Verðandi Börsungur spilar líklega sinn fyrsta landsleik á móti Íslandi Tómas Þór Þórðarson skrifar 30. júní 2016 07:30 Samuel Umtiti er einn af efnilegri varnarmönnum Evrópu í dag. vísir/getty Vegna miðvarðavandræða í franska landsliðinu mun 22 ára gamall leikmaður Lyon að öllum líkindum spila sinn fyrsta landsleik á móti Íslandi í átta liða úrslitum EM 2016 á Stade de France á sunnudagskvöldið. Skömmu eftir það mun hann svo ganga í raðir Barcelona. Drengurinn sem um ræðir heitir Samuel Umtiti. Hann er fæddur í Kamerún en er með franskt ríkisfang og hefur spilað fyrir Lyon síðan hann var átta ára gamall. Hann er búinn að vera fastamaður í aðalliði Lyon í fjögur ár eða síðan hann var 18 ára. Franska landsliðið var í vandræðum með miðverði fyrir mótið vegna meiðsla og nú er Adil Rami, þrítugur leikmaður Evrópudeildarmeistara Sevilla, kominn með tvö gul spjöld og verður í leikbanni á móti Íslandi. Það eru góð tíðindi fyrir okkar menn, en að margra mati hafa fáir spilað betur en Rami fyrir Frakkland á mótinu. Umtiti var valinn í franska landsliðshópinn þrátt fyrir að hafa aldrei spilað leik fyrir A-liðið en hann á að baki samtals 47 leiki fyrir öll yngri landslið Frakklands.Samuel Umtiti reynir að stöðva Zlatan Ibrahimovic í leik í frönsku 1. deildinni.vísir/gettyÁ leið til Barcelona Þessi ungi miðvörður mun væntanlega upplifa draum sinn að spila fyrir franska landsliðið gegn strákunum okkar á sunnudaginn en ekki er langt þar til hann fær annan draum uppfylltan; að spila fyrir Barcelona. Jean-Michel Aulas, forseti Lyon, greindi frá því í viðtali við RMC Sport í gær að Barcelona og franska félagið væru búin að komast að samkomulagi um 30 milljóna evra kaupverð á Umtiti. Samningaviðræður hafa staðið yfir í smá tíma en Luis Enrique, þjálfari Barcelona hefur haft augastað á Frakkanum í nokkra mánuði. „Ég lofaði Samuel að ef hann fengi að spila fyrir draumafélagið sitt mætti hann fara. Það sama gerðum við fyrir Benzema þegar hann fór til Real Madrid. Samuel einbeitir sér að franska landsliðinu núna, en ef allir þrír aðilar komast að sáttum er það vel mögulegt að hann yfirgefi okkur,“ sagði Jean-Michel Aulas.Ekki missa af neinu sem gerist á EM í Frakklandi. Vísir er með hóp fjölmiðlamanna á mótinu sem færa ykkur allar nýjustu fréttirnar af strákunum okkar. Fylgdu okkur á Facebook, Twitter og Snapchat (sport365). EM 2016 í Frakklandi Mest lesið „Fannst slakt að fá skilaboðin í gegnum messenger“ Fótbolti Árni Gautur glímir við erfiðan taugahrörnunarsjúkdóm Fótbolti „Að tapa fjórum leikjum í röð hefur án vafa áhrif á liðið“ Fótbolti Hákon áfram á skotskónum hjá Lille Fótbolti Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Íslenski boltinn Kevin Durant semur við Rockets til tveggja ára Körfubolti Sjáðu allt það helsta úr frægðarför United til Liverpool Fótbolti „Alls ekki góður leikur en mér er skítsama“ Fótbolti Dagskráin í dag: Fótboltinn á sviðið Sport Dagskráin í dag: Stórleikur í enska boltanum Sport Fleiri fréttir „Að tapa fjórum leikjum í röð hefur án vafa áhrif á liðið“ „Fannst slakt að fá skilaboðin í gegnum messenger“ Árni Gautur glímir við erfiðan taugahrörnunarsjúkdóm Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Hákon áfram á skotskónum hjá Lille Sjáðu allt það helsta úr frægðarför United til Liverpool „Virkilega góður dagur fyrir KA“ „Alls ekki góður leikur en mér er skítsama“ Mbappé mætti og kláraði Getafe Rafael Leao afgreiddi Albert og félaga Uppgjörið: KR - ÍBV 2-1| Einum sigri í viðbót frá því að bjarga sér Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Jöfnunarmark á lokasekúndunum Sandra María með sex mörk í síðustu fimm leikjum Uppgjörið: KA - ÍA 5-1 | Skagamenn fengu á baukinn en eru hólpnir Víti í uppbótartíma í súginn og Genoa enn án sigurs Dramatískur endurkomusigur United Þriðji deildarsigur Villa í röð Hárnákvæm fyrirgjöf Loga skilaði marki Unnið alla deildarleikina með Örnu í byrjunarliðinu Unnu fyrsta sigurinn á Juventus í 73 ár Hildur á skotskónum gegn Sevilla Mancini og Dyche á óskalista Forest Botnar ekkert í því af hverju Birta er ekki í landsliðinu Ronaldo kenndi IShowSpeed að taka víkingaklappið Sjáðu mörkin úr lokaumferðinni og meistarasyrpu Breiðabliks Sjáðu myndirnar þegar Blikar lyftu bikarnum á loft Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í dag „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Sjá meira
Vegna miðvarðavandræða í franska landsliðinu mun 22 ára gamall leikmaður Lyon að öllum líkindum spila sinn fyrsta landsleik á móti Íslandi í átta liða úrslitum EM 2016 á Stade de France á sunnudagskvöldið. Skömmu eftir það mun hann svo ganga í raðir Barcelona. Drengurinn sem um ræðir heitir Samuel Umtiti. Hann er fæddur í Kamerún en er með franskt ríkisfang og hefur spilað fyrir Lyon síðan hann var átta ára gamall. Hann er búinn að vera fastamaður í aðalliði Lyon í fjögur ár eða síðan hann var 18 ára. Franska landsliðið var í vandræðum með miðverði fyrir mótið vegna meiðsla og nú er Adil Rami, þrítugur leikmaður Evrópudeildarmeistara Sevilla, kominn með tvö gul spjöld og verður í leikbanni á móti Íslandi. Það eru góð tíðindi fyrir okkar menn, en að margra mati hafa fáir spilað betur en Rami fyrir Frakkland á mótinu. Umtiti var valinn í franska landsliðshópinn þrátt fyrir að hafa aldrei spilað leik fyrir A-liðið en hann á að baki samtals 47 leiki fyrir öll yngri landslið Frakklands.Samuel Umtiti reynir að stöðva Zlatan Ibrahimovic í leik í frönsku 1. deildinni.vísir/gettyÁ leið til Barcelona Þessi ungi miðvörður mun væntanlega upplifa draum sinn að spila fyrir franska landsliðið gegn strákunum okkar á sunnudaginn en ekki er langt þar til hann fær annan draum uppfylltan; að spila fyrir Barcelona. Jean-Michel Aulas, forseti Lyon, greindi frá því í viðtali við RMC Sport í gær að Barcelona og franska félagið væru búin að komast að samkomulagi um 30 milljóna evra kaupverð á Umtiti. Samningaviðræður hafa staðið yfir í smá tíma en Luis Enrique, þjálfari Barcelona hefur haft augastað á Frakkanum í nokkra mánuði. „Ég lofaði Samuel að ef hann fengi að spila fyrir draumafélagið sitt mætti hann fara. Það sama gerðum við fyrir Benzema þegar hann fór til Real Madrid. Samuel einbeitir sér að franska landsliðinu núna, en ef allir þrír aðilar komast að sáttum er það vel mögulegt að hann yfirgefi okkur,“ sagði Jean-Michel Aulas.Ekki missa af neinu sem gerist á EM í Frakklandi. Vísir er með hóp fjölmiðlamanna á mótinu sem færa ykkur allar nýjustu fréttirnar af strákunum okkar. Fylgdu okkur á Facebook, Twitter og Snapchat (sport365).
EM 2016 í Frakklandi Mest lesið „Fannst slakt að fá skilaboðin í gegnum messenger“ Fótbolti Árni Gautur glímir við erfiðan taugahrörnunarsjúkdóm Fótbolti „Að tapa fjórum leikjum í röð hefur án vafa áhrif á liðið“ Fótbolti Hákon áfram á skotskónum hjá Lille Fótbolti Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Íslenski boltinn Kevin Durant semur við Rockets til tveggja ára Körfubolti Sjáðu allt það helsta úr frægðarför United til Liverpool Fótbolti „Alls ekki góður leikur en mér er skítsama“ Fótbolti Dagskráin í dag: Fótboltinn á sviðið Sport Dagskráin í dag: Stórleikur í enska boltanum Sport Fleiri fréttir „Að tapa fjórum leikjum í röð hefur án vafa áhrif á liðið“ „Fannst slakt að fá skilaboðin í gegnum messenger“ Árni Gautur glímir við erfiðan taugahrörnunarsjúkdóm Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Hákon áfram á skotskónum hjá Lille Sjáðu allt það helsta úr frægðarför United til Liverpool „Virkilega góður dagur fyrir KA“ „Alls ekki góður leikur en mér er skítsama“ Mbappé mætti og kláraði Getafe Rafael Leao afgreiddi Albert og félaga Uppgjörið: KR - ÍBV 2-1| Einum sigri í viðbót frá því að bjarga sér Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Jöfnunarmark á lokasekúndunum Sandra María með sex mörk í síðustu fimm leikjum Uppgjörið: KA - ÍA 5-1 | Skagamenn fengu á baukinn en eru hólpnir Víti í uppbótartíma í súginn og Genoa enn án sigurs Dramatískur endurkomusigur United Þriðji deildarsigur Villa í röð Hárnákvæm fyrirgjöf Loga skilaði marki Unnið alla deildarleikina með Örnu í byrjunarliðinu Unnu fyrsta sigurinn á Juventus í 73 ár Hildur á skotskónum gegn Sevilla Mancini og Dyche á óskalista Forest Botnar ekkert í því af hverju Birta er ekki í landsliðinu Ronaldo kenndi IShowSpeed að taka víkingaklappið Sjáðu mörkin úr lokaumferðinni og meistarasyrpu Breiðabliks Sjáðu myndirnar þegar Blikar lyftu bikarnum á loft Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í dag „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Sjá meira