Rammfalskt en fagurt Jónas Sen skrifar 24. júní 2016 10:00 "Bjarni Frímann spilaði hana af vandvirkni og næmleika sem notalegt var að upplifa.“ Vísir/Stefán Tónlist Kammertónleikar Norðurljós í Hörpu laugardaginn 18. júní Verk eftir Ives, Cage, Bartók og Crumb. Flytjendur: Jerome Lowenthal, Ursula Oppens, Bjarni Frímann Bjarnason, Anna Guðný Guðmundsdóttir, Steef van Oosterhout og Pétur Grétarsson. Bandaríska tónskáldið Charles Ives samdi þrjú sérkennileg verk fyrir tvö píanó þar sem kvarttónar koma við sögu. Fyrir þá sem ekki vita þá er bilið á milli tveggja nótna á hljómborði hlið við hlið kallað hálftónsbil. En ef það væri önnur nóta á milli nótnanna tveggja, þá væri það kvarttónsbil. Í þessum þremur verkum Ives er annað píanóið stillt kvarttóni fyrir neðan hitt. Þegar spilað er á bæði hljóðfærin í einu er samhljómurinn á milli þeirra rammfalskur. Í tónlistinni er hið falska þó sá litur sem allt snýst um, tungumál tónskáldsins. Venjulega þykir falskt píanó hljóma illa, en hér er ljótleikinn notaður til að búa til stórbrotna fegurð. Verkin þrjú voru upphafsatriði tónleika Reykjavík Midsummer Music hátíðarinnar á laugardagskvöldið í Norðurljósum í Hörpu. Ursula Oppens og Jerome Lowenthal léku á flyglana. Spilamennskan var hárnákvæm og litrík, samhljómurinn skemmtilega annarlegur. Til gamans má geta að eiginkona Ives hét Harmony, sem þýðir samhljómur! Næst á dagskrá var stutt kvikmynd um myndhöggvarann Alexander Calder, sem varð frægur fyrir að búa til gríðarlega flókna óróa. Bjarni Frímann Bjarnason lék á svokallað „prepared“ píanó undir myndinni. Það þýðir að alls konar dót hafði verið sett á strengina; skrúfur, gúmmíhringir og reglustikur. Tónlistin var eftir John Cage, hún var draumkennd og tímalaus. Bjarni Frímann spilaði hana af vandvirkni og næmleika sem notalegt var að upplifa. Síðast fyrir hlé var Out of Doors fyrir píanó eftir Béla Bartók. Þar er innblásturinn fenginn frá alls konar náttúruhljóðum, þar á meðal skordýrum. Tónlistin er yfirleitt dularfull. Síðasti kaflinn er þó miklu úthverfari, hann er sérdeilis glæsilegur, gífurlega hraður og spennandi. Jerome Lowenthal lék á píanóið. Hann gerði það af öryggi, spilamennskan var fáguð og margbreytileg. Fjórði kaflinn, Næturtónlist, var t.d. skemmtilega spúkí. Helst mátti finna að síðasta kaflanum, sem var heldur loðinn, hann hefði að ósekju mátt vera meitlaðri og snarpari. Að lokum var leikið magnað verk eftir George Crumb, Makrokosmos III: Music For a Summer Evening. Það var flutt af píanóleikurunum Ursulu Oppens og Önnu Guðnýju Guðmundsdóttur, einnig slagverksleikurunum Steef van Oosterhout og Pétri Grétarssyni. Þetta er ákaflega margbrotin tónlist, allt frá gríðarlega afstrakt tónarunum og hljómum yfir í ofureinfalt stef sem er endurtekið í sífellu. Erfitt er að segja um hvað hún fjallar, en hún hefur á sér frumspekilegt yfirbragð þar sem goðsagnir og trans koma við sögu. Flutningurinn var meistaralegur. Píanóleikurinn var í senn áleitinn og blæbrigðaríkur, slagverkið ótrúlega fjölskrúðugt. Tónlistin var tilfinningaþrungið ferðalag frá myrkri yfir í ljós, óróa yfir í frið, sorg yfir í gleði – og það var einhvern veginn allt þar á milli. Þetta var stórfengleg upplifun sem lengi verður í minnum höfð.Niðurstaða: Skemmtilegir tónleikar þar sem meðal annars var sýnd óvanaleg hlið á píanóinu. Menning Mest lesið Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Lífið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Lífið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Lífið Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Fleiri fréttir Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira
Tónlist Kammertónleikar Norðurljós í Hörpu laugardaginn 18. júní Verk eftir Ives, Cage, Bartók og Crumb. Flytjendur: Jerome Lowenthal, Ursula Oppens, Bjarni Frímann Bjarnason, Anna Guðný Guðmundsdóttir, Steef van Oosterhout og Pétur Grétarsson. Bandaríska tónskáldið Charles Ives samdi þrjú sérkennileg verk fyrir tvö píanó þar sem kvarttónar koma við sögu. Fyrir þá sem ekki vita þá er bilið á milli tveggja nótna á hljómborði hlið við hlið kallað hálftónsbil. En ef það væri önnur nóta á milli nótnanna tveggja, þá væri það kvarttónsbil. Í þessum þremur verkum Ives er annað píanóið stillt kvarttóni fyrir neðan hitt. Þegar spilað er á bæði hljóðfærin í einu er samhljómurinn á milli þeirra rammfalskur. Í tónlistinni er hið falska þó sá litur sem allt snýst um, tungumál tónskáldsins. Venjulega þykir falskt píanó hljóma illa, en hér er ljótleikinn notaður til að búa til stórbrotna fegurð. Verkin þrjú voru upphafsatriði tónleika Reykjavík Midsummer Music hátíðarinnar á laugardagskvöldið í Norðurljósum í Hörpu. Ursula Oppens og Jerome Lowenthal léku á flyglana. Spilamennskan var hárnákvæm og litrík, samhljómurinn skemmtilega annarlegur. Til gamans má geta að eiginkona Ives hét Harmony, sem þýðir samhljómur! Næst á dagskrá var stutt kvikmynd um myndhöggvarann Alexander Calder, sem varð frægur fyrir að búa til gríðarlega flókna óróa. Bjarni Frímann Bjarnason lék á svokallað „prepared“ píanó undir myndinni. Það þýðir að alls konar dót hafði verið sett á strengina; skrúfur, gúmmíhringir og reglustikur. Tónlistin var eftir John Cage, hún var draumkennd og tímalaus. Bjarni Frímann spilaði hana af vandvirkni og næmleika sem notalegt var að upplifa. Síðast fyrir hlé var Out of Doors fyrir píanó eftir Béla Bartók. Þar er innblásturinn fenginn frá alls konar náttúruhljóðum, þar á meðal skordýrum. Tónlistin er yfirleitt dularfull. Síðasti kaflinn er þó miklu úthverfari, hann er sérdeilis glæsilegur, gífurlega hraður og spennandi. Jerome Lowenthal lék á píanóið. Hann gerði það af öryggi, spilamennskan var fáguð og margbreytileg. Fjórði kaflinn, Næturtónlist, var t.d. skemmtilega spúkí. Helst mátti finna að síðasta kaflanum, sem var heldur loðinn, hann hefði að ósekju mátt vera meitlaðri og snarpari. Að lokum var leikið magnað verk eftir George Crumb, Makrokosmos III: Music For a Summer Evening. Það var flutt af píanóleikurunum Ursulu Oppens og Önnu Guðnýju Guðmundsdóttur, einnig slagverksleikurunum Steef van Oosterhout og Pétri Grétarssyni. Þetta er ákaflega margbrotin tónlist, allt frá gríðarlega afstrakt tónarunum og hljómum yfir í ofureinfalt stef sem er endurtekið í sífellu. Erfitt er að segja um hvað hún fjallar, en hún hefur á sér frumspekilegt yfirbragð þar sem goðsagnir og trans koma við sögu. Flutningurinn var meistaralegur. Píanóleikurinn var í senn áleitinn og blæbrigðaríkur, slagverkið ótrúlega fjölskrúðugt. Tónlistin var tilfinningaþrungið ferðalag frá myrkri yfir í ljós, óróa yfir í frið, sorg yfir í gleði – og það var einhvern veginn allt þar á milli. Þetta var stórfengleg upplifun sem lengi verður í minnum höfð.Niðurstaða: Skemmtilegir tónleikar þar sem meðal annars var sýnd óvanaleg hlið á píanóinu.
Menning Mest lesið Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Lífið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Lífið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Lífið Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Fleiri fréttir Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira