Sigmundur Davíð segir útgöngu Breta úr ESB upphaf að enn meiri breytingum Bjarki Ármannsson skrifar 24. júní 2016 09:43 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, segir útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu upphaf að enn meiri breytingum. Vísir/Einar Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, segir útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu upphaf að enn meiri breytingum. Íslendingar ættu í kjölfar útgöngunnar að hafa forgöngu um að nálgast Bretland og sýna að vilji okkar standi til að viðhalda góðu samstarfi. Sem kunnugt er, ákváðu Bretar í þjóðaratkvæðagreiðslu í gær að ganga úr Evrópusambandinu eftir 43 ára veru. Rúmlega sextán milljónir greiddu atkvæði með því að ganga úr sambandinu en rúmlega sautján milljónir með því að fara. Sigmundur Davíð tjáir sig um málið á Facebook-síðu sinni og segir það söguleg tíðindi. Hann segist lengi hafa haft áhyggjur af eðli og þróun Evrópusambandsins. „Þetta er líka sögulegur viðburður vegna þess sem hann segir okkur um þróun stjórnmála á Vesturlöndum og vegna þess að þetta er upphafið að enn meiri breytingum,“ skrifar Sigmundur Davíð. „Ég kveið árinu 1992 vegna þess að það ár stóð til að undirrita Maastricht-sáttmálann. Það gekk eftir og grunnur var lagður að evrunni og annarri samrunaþróun, sem að mínu mati var og er hættuleg.“ Sigmundur segist sérstaklega hafa haft áhyggjur af veru Bretlands í Evrópusambandinu, sem hann segir aldrei hafa passað þar inn. Nú í kjölfar atkvæðagreiðslunnar skipti það alla miklu máli að það gangi vel að vinda ofan af áformum um aukið yfirþjóðlegt vald. Um leið þurfi þó að takast að standa vörð um samvinnu Evrópulanda og þar geti Ísland gegnt mikilvægu hlutverki. „Við bárum gæfu til að hverfa frá áformum um að ganga í ESB,“ skrifar hann. „Nú ættum við að hafa forgöngu um að nálgast Bretland fyrir okkar hönd og EFTA og sýna strax að vilji okkar standi til að viðhalda góðu samstarfi og byggja til framtíðar á góðri samvinnu og viðskiptum sjálfstæðra ríkja.“Færslu Sigmundar Davíðs í heild sinni má lesa hér að neðan. Brexit Tengdar fréttir David Cameron segir af sér David Cameron forsætisráðherra Bretlands ætlar að segja af sér í ljósi niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðslunnar sem fram fór í gær þar sem Bretar ákváðu að segja sig úr Evrópusambandinu. Cameron sagði í yfirlýsinu nú fyrir stundu að hann muni hverfa úr embætti forsætisráðherra fyrir næsta flokksþing Íhaldsflokksins í október næstkomandi. 24. júní 2016 07:30 Bretar kjósa að yfirgefa ESB Bretar hafa ákveðið að yfirgefa Evrópusambandið eftir 43 ára veru í sambandinu eftir sögulegar kosningar sem vafalaust munu hafa víðtækar afleiðingar. 24. júní 2016 06:30 Mest lesið Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Erlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Innlent Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Erlent Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Innlent Fleiri fréttir Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Sjá meira
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, segir útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu upphaf að enn meiri breytingum. Íslendingar ættu í kjölfar útgöngunnar að hafa forgöngu um að nálgast Bretland og sýna að vilji okkar standi til að viðhalda góðu samstarfi. Sem kunnugt er, ákváðu Bretar í þjóðaratkvæðagreiðslu í gær að ganga úr Evrópusambandinu eftir 43 ára veru. Rúmlega sextán milljónir greiddu atkvæði með því að ganga úr sambandinu en rúmlega sautján milljónir með því að fara. Sigmundur Davíð tjáir sig um málið á Facebook-síðu sinni og segir það söguleg tíðindi. Hann segist lengi hafa haft áhyggjur af eðli og þróun Evrópusambandsins. „Þetta er líka sögulegur viðburður vegna þess sem hann segir okkur um þróun stjórnmála á Vesturlöndum og vegna þess að þetta er upphafið að enn meiri breytingum,“ skrifar Sigmundur Davíð. „Ég kveið árinu 1992 vegna þess að það ár stóð til að undirrita Maastricht-sáttmálann. Það gekk eftir og grunnur var lagður að evrunni og annarri samrunaþróun, sem að mínu mati var og er hættuleg.“ Sigmundur segist sérstaklega hafa haft áhyggjur af veru Bretlands í Evrópusambandinu, sem hann segir aldrei hafa passað þar inn. Nú í kjölfar atkvæðagreiðslunnar skipti það alla miklu máli að það gangi vel að vinda ofan af áformum um aukið yfirþjóðlegt vald. Um leið þurfi þó að takast að standa vörð um samvinnu Evrópulanda og þar geti Ísland gegnt mikilvægu hlutverki. „Við bárum gæfu til að hverfa frá áformum um að ganga í ESB,“ skrifar hann. „Nú ættum við að hafa forgöngu um að nálgast Bretland fyrir okkar hönd og EFTA og sýna strax að vilji okkar standi til að viðhalda góðu samstarfi og byggja til framtíðar á góðri samvinnu og viðskiptum sjálfstæðra ríkja.“Færslu Sigmundar Davíðs í heild sinni má lesa hér að neðan.
Brexit Tengdar fréttir David Cameron segir af sér David Cameron forsætisráðherra Bretlands ætlar að segja af sér í ljósi niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðslunnar sem fram fór í gær þar sem Bretar ákváðu að segja sig úr Evrópusambandinu. Cameron sagði í yfirlýsinu nú fyrir stundu að hann muni hverfa úr embætti forsætisráðherra fyrir næsta flokksþing Íhaldsflokksins í október næstkomandi. 24. júní 2016 07:30 Bretar kjósa að yfirgefa ESB Bretar hafa ákveðið að yfirgefa Evrópusambandið eftir 43 ára veru í sambandinu eftir sögulegar kosningar sem vafalaust munu hafa víðtækar afleiðingar. 24. júní 2016 06:30 Mest lesið Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Erlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Innlent Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Erlent Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Innlent Fleiri fréttir Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Sjá meira
David Cameron segir af sér David Cameron forsætisráðherra Bretlands ætlar að segja af sér í ljósi niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðslunnar sem fram fór í gær þar sem Bretar ákváðu að segja sig úr Evrópusambandinu. Cameron sagði í yfirlýsinu nú fyrir stundu að hann muni hverfa úr embætti forsætisráðherra fyrir næsta flokksþing Íhaldsflokksins í október næstkomandi. 24. júní 2016 07:30
Bretar kjósa að yfirgefa ESB Bretar hafa ákveðið að yfirgefa Evrópusambandið eftir 43 ára veru í sambandinu eftir sögulegar kosningar sem vafalaust munu hafa víðtækar afleiðingar. 24. júní 2016 06:30