Hlutabréf í bílafyrirtækjum hríðfalla í kjölfar Brexit Finnur Thorlacius skrifar 27. júní 2016 09:26 Hlutabréfaverð í mörgum bílafyrirtækjum hafa hríðfallið í kjölfar Brexit. Þau eru ýmis áhrifin sem tilvonandi brotthvarf Bretlands úr Evrópusambandinu hafa. Miklar hræringar hafa orðið á hlutabréfamörkuðum síðan úrslitin voru kunn og hafa bílaframleiðendur heimsins ekki farið varhluta af því. Miklar lækkanir hafa orðið hjá þeim flestum og Fiat Chrysler Automobiles orðið harðast úti en hlutabréf þess féllu um 12,3%. Hlutabréf Toyota féllu um 8,6%, Nissan um 8,1%, Ford um 5,9%, Volkswagen um 5,5%, Honda um 4,5%, General Motors 3,8%, Tesla um 1,8% og Hyundai um 1,0%. Það eru því alls ekki bara í breskum bílafyrirtækjum sem hlutabréf hafa lækkað, en mörg þau bílafyrirtæki sem framleiða bíla í Bretlandi eru erlend og flest bresku bílamerkin eru í eigu annarra erlendra bílaframleiðenda. Hlutabréf í mörgum stórum fyrirtækjum sem selja íhluti í bíla féllu einnig hressilega og dæmi um það eru BorgWarner (-10,2%), Tenneco (10,5%) Delphi (10,6%) og Penske (10,2%). Brexit Mest lesið Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Erlent Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Erlent Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Innlent
Þau eru ýmis áhrifin sem tilvonandi brotthvarf Bretlands úr Evrópusambandinu hafa. Miklar hræringar hafa orðið á hlutabréfamörkuðum síðan úrslitin voru kunn og hafa bílaframleiðendur heimsins ekki farið varhluta af því. Miklar lækkanir hafa orðið hjá þeim flestum og Fiat Chrysler Automobiles orðið harðast úti en hlutabréf þess féllu um 12,3%. Hlutabréf Toyota féllu um 8,6%, Nissan um 8,1%, Ford um 5,9%, Volkswagen um 5,5%, Honda um 4,5%, General Motors 3,8%, Tesla um 1,8% og Hyundai um 1,0%. Það eru því alls ekki bara í breskum bílafyrirtækjum sem hlutabréf hafa lækkað, en mörg þau bílafyrirtæki sem framleiða bíla í Bretlandi eru erlend og flest bresku bílamerkin eru í eigu annarra erlendra bílaframleiðenda. Hlutabréf í mörgum stórum fyrirtækjum sem selja íhluti í bíla féllu einnig hressilega og dæmi um það eru BorgWarner (-10,2%), Tenneco (10,5%) Delphi (10,6%) og Penske (10,2%).
Brexit Mest lesið Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Erlent Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Erlent Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Innlent