Féll nánast af þaki turnsins við Höfðatorg eftir óvænta vindhviðu Birgir Örn Steinarsson skrifar 3. júní 2016 11:25 Hljómsveitin Quarashi frumsýndi í dag myndband á tónlistarvefnum Albumm.is. Myndbandið er við splunkunýtt lag sem heitir Chigaco. Það mun vera fyrsta lagið sem sveitin sendir frá sér af væntanlegri nýrri breiðskífu sem kemur út á þessu ári. Það verður fyrsta plata sveitarinnar með nýju efni síðan árið 2004. Quarashi gaf út safnplötuna Anthology árið 2011 sem og tónleikaplötuna Quarashi á Nasa sem kom aðeins út stafrænt. Myndbandið má sjá hér fyrir ofan. Það verður líka fyrsta plata sveitarinnar með nýju efni sem rappararnir Höskuldur Ólafsson og Egill „Tiny“ Thorarensen rappa saman á. Tiny gekk einmitt til liðs við sveitina árið 2003 eftir að Hössi hætti. Líklegast verða fimm ný lög á nýju Quarashi plötunni en hún er í vinnslu sem stendur. Búist er við því að hún komi út einhvern tímann á þessu ári.Quarashi á tökustað á þaki turnsins í Borgartúni.Vísir/Sveinn SpeightTilvísun í Wolf of Wall Street„Myndbandið er tilvísun í kvikmyndina Wolf of Wall Street. Hugmyndin var að taka nokkur atriði úr þeirri mynd og gera að okkar eigin. Myndbandið er tekið upp á nokkrum tökustöðum og það tók þrjá daga að skjóta það.“ Myndbandið er allt í svart/hvítu og á meðal tökustaða var þak turnsins í Borgartúni. „Flest atriðin hans Hössa eru skotin þar. Hann var hætt kominn. Hann þurfti að stíga alveg upp á brúnina og var í eitt skiptið kominn nálægt því að detta niður eftir óvænta vindhviðu. Menn fengu hnút í magann en hann var sallarólegur yfir þessu, enda með stáltaugar,“ segir félagi hans Steinar Fjeldsted rappari sem hefur verið með sveitinni frá fyrsta degi. Það voru þeir Samúel Bjarki Pétursson og Gunnar Páll Ólafsson hjá framleiðslufyrirtækinu Skot sem áttu hugmyndina en þeir leikstýra einnig myndbandinu. Þetta er ekki í fyrsta skiptið sem þeir vinna með hljómsveitinni því þeir gerðu einnig myndbandið Race City árið 2003. Tónlist Tengdar fréttir Quarashi endurtekur leikinn í dalnum Rappsveitin Quarashi mun troða upp á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum í ár. 22. mars 2016 06:00 Gera hlutina ávallt eftir sínu höfði Hljómsveitin Quarashi er 20 ára á þessu ári og er með ýmislegt planað til að fagna þeim tímamótum. Sveitin er í tökum á stóru myndbandi við nýtt lag, spilar á Þjóðhátíð og hefur verið að laumast í hljóðverið til að taka upp ný lög. 11. maí 2016 10:00 Mest lesið Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið Silfurrefurinn George Clooney á bak og burt Lífið Tapsár Måns svarar gagnrýnendum fullum hálsi Lífið Leiksigur Ladda Gagnrýni Lá ekki á óvinsælum skoðunum sínum Lífið „Sagði börnunum að vondur maður hefði meitt mömmu“ Áskorun Selur íbúðina og flytur til Eyja Lífið Dóttir Annýjar og Heiðars nefnd í dag Lífið Ungfrú Ísland snýst ekki um fallegustu stelpuna Lífið Stjörnulífið: Skvísuferðir, skvísulæti og ljóskureisa Lífið Fleiri fréttir Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Þessi eru tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna Bein útsending: Tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna Draumurinn rættist að syngja með Bubba Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Sjá meira
Hljómsveitin Quarashi frumsýndi í dag myndband á tónlistarvefnum Albumm.is. Myndbandið er við splunkunýtt lag sem heitir Chigaco. Það mun vera fyrsta lagið sem sveitin sendir frá sér af væntanlegri nýrri breiðskífu sem kemur út á þessu ári. Það verður fyrsta plata sveitarinnar með nýju efni síðan árið 2004. Quarashi gaf út safnplötuna Anthology árið 2011 sem og tónleikaplötuna Quarashi á Nasa sem kom aðeins út stafrænt. Myndbandið má sjá hér fyrir ofan. Það verður líka fyrsta plata sveitarinnar með nýju efni sem rappararnir Höskuldur Ólafsson og Egill „Tiny“ Thorarensen rappa saman á. Tiny gekk einmitt til liðs við sveitina árið 2003 eftir að Hössi hætti. Líklegast verða fimm ný lög á nýju Quarashi plötunni en hún er í vinnslu sem stendur. Búist er við því að hún komi út einhvern tímann á þessu ári.Quarashi á tökustað á þaki turnsins í Borgartúni.Vísir/Sveinn SpeightTilvísun í Wolf of Wall Street„Myndbandið er tilvísun í kvikmyndina Wolf of Wall Street. Hugmyndin var að taka nokkur atriði úr þeirri mynd og gera að okkar eigin. Myndbandið er tekið upp á nokkrum tökustöðum og það tók þrjá daga að skjóta það.“ Myndbandið er allt í svart/hvítu og á meðal tökustaða var þak turnsins í Borgartúni. „Flest atriðin hans Hössa eru skotin þar. Hann var hætt kominn. Hann þurfti að stíga alveg upp á brúnina og var í eitt skiptið kominn nálægt því að detta niður eftir óvænta vindhviðu. Menn fengu hnút í magann en hann var sallarólegur yfir þessu, enda með stáltaugar,“ segir félagi hans Steinar Fjeldsted rappari sem hefur verið með sveitinni frá fyrsta degi. Það voru þeir Samúel Bjarki Pétursson og Gunnar Páll Ólafsson hjá framleiðslufyrirtækinu Skot sem áttu hugmyndina en þeir leikstýra einnig myndbandinu. Þetta er ekki í fyrsta skiptið sem þeir vinna með hljómsveitinni því þeir gerðu einnig myndbandið Race City árið 2003.
Tónlist Tengdar fréttir Quarashi endurtekur leikinn í dalnum Rappsveitin Quarashi mun troða upp á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum í ár. 22. mars 2016 06:00 Gera hlutina ávallt eftir sínu höfði Hljómsveitin Quarashi er 20 ára á þessu ári og er með ýmislegt planað til að fagna þeim tímamótum. Sveitin er í tökum á stóru myndbandi við nýtt lag, spilar á Þjóðhátíð og hefur verið að laumast í hljóðverið til að taka upp ný lög. 11. maí 2016 10:00 Mest lesið Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið Silfurrefurinn George Clooney á bak og burt Lífið Tapsár Måns svarar gagnrýnendum fullum hálsi Lífið Leiksigur Ladda Gagnrýni Lá ekki á óvinsælum skoðunum sínum Lífið „Sagði börnunum að vondur maður hefði meitt mömmu“ Áskorun Selur íbúðina og flytur til Eyja Lífið Dóttir Annýjar og Heiðars nefnd í dag Lífið Ungfrú Ísland snýst ekki um fallegustu stelpuna Lífið Stjörnulífið: Skvísuferðir, skvísulæti og ljóskureisa Lífið Fleiri fréttir Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Þessi eru tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna Bein útsending: Tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna Draumurinn rættist að syngja með Bubba Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Sjá meira
Quarashi endurtekur leikinn í dalnum Rappsveitin Quarashi mun troða upp á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum í ár. 22. mars 2016 06:00
Gera hlutina ávallt eftir sínu höfði Hljómsveitin Quarashi er 20 ára á þessu ári og er með ýmislegt planað til að fagna þeim tímamótum. Sveitin er í tökum á stóru myndbandi við nýtt lag, spilar á Þjóðhátíð og hefur verið að laumast í hljóðverið til að taka upp ný lög. 11. maí 2016 10:00