Bíll ársins í 112 þjónustu Finnur Thorlacius skrifar 22. júní 2016 10:35 Opel Astra Sports Tourer, sérútbúinn til neyðarþjónustu. Opel Astra, Bíll ársins í Evrópu 2016, gerir sig gildandi á sífellt fleiri sviðum eftir því sem Opel annar eftirspurn. Opel Astra er með eindæmum sterkur og traustur og fyrir vikið þykir hann henta sérlega vel í verkefni þar sem mikið liggur við og ekkert má klikka. Nýlega kynnti Opel til sögunnar sérstaka útfærslu af Sports Tourer langbaksútgáfunni , sem er sniðinn fyrir fyrirtæki í neyðarþjónustu; slökkvilið og sjúkrastofnanir. Í grunninn kemur bíllinn afar vel búinn, nýjum, framúrskarandi tæknilausnum hvað varðar allan samskipta- og öryggisbúnað. Þegar við bætast svo 190 kg léttari hönnun miðað við forverann og öflug og spræk 136 hestafla díselvél með sex þrepa sjálfskiptinu, þá er kominn bíll sem eru allir vegir færir. Fyrirtæki og stofnanir sem sinna neyðarþjónustu voru hafðir með í ráðum við mótun á þeim Opel Astra Sports Tourer sem er sérbúinn fyrir neyðarþjónustu og verða fyrstu eintökin mætt á neyðarvaktina í haust á götum Evrópu. Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentískri fasteignaauglýsingu Erlent Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Innlent 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Erlent Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Innlent Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Erlent
Opel Astra, Bíll ársins í Evrópu 2016, gerir sig gildandi á sífellt fleiri sviðum eftir því sem Opel annar eftirspurn. Opel Astra er með eindæmum sterkur og traustur og fyrir vikið þykir hann henta sérlega vel í verkefni þar sem mikið liggur við og ekkert má klikka. Nýlega kynnti Opel til sögunnar sérstaka útfærslu af Sports Tourer langbaksútgáfunni , sem er sniðinn fyrir fyrirtæki í neyðarþjónustu; slökkvilið og sjúkrastofnanir. Í grunninn kemur bíllinn afar vel búinn, nýjum, framúrskarandi tæknilausnum hvað varðar allan samskipta- og öryggisbúnað. Þegar við bætast svo 190 kg léttari hönnun miðað við forverann og öflug og spræk 136 hestafla díselvél með sex þrepa sjálfskiptinu, þá er kominn bíll sem eru allir vegir færir. Fyrirtæki og stofnanir sem sinna neyðarþjónustu voru hafðir með í ráðum við mótun á þeim Opel Astra Sports Tourer sem er sérbúinn fyrir neyðarþjónustu og verða fyrstu eintökin mætt á neyðarvaktina í haust á götum Evrópu.
Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentískri fasteignaauglýsingu Erlent Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Innlent 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Erlent Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Innlent Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Erlent