Hann var upprunalega dæmdur fyrir manndráp. Þeim dómi var svo breytt í morðdóm í desember.
Lágmarksdómur fyrir morð í Suður-Afríku er fimmtán ár, en dómari málsins taldi upp fjölmargar staðreyndir sem hún taldi til mildunar dómsins.
Sú staðreynd að Pistorius, sem er 29 ára, reyndi að bjarga lífi Steinkamp var honum til mikillar mildunar samkvæmt dómaranum. Sem og sú staðreynd að hann hefur ítrekað reynt að biðja fjölskyldu hennar afsökunar.
Pistorius gæti færið á skilorð eftir að hafa setið í fangelsi í þrjú ár. Hann hafði verið dæmdur í fimm ára fangelsi áður en manndrápsdómnum var breytt í morðdóm. Hann hefur þegar setið í fangelsi í eitt ár.