Sister Sledge leyniatriði Secret Solstice í ár Birgir Örn Steinarsson skrifar 13. júní 2016 10:59 Systurnar Sledge eins og þær líta út í dag. Þær stíga á svið Valhalla á fimmtudag. Vísir/Getty Nýjasta og óvæntasta viðbót við dagskránna á Secret Solstice hátíðinni í ár er diskósveitin Sister Sledge. Systurnar Kim, Debbie og Joni Sledge hafa engu gleymt þrátt fyrir að þrír áratugar séu frá því að þær ruddust fyrst fram á sjónarssviðið með slagaranum og samnefndri breiðskífu „We are Family“. Það var enginn annar en Nile Rodgers úr Chic sem stýrði og útsetti þar. Systurnar munu koma fram á Valhalla eða stóra sviði hátíðarinnar á fimmtudaginn kl. 21:10. Þær voru upphaflega fjórar í sveitinni en Kathy Sledge kemur sjaldan fram með systrum sínum enda á fullu sjálf í hljómsveitinni Aristofreeks. Þær Kim, Debbie og Joni koma fram með vel mannaðri hljómsveit. Þetta verður í annað skiptið sem Sister Sledge heldur tónleika hér á landi en þær spiluðu á Broadway fyrir nokkrum árum síðan.Hefð á Secret SolsticeHefð er fyrir því að hátíðin tilkynni eitt nýtt „leyni“-atriði sömu viku og hátíðin á að hefjast. Eins og allir vita er dagskrá hátíðarinnar stútfull af hiphoppi, rokki og ýmis konar rafsveitum á borð við Radiohead, Die Antwoord, Deftones, M.O.P., Of Monsters and Men og Jamie Jones. Þar sem um hásumar hátíð er að ræða virðist hafa verið vöntun á alvöru diskó og hafa hátíðarhaldarar nú brugðist við því. Það var Ívar Guðmundsson sem greindi fyrst frá þessu á Bylgjunni í morgun en hátíðarhaldarar hafa staðfest framkomu systranna. Klippuna úr þætti hans má heyra hér að ofan. Tónlist Tengdar fréttir Secret Solstice appið komið út: Sjáðu hvenær þitt atriði er að spila Hefð er fyrir því að tónlistarhátíðir sendi frá sér snjallsímaforrit til þess að upplýsa hátíðargesti um ýmis mikilvæg atriði. 9. júní 2016 09:52 Uppsetning vegna Secret Solstice í fullum gangi „Uppsetning er á áætlun og höfum við verið afar heppin með veður sem að hjálpar auðvitað til.“ 12. júní 2016 15:19 Mest lesið Langskemmtilegast að vera alveg sama Tíska og hönnun Ljósavinir fögnuðu í Sjálandi Lífið „Þú veist þú varst að fara að reykja krakk, er það ekki?“ Lífið Miley Cyrus trúlofuð Tónlist Halla fær að koma inn í eldhúsið tvisvar á ári Lífið Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Menning Vann ekki úr nauðguninni og skaddaðist á mænu Lífið Ástin blómstrar hjá Arndísi Önnu og Lindu Lífið Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Menning Fagnaði 35 árum með stæl í Kólumbíu Lífið Fleiri fréttir Miley Cyrus trúlofuð Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Bjallaði í eitt virtasta tónskáld Kasakstan Patti Smith heldur tónleika í Hörpu og Hofi Reggí-risinn Jimmy Cliff allur Lifandi tónlist beint í æð allan ársins hring Hlýja og nánd heima og uppi á sviði Gæsahúð gekk á milli gesta á Stuðmönnum Lög sem mönnum yrði slaufað fyrir í dag Frumsýning á Vísi: Fögnuðu nýjum lífstíl Lítið mál að trylla lýðinn kasólétt Fagnar fimmtugsafmæli með fyrstu tónleikum Ampop í átján ár Tók málin í eigin hendur og stofnaði nýja metal-hátíð á Selfossi Una Torfa heillaði baðgesti upp úr sundskónum Áhrifamikill óður til Grindvíkinga Sjá meira
Nýjasta og óvæntasta viðbót við dagskránna á Secret Solstice hátíðinni í ár er diskósveitin Sister Sledge. Systurnar Kim, Debbie og Joni Sledge hafa engu gleymt þrátt fyrir að þrír áratugar séu frá því að þær ruddust fyrst fram á sjónarssviðið með slagaranum og samnefndri breiðskífu „We are Family“. Það var enginn annar en Nile Rodgers úr Chic sem stýrði og útsetti þar. Systurnar munu koma fram á Valhalla eða stóra sviði hátíðarinnar á fimmtudaginn kl. 21:10. Þær voru upphaflega fjórar í sveitinni en Kathy Sledge kemur sjaldan fram með systrum sínum enda á fullu sjálf í hljómsveitinni Aristofreeks. Þær Kim, Debbie og Joni koma fram með vel mannaðri hljómsveit. Þetta verður í annað skiptið sem Sister Sledge heldur tónleika hér á landi en þær spiluðu á Broadway fyrir nokkrum árum síðan.Hefð á Secret SolsticeHefð er fyrir því að hátíðin tilkynni eitt nýtt „leyni“-atriði sömu viku og hátíðin á að hefjast. Eins og allir vita er dagskrá hátíðarinnar stútfull af hiphoppi, rokki og ýmis konar rafsveitum á borð við Radiohead, Die Antwoord, Deftones, M.O.P., Of Monsters and Men og Jamie Jones. Þar sem um hásumar hátíð er að ræða virðist hafa verið vöntun á alvöru diskó og hafa hátíðarhaldarar nú brugðist við því. Það var Ívar Guðmundsson sem greindi fyrst frá þessu á Bylgjunni í morgun en hátíðarhaldarar hafa staðfest framkomu systranna. Klippuna úr þætti hans má heyra hér að ofan.
Tónlist Tengdar fréttir Secret Solstice appið komið út: Sjáðu hvenær þitt atriði er að spila Hefð er fyrir því að tónlistarhátíðir sendi frá sér snjallsímaforrit til þess að upplýsa hátíðargesti um ýmis mikilvæg atriði. 9. júní 2016 09:52 Uppsetning vegna Secret Solstice í fullum gangi „Uppsetning er á áætlun og höfum við verið afar heppin með veður sem að hjálpar auðvitað til.“ 12. júní 2016 15:19 Mest lesið Langskemmtilegast að vera alveg sama Tíska og hönnun Ljósavinir fögnuðu í Sjálandi Lífið „Þú veist þú varst að fara að reykja krakk, er það ekki?“ Lífið Miley Cyrus trúlofuð Tónlist Halla fær að koma inn í eldhúsið tvisvar á ári Lífið Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Menning Vann ekki úr nauðguninni og skaddaðist á mænu Lífið Ástin blómstrar hjá Arndísi Önnu og Lindu Lífið Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Menning Fagnaði 35 árum með stæl í Kólumbíu Lífið Fleiri fréttir Miley Cyrus trúlofuð Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Bjallaði í eitt virtasta tónskáld Kasakstan Patti Smith heldur tónleika í Hörpu og Hofi Reggí-risinn Jimmy Cliff allur Lifandi tónlist beint í æð allan ársins hring Hlýja og nánd heima og uppi á sviði Gæsahúð gekk á milli gesta á Stuðmönnum Lög sem mönnum yrði slaufað fyrir í dag Frumsýning á Vísi: Fögnuðu nýjum lífstíl Lítið mál að trylla lýðinn kasólétt Fagnar fimmtugsafmæli með fyrstu tónleikum Ampop í átján ár Tók málin í eigin hendur og stofnaði nýja metal-hátíð á Selfossi Una Torfa heillaði baðgesti upp úr sundskónum Áhrifamikill óður til Grindvíkinga Sjá meira
Secret Solstice appið komið út: Sjáðu hvenær þitt atriði er að spila Hefð er fyrir því að tónlistarhátíðir sendi frá sér snjallsímaforrit til þess að upplýsa hátíðargesti um ýmis mikilvæg atriði. 9. júní 2016 09:52
Uppsetning vegna Secret Solstice í fullum gangi „Uppsetning er á áætlun og höfum við verið afar heppin með veður sem að hjálpar auðvitað til.“ 12. júní 2016 15:19