Michael Dunlop setur nýtt hraðamet á Isle of Man TT Finnur Thorlacius skrifar 6. júní 2016 15:35 Hin hættulega mótorhjólakeppni Isle of Man TT er nú í algleymingi og um helgina var sett nýtt hraðamet á 61 kílómetra langri keppnisbrautinni sem bæði fer um bæi á eyjunni, sem og um sveitir og fjalllendi. Það var ökumaðurinn Michael Dunlop sem setti hraðametið og náði tímanum 16 mínútum og 58, 254 sekúndum. Það þýðir að meðalhraði hans var 214,6 km/klst. Að auki setti Dunlop nýtt með í 6 hringja akstri og fór þá á 1 klukkustund, 44 mínútum og 14 sekúndum. Á tveimur af þessum 6 hringjum náði Dunlop að fara brautina á undir 17 mínútum en það hefur engum ökumanni lánast fram að því. Nokkrir keppnisdagar eru eftir í Isle of Man TT keppninni, meðal annars Senior TT keppnin og því alveg eins von á fleiri metum þetta árið. Sjá má akstur Dunlop í spilarnaum hér að ofan og hvernig hann fer framúr hverju mótorhjólinu af öðru. Bílar video Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent
Hin hættulega mótorhjólakeppni Isle of Man TT er nú í algleymingi og um helgina var sett nýtt hraðamet á 61 kílómetra langri keppnisbrautinni sem bæði fer um bæi á eyjunni, sem og um sveitir og fjalllendi. Það var ökumaðurinn Michael Dunlop sem setti hraðametið og náði tímanum 16 mínútum og 58, 254 sekúndum. Það þýðir að meðalhraði hans var 214,6 km/klst. Að auki setti Dunlop nýtt með í 6 hringja akstri og fór þá á 1 klukkustund, 44 mínútum og 14 sekúndum. Á tveimur af þessum 6 hringjum náði Dunlop að fara brautina á undir 17 mínútum en það hefur engum ökumanni lánast fram að því. Nokkrir keppnisdagar eru eftir í Isle of Man TT keppninni, meðal annars Senior TT keppnin og því alveg eins von á fleiri metum þetta árið. Sjá má akstur Dunlop í spilarnaum hér að ofan og hvernig hann fer framúr hverju mótorhjólinu af öðru.
Bílar video Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent