Ísland mun tryggja eigin hagsmuni gagnvart Brexit Una Sighvatsdóttir skrifar 21. júní 2016 19:15 Tveir dagar eru til stefnu fyrir Breta að gera upp hug sinn um pólitíska framtíð landsins innan Evrópu og spennan er áþreifanleg, enda tvísýnt um úrslitin. David Cameron ávarpaði bresku þjóðina í dag frá Downingstræti 10 og bað fólk að hafa framtíðarkynslóðir í huga, því snúi Bretar baki við Evrópu verði ekki aftur snúið. Þá biðlaði hann til breskra kjósenda í dag að stefna ekki efnahagslegu öryggi þjóðarinnar í hættu. Bretland er eitt af mikilvægustu viðskiptalöndum Íslands með um 10-11% hlutdeild í bæði inn- og útflutningi. Hagsmunir Íslendinga eru því miklir, en fari svo að Bretar yfirgefi ESB er alls óvíst hvort þeir verði áfram hluti af Evrópska efnahagssvæðinu eða geri tvíhliða viðskiptasamninga við einstök ríki. Mikill pólitískur titringur er innan Evrópu vegna þjóðaratkvæðagreiðslunnar og utanríkisráðherra segist finna vel fyrir því.Hver þjóð reynir að tryggja sína hagsmuni „Já við höfum fundið fyrir því og það er mjög mikil spenna í loftinu vegna þessa. Hinsvegar er ég á þeirri skoðun að ef að þetta verður, þá munum við ná góðum viðskiptakjörum áfram við Bretland. Vegna þess að þetta gengur jú út á það hjá flestum þjóðum, að tryggja sína hagsmuni. Við höfum verið í sambandi við EFTA ríkin, EES ríkin og ég held að sama hvað verður, að niðurstaðan verði farsæl,“ segir Lilja. Hún leggur þó áherslu á að engar breytingar verði strax, enda liggur fyrir að það muni taka Breta tvö ár að segja sig frá ESB.Áhyggjur af lýðræðishalla innan sambandsins Lilja segist telja marga samverkandi þætti liggja að baki þeirri vaxandi undiröldu sem verið hefur gegn Evrópusamstarfinu í Bretlandi, en þar vegi ekki síst þungt áhyggjur af lýðræðishalla innnan sambandsins. „Og held það sé bara heilbrigt og gott fyrir hina lýðræðislegu umræðu að þeir séu að velta þessu fyrir sér. Svo ganga þeir og kjós, það kemst niðurstaða og svo heldur lífið áfram.“Telur að Evrópusambandið spjari sig án Breta Ýmsir Evrópuleiðtogar hafa stigið fram síðustu daga og varað við því að Brexit muni leiða til aukins óstöðugleika innan ESB og sambandið kunni jafnvel að leysast upp. Lilja tekur ekki undir svartsýnisspárnar. „Ég hugsa að það verði breyting á Evrópusambandinu ef af verður. Þeir þurfa auðvitað að endurskoða þá stöðu sem þeir eru í, en ég held að það finnist lausn á því.“ Brexit Tengdar fréttir Fyrrverandi ráðherra skiptir um lið Fyrsti músliminn sem varð ráðherra í Bretlandi segir aðskilnaðarsinna þagga niður í hófsemisröddum. Sagði sig úr útgöngusamtökunum Vote Leave. Nigel Farage segir Remain nýta morðið á þingmanni í pólitískum tilgangi. 21. júní 2016 07:00 Baráttan um Brexit hafin á ný í Bretlandi Slagnum ver frestað eftir að Jo Cox var myrt. Fylkingarnar virðast jafnstórar sem vilja úr og vera í ESB. 20. júní 2016 07:00 Áttarðu þig ekki á Brexit? Leyfðu John Oliver að útskýra það Bretar ganga til kosninga á fimmtudag og Evrópa stendur á öndinni. 20. júní 2016 11:38 Brexit gæti þýtt 2.600 milljarða niðurskurð Fjármálaráðherra Breta telur mögulegt brotthvarf úr Evrópusambandinu þýða niðurskurð og skattahækkanir. Samflokksmenn, sem eru ósammála, segja ályktanir ráðherrans fáránlegar. Fleiri aðhyllast nú brotthvarf en áframhaldandi veru. 16. júní 2016 07:00 Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Sjá meira
Tveir dagar eru til stefnu fyrir Breta að gera upp hug sinn um pólitíska framtíð landsins innan Evrópu og spennan er áþreifanleg, enda tvísýnt um úrslitin. David Cameron ávarpaði bresku þjóðina í dag frá Downingstræti 10 og bað fólk að hafa framtíðarkynslóðir í huga, því snúi Bretar baki við Evrópu verði ekki aftur snúið. Þá biðlaði hann til breskra kjósenda í dag að stefna ekki efnahagslegu öryggi þjóðarinnar í hættu. Bretland er eitt af mikilvægustu viðskiptalöndum Íslands með um 10-11% hlutdeild í bæði inn- og útflutningi. Hagsmunir Íslendinga eru því miklir, en fari svo að Bretar yfirgefi ESB er alls óvíst hvort þeir verði áfram hluti af Evrópska efnahagssvæðinu eða geri tvíhliða viðskiptasamninga við einstök ríki. Mikill pólitískur titringur er innan Evrópu vegna þjóðaratkvæðagreiðslunnar og utanríkisráðherra segist finna vel fyrir því.Hver þjóð reynir að tryggja sína hagsmuni „Já við höfum fundið fyrir því og það er mjög mikil spenna í loftinu vegna þessa. Hinsvegar er ég á þeirri skoðun að ef að þetta verður, þá munum við ná góðum viðskiptakjörum áfram við Bretland. Vegna þess að þetta gengur jú út á það hjá flestum þjóðum, að tryggja sína hagsmuni. Við höfum verið í sambandi við EFTA ríkin, EES ríkin og ég held að sama hvað verður, að niðurstaðan verði farsæl,“ segir Lilja. Hún leggur þó áherslu á að engar breytingar verði strax, enda liggur fyrir að það muni taka Breta tvö ár að segja sig frá ESB.Áhyggjur af lýðræðishalla innan sambandsins Lilja segist telja marga samverkandi þætti liggja að baki þeirri vaxandi undiröldu sem verið hefur gegn Evrópusamstarfinu í Bretlandi, en þar vegi ekki síst þungt áhyggjur af lýðræðishalla innnan sambandsins. „Og held það sé bara heilbrigt og gott fyrir hina lýðræðislegu umræðu að þeir séu að velta þessu fyrir sér. Svo ganga þeir og kjós, það kemst niðurstaða og svo heldur lífið áfram.“Telur að Evrópusambandið spjari sig án Breta Ýmsir Evrópuleiðtogar hafa stigið fram síðustu daga og varað við því að Brexit muni leiða til aukins óstöðugleika innan ESB og sambandið kunni jafnvel að leysast upp. Lilja tekur ekki undir svartsýnisspárnar. „Ég hugsa að það verði breyting á Evrópusambandinu ef af verður. Þeir þurfa auðvitað að endurskoða þá stöðu sem þeir eru í, en ég held að það finnist lausn á því.“
Brexit Tengdar fréttir Fyrrverandi ráðherra skiptir um lið Fyrsti músliminn sem varð ráðherra í Bretlandi segir aðskilnaðarsinna þagga niður í hófsemisröddum. Sagði sig úr útgöngusamtökunum Vote Leave. Nigel Farage segir Remain nýta morðið á þingmanni í pólitískum tilgangi. 21. júní 2016 07:00 Baráttan um Brexit hafin á ný í Bretlandi Slagnum ver frestað eftir að Jo Cox var myrt. Fylkingarnar virðast jafnstórar sem vilja úr og vera í ESB. 20. júní 2016 07:00 Áttarðu þig ekki á Brexit? Leyfðu John Oliver að útskýra það Bretar ganga til kosninga á fimmtudag og Evrópa stendur á öndinni. 20. júní 2016 11:38 Brexit gæti þýtt 2.600 milljarða niðurskurð Fjármálaráðherra Breta telur mögulegt brotthvarf úr Evrópusambandinu þýða niðurskurð og skattahækkanir. Samflokksmenn, sem eru ósammála, segja ályktanir ráðherrans fáránlegar. Fleiri aðhyllast nú brotthvarf en áframhaldandi veru. 16. júní 2016 07:00 Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Sjá meira
Fyrrverandi ráðherra skiptir um lið Fyrsti músliminn sem varð ráðherra í Bretlandi segir aðskilnaðarsinna þagga niður í hófsemisröddum. Sagði sig úr útgöngusamtökunum Vote Leave. Nigel Farage segir Remain nýta morðið á þingmanni í pólitískum tilgangi. 21. júní 2016 07:00
Baráttan um Brexit hafin á ný í Bretlandi Slagnum ver frestað eftir að Jo Cox var myrt. Fylkingarnar virðast jafnstórar sem vilja úr og vera í ESB. 20. júní 2016 07:00
Áttarðu þig ekki á Brexit? Leyfðu John Oliver að útskýra það Bretar ganga til kosninga á fimmtudag og Evrópa stendur á öndinni. 20. júní 2016 11:38
Brexit gæti þýtt 2.600 milljarða niðurskurð Fjármálaráðherra Breta telur mögulegt brotthvarf úr Evrópusambandinu þýða niðurskurð og skattahækkanir. Samflokksmenn, sem eru ósammála, segja ályktanir ráðherrans fáránlegar. Fleiri aðhyllast nú brotthvarf en áframhaldandi veru. 16. júní 2016 07:00