Gengi sterlingspundsins lækkaði í gær gagnvart evru og bandaríkjadollar þegar birtar voru niðurstöður nokkurra skoðanakannana þar sem fram kemur að aukinn hluti Breta væri hlynntur útgöngu úr Evrópusambandinu.
Kannanir sýna að um 45% kjósenda vilja ganga úr ESB og 43% vilja vera áfram í því, þá eru 12% kjósenda óákveðin.
Sérfræðingar telja að gengi pundsins muni hrynja snögglega kjósi Bretland að yfirgefa sambandið. Samkvæmt breska HSBC-bankanum yrði fall pundsins 20%.
Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 7. júní 2016
Gengi pundsins sveiflast eftir könnunum
