangastaðurinn í Kanada var bærinn Saint Anthony. Hann er skammt frá stað sem kallast L‘anse aux Meadows á norðurodda Nýfundnalands. Þar eru einu fornminjar sem fundist hafa í Norður-Ameríku sem staðfest hefur verið með óyggjandi hætti að eru eftir veru norrænna manna í kringum árið 1000. Staðurinn er talinn hafa verið bækistöð Leifs Eiríkssonar og félaga í skoðunarferðum þeirra um land það sem þeir kölluðu Vínland. Útilokað þykir að þar hafi vínviður vaxið á tímum norrænu víkinganna en jurtaleifar sem þar fundust við fornleifauppgröft þykja sterk vísbending um að Leifur og hans menn fóru mun sunnar og á slóðir þar sem vínviður gat vaxið. Hvar Vínland var er hins vegar spurning sem menn menn leita enn svara við. Drekanum Haraldi hárfagra er einmitt ætlað að sigla á líklega staði og er skipið þessa stundina á Saint Lawrence-flóa á leið til Quebec-borgar. Þaðan fer það til Toronto en það áætlar svo að koma inn til New York-borgar í september. Fylgjast má með ferð skipsins á heimasíðu leiðangursins.
Fornminjar Grænland Tengdar fréttir Drekinn Haraldur hárfagri lagður af stað til Vínlands Víkingaskipið er nú leiðinni milli Grænlands og Kanada eftir nærri vikulangt stopp í Eystribyggð Eiríks rauða. 29. maí 2016 14:00 Drekinn Haraldur hárfagri í Eystribyggð á Grænlandi Stærsta víkingaskip veraldar, Drekinn Haraldur hárfagri, er komið fyrir Hvarf, suðurodda Grænlands, 21. maí 2016 08:43 Fornleifar í Kanada taldar geta skýrt Vínlandsgátuna Fornleifafræðingar hafa fundið rústir sem gætu verið eftir víkinga sem sigldu frá Íslandi fyrir þúsund árum. 1. apríl 2016 19:30 Stærsta víkingaskip veraldar í Reykjavík Norskur auðjöfur vill minna heiminn á hverjir voru fyrstir Evrópumanna til að uppgötva Ameríku. 10. maí 2016 18:00 Mest lesið Hópslagsmál og hundaárás Innlent Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Erlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Innlent Misstu allt samband við Internetið Erlent Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Innlent Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Erlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Fleiri fréttir Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Sjá meira
Drekinn Haraldur hárfagri lagður af stað til Vínlands Víkingaskipið er nú leiðinni milli Grænlands og Kanada eftir nærri vikulangt stopp í Eystribyggð Eiríks rauða. 29. maí 2016 14:00
Drekinn Haraldur hárfagri í Eystribyggð á Grænlandi Stærsta víkingaskip veraldar, Drekinn Haraldur hárfagri, er komið fyrir Hvarf, suðurodda Grænlands, 21. maí 2016 08:43
Fornleifar í Kanada taldar geta skýrt Vínlandsgátuna Fornleifafræðingar hafa fundið rústir sem gætu verið eftir víkinga sem sigldu frá Íslandi fyrir þúsund árum. 1. apríl 2016 19:30
Stærsta víkingaskip veraldar í Reykjavík Norskur auðjöfur vill minna heiminn á hverjir voru fyrstir Evrópumanna til að uppgötva Ameríku. 10. maí 2016 18:00