Harley Davidson rafmagnshjól innan 5 ára Finnur Thorlacius skrifar 14. júní 2016 15:02 Harley Davidson rafmagnshjól. Forsvarsmenn mótorhjólaframleiðandans bandaríska Harley Davidson eru að vinna að smíði rafmagnsmótorhjóla og ætlar að koma þeim á markað innan 5 ára. Harley Davidson hefur nú þegar smíðað 40 slík hjól og kynnt þau söluaðilum um Bandaríkin. Þessi hjól hafa enn sem komið er ekki mikla drægni, eða um 80 kílómetra og þar birtist helsti vandi Harley Davidson. Fyrirtækið telur að hjól þeirra þurfi að minnsta kosti að hafa tvöfalda þá drægni til að hjólin verði seljanleg. Með nútíma rafhlöðum yrðu slík hjól æði þung og erfitt er að koma þeim fyrir á hjólunum. Væntingar eru hinsvegar um að með nýrri tækni í smíði rafhlaða verði hægt að koma langdrægari rafhlöðum fyrir á hjólunum. Það eru því ekki einungis bílaframleiðendur sem eru að huga að smíði rafknúinna ökutækja, en vandi mótorhjólaframleiðenda er stærri en bílaframleiðenda þar sem þeir bera með auðveldari hætti þungar rafhlöður. Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Erlent Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Innlent Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Erlent
Forsvarsmenn mótorhjólaframleiðandans bandaríska Harley Davidson eru að vinna að smíði rafmagnsmótorhjóla og ætlar að koma þeim á markað innan 5 ára. Harley Davidson hefur nú þegar smíðað 40 slík hjól og kynnt þau söluaðilum um Bandaríkin. Þessi hjól hafa enn sem komið er ekki mikla drægni, eða um 80 kílómetra og þar birtist helsti vandi Harley Davidson. Fyrirtækið telur að hjól þeirra þurfi að minnsta kosti að hafa tvöfalda þá drægni til að hjólin verði seljanleg. Með nútíma rafhlöðum yrðu slík hjól æði þung og erfitt er að koma þeim fyrir á hjólunum. Væntingar eru hinsvegar um að með nýrri tækni í smíði rafhlaða verði hægt að koma langdrægari rafhlöðum fyrir á hjólunum. Það eru því ekki einungis bílaframleiðendur sem eru að huga að smíði rafknúinna ökutækja, en vandi mótorhjólaframleiðenda er stærri en bílaframleiðenda þar sem þeir bera með auðveldari hætti þungar rafhlöður.
Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Erlent Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Innlent Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Erlent