Allir miðar á þennan einstaka viðburð eru uppseldir en aðeins 20 stykki voru í boði. Miðarnir fóru í sölu löngu áður en það var tilkynnt hverjir myndu koma fram.
Jarðfræðingar telja að engin hætta sé á því að gos byrji á meðan á tónleikunum stendur þar sem þar hafi ekki gosið í rúm fjögur þúsund ár.
Þeir aðdáendur Deftones sem vilja sjá sveitina á aðal sviði hátíðarinnar geta enn tryggt sér miða en örfáir miðar eru eftir í sölu.
Hér fyrir neðan má sjá Chino og hljómsveit hans Deftones taka lagið fræga Change í órafmagnaðri útgáfu.
Þetta verður þó ekki í fyrsta skiptið sem hljómsveit spilar ofan í gígnum en íslenska rokksveitin Kaleo tók upp myndband inn í Þríhnjúkagíg í fyrra við lagið vinsæla Way Down We Go.
Það má sjá hér fyrir neðan.