Aukamiðar á Airwavestónleika PJ Harvey komnir í sölu Birgir Örn Steinarsson skrifar 8. júlí 2016 13:36 Mikil spenna er fyrir tónleikum PJ Harvey á Iceland Airwaves í ár. Vísir Bætt hefur verið við nokkrum aukamiðum á lokakvöld Iceland Airwaveshátiðarinnar í ár. Um er að ræða sunnudaginn 6. nóvember en það kvöldið mun breska tónlistarkonan PJ Harvey spila í Valsheimilinu. Enn á eftir að tilkynna hvaða listamenn koma fram með rokkdrottningunni í Valsheimilinu. Athygli er vakin á því að ekki er hægt að tryggja það að allir sem eiga miða á hátíðina í ár komist á tónleika PJ Harvey. Til þess að tryggja sanngirni í þeim málum hafa hátíðarhaldarar ákveðið að dreifa miðum til miðahafa í Hörpunni á föstudeginum. Allir þeir sem eru með armband geta fengið miða og gildir reglan „fyrstur kemur, fyrstur fær“. Aðeins einn miði verður gefin fyrir hvert armband. Byrjað verður að dreifa miðum í hádeginu 4. nóvember. Þetta kemur í veg fyrir að þeir sem vilja sjá og heyra í PJ Harvey þurfi að bíða klukkutímum saman fyrir utan Valshöll á sjálfan tónleikadaginn. Miðaverð fyrir sunnudaginn er tæpar 9000 krónur en aukamiðarnir tryggja einnig aðgang á tónleika PJ Harvey. Frekar upplýsingar má finna á heimasíðu hátíðarinnar en miðana má nálgast á Tix.Hjá má heyra PJ Harvey taka lag sitt To bring you my love á tónleikum í París í síðasta mánuði. Airwaves Tónlist Tengdar fréttir PJ Harvey með nýtt vídjó Í laginu "Community of hope“ fjallar rokkarinn um fátækrahverfi í Washington D.C. 18. mars 2016 11:22 PJ Harvey á Iceland Airwaves Einnig breska sveitin Lush, bandaríska tónlistarkonan Julia Holter og Múm & Kronos Quartet. 8. febrúar 2016 12:23 Fleiri listamenn tilkynntir á Iceland Airwaves 2016 Þeirra á meðal eru Warpaint, Minor Victories, Kate Tempest, Samaris og Singapore Sling. 21. apríl 2016 16:00 Mest lesið Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Lífið Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Lífið Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Lífið Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Lífið „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Tónlist Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili Lífið Bjössi og Dísa skáluðu í nýja húsinu Lífið Gene Hackman og eiginkona hans fundust látin Lífið Var farin að fá kvíðaköst þegar dóttirin bað um að fara í göngutúra Lífið Lada Sport okkar tíma Lífið samstarf Fleiri fréttir „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Þessi eru tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna Bein útsending: Tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna Draumurinn rættist að syngja með Bubba Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Sjá meira
Bætt hefur verið við nokkrum aukamiðum á lokakvöld Iceland Airwaveshátiðarinnar í ár. Um er að ræða sunnudaginn 6. nóvember en það kvöldið mun breska tónlistarkonan PJ Harvey spila í Valsheimilinu. Enn á eftir að tilkynna hvaða listamenn koma fram með rokkdrottningunni í Valsheimilinu. Athygli er vakin á því að ekki er hægt að tryggja það að allir sem eiga miða á hátíðina í ár komist á tónleika PJ Harvey. Til þess að tryggja sanngirni í þeim málum hafa hátíðarhaldarar ákveðið að dreifa miðum til miðahafa í Hörpunni á föstudeginum. Allir þeir sem eru með armband geta fengið miða og gildir reglan „fyrstur kemur, fyrstur fær“. Aðeins einn miði verður gefin fyrir hvert armband. Byrjað verður að dreifa miðum í hádeginu 4. nóvember. Þetta kemur í veg fyrir að þeir sem vilja sjá og heyra í PJ Harvey þurfi að bíða klukkutímum saman fyrir utan Valshöll á sjálfan tónleikadaginn. Miðaverð fyrir sunnudaginn er tæpar 9000 krónur en aukamiðarnir tryggja einnig aðgang á tónleika PJ Harvey. Frekar upplýsingar má finna á heimasíðu hátíðarinnar en miðana má nálgast á Tix.Hjá má heyra PJ Harvey taka lag sitt To bring you my love á tónleikum í París í síðasta mánuði.
Airwaves Tónlist Tengdar fréttir PJ Harvey með nýtt vídjó Í laginu "Community of hope“ fjallar rokkarinn um fátækrahverfi í Washington D.C. 18. mars 2016 11:22 PJ Harvey á Iceland Airwaves Einnig breska sveitin Lush, bandaríska tónlistarkonan Julia Holter og Múm & Kronos Quartet. 8. febrúar 2016 12:23 Fleiri listamenn tilkynntir á Iceland Airwaves 2016 Þeirra á meðal eru Warpaint, Minor Victories, Kate Tempest, Samaris og Singapore Sling. 21. apríl 2016 16:00 Mest lesið Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Lífið Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Lífið Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Lífið Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Lífið „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Tónlist Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili Lífið Bjössi og Dísa skáluðu í nýja húsinu Lífið Gene Hackman og eiginkona hans fundust látin Lífið Var farin að fá kvíðaköst þegar dóttirin bað um að fara í göngutúra Lífið Lada Sport okkar tíma Lífið samstarf Fleiri fréttir „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Þessi eru tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna Bein útsending: Tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna Draumurinn rættist að syngja með Bubba Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Sjá meira
PJ Harvey með nýtt vídjó Í laginu "Community of hope“ fjallar rokkarinn um fátækrahverfi í Washington D.C. 18. mars 2016 11:22
PJ Harvey á Iceland Airwaves Einnig breska sveitin Lush, bandaríska tónlistarkonan Julia Holter og Múm & Kronos Quartet. 8. febrúar 2016 12:23
Fleiri listamenn tilkynntir á Iceland Airwaves 2016 Þeirra á meðal eru Warpaint, Minor Victories, Kate Tempest, Samaris og Singapore Sling. 21. apríl 2016 16:00