Ég geri allt nema tónlist Guðrún Jóna Stefánsdóttir skrifar 15. júní 2016 10:00 Sunneva Ása Weisshappel myndlistarkona hlaut Grímuverðlaun fyrr í vikunni fyrir frumraun sína í búningahönnun fyrir leikverkið Njálu. Vís/Eyþór „Ég útskrifaðist úr Listaháskóla Íslands vorið 2013 og sá það strax að mig vantaði vinnustofu, það var þá sem ég stofnaði Algera Studio, vinnustofu fyrir listamenn, residensíu og sýningarrými. Með Algera hef ég staðið fyrir mörgum viðburðum og sýningum bæði hér heima og erlendis, meðal annars á Sequences Art Festival, Menningarnótt, Hávaða, Lunga og List án landamæra,“ segir Sunneva Ása Weisshappel myndlistarkona en hún hlaut Grímuverðlaun fyrr í þessari viku fyrir búningahönnun fyrir leikverkið Njálu í leikstjórn Þorleifs Arnar Arnarssonar.Brynhildur Guðjónsdóttir sem Njáll í verkinu Njála.Mynd/SunnevaEn hvernig kom það til að myndlistarkona var fengin til þess að hanna búninga í leikhúsi? „Þorleifur Örn hringdi bara í mig. Hann spurði hvort ég hefði áhuga á að gera búninga fyrir Njálu, við ákváðum að hittast á fundi á Keflavíkurflugvelli þar sem ég var að fara til Lettlands að vinna og hann á leiðinni til Þýskalands. Eftir fundinn réð hann mig á staðnum. Fyrsta mánuðinn var ég að setja upp sýningu í Marseille svo við tókum Skype-fundi í hverju hádegi. Það sem var svo frábært við Njálu var að allir fengu að koma með hugmyndir, við vorum öll að vinna saman og það var algjört traust og frelsi í sköpuninni,“ segir hún.Njála hlaut tíu Grímuverðlaun.Mynd/SunnevaÞað er óhætt að segja að Sunneva Ása hafi heldur betur stokkið í djúpu laugina, en Njála er frumraun hennar í búningahönnun í leikhúsi. Nú bjóðast henni mörg verkefni hér heima og erlendis. „Það er frábært að vinna með Þorleifi, hann gefur mér mikið traust til þess að skapa. Næstu tvö árin mun ég vinna með honum. Við erum að frumsýna í Oslo National Theatre 8. september verkið Villiöndina og Fjandmenn fólksins, í leikgerð Mikaels Torfasonar og Þorleifs Arnar Arnarssonar. Í beinu framhaldi munum við Þorleifur setja upp Othello í Dresden í Þýskalandi, þar næst er það uppsetning á Hamlet í Hannover og Óperan Siegfried eftir Wagner í Karlsuhe,“ segir Sunneva Ása. Hún kemur til með að vinna bæði sem búningahönnuður og kóreógrafer, en hún stundaði dansnám frá þriggja ára aldri.Búningur fyrir verkið Villiöndina og Fjandmenn fólksins.Mynd/Sunneva.„Ég hef mikið pælt í því hvaðan listsköpun kemur, en mér finnst hún öll koma frá nákvæmlega sama kjarnanum, sama hvort þú ert að koma fram, leika eða búa til búninga. Ég sæki bara einhverja tilfinningu í magann, ég get ekki þrýst einhverju fram og ég get ekki búið það til, ég þarf að bíða eftir að það komi til mín. Mér finnst það ekki skipta máli í hvaða formi listin birtist, þetta er allt sami hluturinn,“ segir Sunneva Ása og bætir við að það eina sem hún hefur ekki lagt fyrir sig hvað varðar listsköpun er tónlist. Mest lesið Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Lífið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Tara Sif og Elfar selja íbúðina Lífið „Það er bara þreytt ef einhver gæi í Húsasmiðjunni er með konunni þinni“ Lífið Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Lífið Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Lífið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Lífið Fleiri fréttir Ragga Sveins snýr aftur til Íslands „Það er bara þreytt ef einhver gæi í Húsasmiðjunni er með konunni þinni“ Tara Sif og Elfar selja íbúðina Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Sjá meira
„Ég útskrifaðist úr Listaháskóla Íslands vorið 2013 og sá það strax að mig vantaði vinnustofu, það var þá sem ég stofnaði Algera Studio, vinnustofu fyrir listamenn, residensíu og sýningarrými. Með Algera hef ég staðið fyrir mörgum viðburðum og sýningum bæði hér heima og erlendis, meðal annars á Sequences Art Festival, Menningarnótt, Hávaða, Lunga og List án landamæra,“ segir Sunneva Ása Weisshappel myndlistarkona en hún hlaut Grímuverðlaun fyrr í þessari viku fyrir búningahönnun fyrir leikverkið Njálu í leikstjórn Þorleifs Arnar Arnarssonar.Brynhildur Guðjónsdóttir sem Njáll í verkinu Njála.Mynd/SunnevaEn hvernig kom það til að myndlistarkona var fengin til þess að hanna búninga í leikhúsi? „Þorleifur Örn hringdi bara í mig. Hann spurði hvort ég hefði áhuga á að gera búninga fyrir Njálu, við ákváðum að hittast á fundi á Keflavíkurflugvelli þar sem ég var að fara til Lettlands að vinna og hann á leiðinni til Þýskalands. Eftir fundinn réð hann mig á staðnum. Fyrsta mánuðinn var ég að setja upp sýningu í Marseille svo við tókum Skype-fundi í hverju hádegi. Það sem var svo frábært við Njálu var að allir fengu að koma með hugmyndir, við vorum öll að vinna saman og það var algjört traust og frelsi í sköpuninni,“ segir hún.Njála hlaut tíu Grímuverðlaun.Mynd/SunnevaÞað er óhætt að segja að Sunneva Ása hafi heldur betur stokkið í djúpu laugina, en Njála er frumraun hennar í búningahönnun í leikhúsi. Nú bjóðast henni mörg verkefni hér heima og erlendis. „Það er frábært að vinna með Þorleifi, hann gefur mér mikið traust til þess að skapa. Næstu tvö árin mun ég vinna með honum. Við erum að frumsýna í Oslo National Theatre 8. september verkið Villiöndina og Fjandmenn fólksins, í leikgerð Mikaels Torfasonar og Þorleifs Arnar Arnarssonar. Í beinu framhaldi munum við Þorleifur setja upp Othello í Dresden í Þýskalandi, þar næst er það uppsetning á Hamlet í Hannover og Óperan Siegfried eftir Wagner í Karlsuhe,“ segir Sunneva Ása. Hún kemur til með að vinna bæði sem búningahönnuður og kóreógrafer, en hún stundaði dansnám frá þriggja ára aldri.Búningur fyrir verkið Villiöndina og Fjandmenn fólksins.Mynd/Sunneva.„Ég hef mikið pælt í því hvaðan listsköpun kemur, en mér finnst hún öll koma frá nákvæmlega sama kjarnanum, sama hvort þú ert að koma fram, leika eða búa til búninga. Ég sæki bara einhverja tilfinningu í magann, ég get ekki þrýst einhverju fram og ég get ekki búið það til, ég þarf að bíða eftir að það komi til mín. Mér finnst það ekki skipta máli í hvaða formi listin birtist, þetta er allt sami hluturinn,“ segir Sunneva Ása og bætir við að það eina sem hún hefur ekki lagt fyrir sig hvað varðar listsköpun er tónlist.
Mest lesið Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Lífið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Tara Sif og Elfar selja íbúðina Lífið „Það er bara þreytt ef einhver gæi í Húsasmiðjunni er með konunni þinni“ Lífið Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Lífið Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Lífið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Lífið Fleiri fréttir Ragga Sveins snýr aftur til Íslands „Það er bara þreytt ef einhver gæi í Húsasmiðjunni er með konunni þinni“ Tara Sif og Elfar selja íbúðina Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Sjá meira