Tap hjá Mitsubishi í fyrsta sinn í 8 ár Finnur Thorlacius skrifar 22. júní 2016 14:38 Eyðslutölusvindl ætlar að leika margan bílaframleiðandann grátt. Japanski bílaframleiðandinn Mitsubishi gerir ráð fyrir 175 milljarða tapi á rekstrarárinu vegna þess kostnaðar sem hlýst af eyðslutölusvindli þess. Þetta tap yrði það fyrsta á heilu rekstarári á síðustu 8 árum. Mitshubishi hefur sett til hliðar 245 milljarða króna til að mæta kostnaði vegna þess eyðslutölusvindls sem fyrirtækið viðurkenndi sjálft fyrr á árinu. Ekki hjálpar það Mitsubishi að fyrirtækið hefur neyðst til að lækka verð á þeim bílum sem rangar eyðslutölur hafa birst um. Einnig þarf Mitsubishi að greiða núverandi kaupendum þeirra bíla sem eyðslutölusvindlið átti við um dágóðar bætur. Eins og greint hefur verið frá hér á bílavef visir.is hefur Nissan tryggt sér ráðandi hlut í Mitsubishi í kjölfar vandræða þess og ekki má telja ólíklegt að á næstu árum muni Nissan eignast bílaframleiðslu Mitsubishi að fullu. Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Erlent Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Innlent Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Erlent
Japanski bílaframleiðandinn Mitsubishi gerir ráð fyrir 175 milljarða tapi á rekstrarárinu vegna þess kostnaðar sem hlýst af eyðslutölusvindli þess. Þetta tap yrði það fyrsta á heilu rekstarári á síðustu 8 árum. Mitshubishi hefur sett til hliðar 245 milljarða króna til að mæta kostnaði vegna þess eyðslutölusvindls sem fyrirtækið viðurkenndi sjálft fyrr á árinu. Ekki hjálpar það Mitsubishi að fyrirtækið hefur neyðst til að lækka verð á þeim bílum sem rangar eyðslutölur hafa birst um. Einnig þarf Mitsubishi að greiða núverandi kaupendum þeirra bíla sem eyðslutölusvindlið átti við um dágóðar bætur. Eins og greint hefur verið frá hér á bílavef visir.is hefur Nissan tryggt sér ráðandi hlut í Mitsubishi í kjölfar vandræða þess og ekki má telja ólíklegt að á næstu árum muni Nissan eignast bílaframleiðslu Mitsubishi að fullu.
Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Erlent Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Innlent Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Erlent