Viðskipti voru stöðvuð með hlutabréf í bresku bönkunum Barclays og Royal Bank of Scotland á hlutabréfamarkaðnum í London eftir gríðarlegar lækkanir.
Gengi bréfa Barclays hafði lækkað um 10,3 prósent og bréfa RBS um 15 prósent sem leiddi til stöðvunar viðskipta þar sem um var að ræða meira en átta prósent lækkun. Viðskipti stöðvuðust í fimm mínútur en hófust svo á ný.
Hlutabréfin hafa lækkað um rúmlega 13 prósent í dag hjá Barclays klukkan 10.40 á íslenskum tíma og hjá RBS um tæplega 16 prósent i dag.
Hlutabréf í öðrum breskum bönkum hafa hrunið í morgun. Gengi bréfa Lloyds hafa lækkað um tæplega níu prósent það sem af er degi.
Hlutabréfahrun í breskum bönkum

Tengdar fréttir

HSBC flytur þúsund störf til Parísar
Í kjölfar niðurstöðu Brexit kosninganna mun bankinn flytja fjölda starfa frá Bretlandi.

Reyna að koma í veg fyrir Brexit
Milljónir Breta krefjast annarra kosninga um áframhaldandi viðveru Bretlands í Evrópusambandinu. Æðsti ráðherra Skotlands íhugar að beita neitunarvaldi gegn Brexit.

Hlutabréf í bílafyrirtækjum hríðfalla í kjölfar Brexit
Hlutabréf Fiat Chrysler féllu um 12,3%, Toyota um 8,6% og Nissan um 8,1%.