Lífið

Ó­keypis í fót­bolta­golf fyrir þá sem mæta í lands­liðs­treyju

Tinni Sveinsson skrifar
 „Okkur langaði til að gera eitthvað í tilefni af frábærum árangri strákanna okkar í Frakklandi. Ekki síst vegna þess að Eiður Smári og Alfreð opnuðu fótboltagolfið hjá okkur í fyrra,“ segir Eyþór Guðjónsson, eigandi Skemmtigarðsins í Grafarvogi.

Þeir sem mæta í íslenskri landsliðstreyju í Skemmtigarðinn milli klukkan 16 og 22 í kvöld fá að spila ókeypis í fótboltagolfi og minigolfi.

„Fótboltagolfið er búið að slá í gegn síðan við opnuðum það. Meðal annars vegna þess að það er eins og keila, allir geta spilað það og skemmt sér vel. Þetta er skemmtileg afþreying sem hentar fyrir bæði kyn, allan aldur, hópa sem og einstaklinga,“ segir Eyþór.

Fótboltagolf hefur notið vinsælda um allan heim undanfarin ár. Allt upp í sex geta spilað saman í hverri braut. Hver keppandi fær einn fótbolta, stillir honum upp og sparkar honum með fram brautinni. Sá sigrar sem fer brautirnar í fæstum spörkum en nánari upplýsingar og reglur má finna hér.

Alfreð Finnbogason tekur teigskot á fyrstu braut. Hann opnaði fótboltagolfið í Skemmtigarðinum í fyrra ásamt Eiði Smára.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.