Heildartalan úr Norðurá í gær 27 laxar Karl Lúðvíksson skrifar 5. júní 2016 11:00 Ingvar Svendsen með fallegan stórlax úr Norðurá. Fyrsta veiðideginum lauk í Norðurá í gær og það er óhætt að segja að dagurinn hafi farið fram úr öllum væntingum. Það voru komnir 13 laxar á land strax á morgunvaktinni og ef deginum hefði lokið með þeirri tölu hefðu allir verið sáttir því það hefði engu að síður verið mjög góð opnun í ánni og í takt við opnanir sem leiddu til góðrar heildarveiði. Dagurinn var þó ekki á enda kominn og þegar síðustu köstin voru tekin í gærkvöldi var búið að landa 27 löxum og missa slatta ásamt því að fá mikið af tökum, boðaföllum og öðrum gusugangi á eftir flugunum. Það voru stórsöngvararnir Kristinn Sigmundsson og Kristján Jóhannsson sem opnuðu ánna og það hafa þeir gert með glæsibrag ásamt öðrum veiðimönnum sem voru við Norðurá. Kristinn landaði einum 92 laxi sem þó var ekki stærsti laxinn þann daginn því tveir aðrir stærri komu land. Eyrún Sigþórsdóttir náði einum 94 sm og systir hennar Anna Sigþórsdóttir tók einn 95 sm. Mest lesið Veiðin fer ágætlega af stað í Hlíðarvatni Veiði Veiðin með Gunnari Bender - 8. þáttur Veiði Eyjafjarðará að ná sér eftir mikil skakkaföll Veiði 100 laxar komnir á land á svæði II og III í Blöndu Veiði 18.135 fiskar veiðst í Veiðivötnum Veiði Vann kappræður um seiðasleppingar og ræktun laxveiðiáa Veiði Myndasyrpa frá Urriðadansi á Þingvöllum Veiði Veiðin 2012: Aðeins 12 af 38 laxveiðiám með 100 laxa á stöng Veiði Norðurá komin yfir 1000 laxa og góður gangur í Langá Veiði Veiðibúðin við Lækinn skiptir um eigendur Veiði
Fyrsta veiðideginum lauk í Norðurá í gær og það er óhætt að segja að dagurinn hafi farið fram úr öllum væntingum. Það voru komnir 13 laxar á land strax á morgunvaktinni og ef deginum hefði lokið með þeirri tölu hefðu allir verið sáttir því það hefði engu að síður verið mjög góð opnun í ánni og í takt við opnanir sem leiddu til góðrar heildarveiði. Dagurinn var þó ekki á enda kominn og þegar síðustu köstin voru tekin í gærkvöldi var búið að landa 27 löxum og missa slatta ásamt því að fá mikið af tökum, boðaföllum og öðrum gusugangi á eftir flugunum. Það voru stórsöngvararnir Kristinn Sigmundsson og Kristján Jóhannsson sem opnuðu ánna og það hafa þeir gert með glæsibrag ásamt öðrum veiðimönnum sem voru við Norðurá. Kristinn landaði einum 92 laxi sem þó var ekki stærsti laxinn þann daginn því tveir aðrir stærri komu land. Eyrún Sigþórsdóttir náði einum 94 sm og systir hennar Anna Sigþórsdóttir tók einn 95 sm.
Mest lesið Veiðin fer ágætlega af stað í Hlíðarvatni Veiði Veiðin með Gunnari Bender - 8. þáttur Veiði Eyjafjarðará að ná sér eftir mikil skakkaföll Veiði 100 laxar komnir á land á svæði II og III í Blöndu Veiði 18.135 fiskar veiðst í Veiðivötnum Veiði Vann kappræður um seiðasleppingar og ræktun laxveiðiáa Veiði Myndasyrpa frá Urriðadansi á Þingvöllum Veiði Veiðin 2012: Aðeins 12 af 38 laxveiðiám með 100 laxa á stöng Veiði Norðurá komin yfir 1000 laxa og góður gangur í Langá Veiði Veiðibúðin við Lækinn skiptir um eigendur Veiði