Löggan í LA fær 100 BMW i3 rafmagnsbíla Finnur Thorlacius skrifar 10. júní 2016 13:42 BMW i3 lögreglubíll í Los Angeles. Ráðamenn í Kaliforníuríki í Bandaríkjunum erum þekktir fyrir að gera allt sem í þeirra valdi stendur til að stuðla að umhverfisvernd og þar eru hæstu endurgreiðslur til þeirra sem kaupa umhverfisvæna bíla í landinu. Það kemur því ef til vill ekki á óvart að lögreglan í Los Angeles hafi tekið í sína þjónustu 100 rafmagnsbíla og það af gerðinni BMW i3. Þeir munu þjóna lögreglunni í þeim störfum sem ekki teljast til neyðartilfella. Borgarstjórinn í Los Angeles, Eric Garcetti segir að kaupin á bílunum sé lýsandi fyrir hvað hið opinbera getur gert til að stuðla að umhverfisvernd og í leiðinni leiða þá þróun í landinu. Í leiðinni segir hann að lögreglan spari umtalsverða fjármuni því ódýrara sé að reka þessa bíla heldur en þá sem fyrir voru og voru í formi bíla með brunavélar. Fyrir á lögreglan í Los Angeles Tesla Model S bíla sem notaðir eru í sama tilgangi. Bílarnir frá BMW eru sérútbúnir fyrir lögregluna og hefur BMW sett upp hraðhleðslustöðvar fyrir þá í lögreglustöðvum borgarinnar. Mest lesið Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Innlent Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Rannsaka mannslát í Kópavogi Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Þjóðkirkjan kynnir nýtt merki og vefsíðu Innlent Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Erlent Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Erlent Þórhildur Sunna mótmælti með Grétu Thunberg Innlent Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Innlent Grunaður um rosalega brotahrinu í aðdraganda hraðbankaþjófnaðarins Innlent
Ráðamenn í Kaliforníuríki í Bandaríkjunum erum þekktir fyrir að gera allt sem í þeirra valdi stendur til að stuðla að umhverfisvernd og þar eru hæstu endurgreiðslur til þeirra sem kaupa umhverfisvæna bíla í landinu. Það kemur því ef til vill ekki á óvart að lögreglan í Los Angeles hafi tekið í sína þjónustu 100 rafmagnsbíla og það af gerðinni BMW i3. Þeir munu þjóna lögreglunni í þeim störfum sem ekki teljast til neyðartilfella. Borgarstjórinn í Los Angeles, Eric Garcetti segir að kaupin á bílunum sé lýsandi fyrir hvað hið opinbera getur gert til að stuðla að umhverfisvernd og í leiðinni leiða þá þróun í landinu. Í leiðinni segir hann að lögreglan spari umtalsverða fjármuni því ódýrara sé að reka þessa bíla heldur en þá sem fyrir voru og voru í formi bíla með brunavélar. Fyrir á lögreglan í Los Angeles Tesla Model S bíla sem notaðir eru í sama tilgangi. Bílarnir frá BMW eru sérútbúnir fyrir lögregluna og hefur BMW sett upp hraðhleðslustöðvar fyrir þá í lögreglustöðvum borgarinnar.
Mest lesið Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Innlent Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Rannsaka mannslát í Kópavogi Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Þjóðkirkjan kynnir nýtt merki og vefsíðu Innlent Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Erlent Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Erlent Þórhildur Sunna mótmælti með Grétu Thunberg Innlent Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Innlent Grunaður um rosalega brotahrinu í aðdraganda hraðbankaþjófnaðarins Innlent