Flugumferðarstjórar leita til dómstóla Gunnar Atli Gunnarsson skrifar 4. júlí 2016 19:13 Félag íslenskra flugumferðarstjóra hefur höfðað dómsmál gegn íslenska ríkinu en félagið telur lög á yfirvinnubann flugumferðarstjóra brjóta gegn stjórnarskrá. Félagsmenn felldu nýjan kjarasamning og hefur gerðardómur verið kallaður saman. Flugumferðarstjórar undirrituðu kjarasamning hinn 25. júní síðastliðinn. Niðurstöður atkvæðagreiðslu um samninginn lágu fyrir í morgun en 90 prósent félagsmanna í Félagi íslenskra flugumferðarstjóra tóku þátt. Alls samþykktu tæp 40 prósent samninginn en rúm 60 prósent höfnuðu honum. „Það má segja sem svo að félagsmenn hafi metið það sem svo að það væri vænlegra að fara fyrir gerðardóm heldur að samþykkja þennan samning. Þeim hafi þótt þær hækkanir sem voru í þessum samningi of dýru verði keyptar,“ segir Sigurjón Jónasson, formaður Félags íslenskra flugumferðarstjóra.Gerðardómur kallaður samanSamkvæmt lögum sem Alþingi setti í síðasta mánuði á yfirvinnubann flugumferðarstjóra, hefur þessi niðurstaða þau áhrif að gerðardómur hefur nú verið kallaður saman til að ákveða kaup og kjör flugumferðarstjóra. Félag flugumferðarstjóra telur þó að þessi lög brjóti gegn stjórnarskrá og mun félagið láta reyna á þau fyrir dómi. „Það er náttúrulega svipað og átti sér stað í fyrrasumar með BHM og hjúkrunarfræðinga að okkur finnst bara að stéttarfélög eigi ekki að taka því þegjandi þegar ríkið setur á þau lög. Og við viljum bara leggja okkar að mörkum við að vernda rétt stéttarfélaga í landinu þess vegna förum við í mál við ríkið, til að leita réttar okkar gagnvart þessari lagasetningu,“ segir Sigurjón.Þú nefnir BHM málið. Hæstiréttur komst að þeirri niðurstöðu í því máli að Alþingi hefði verið heimilt að setja þau lög. Af hverju ætti ekki það sama að gilda í þessu máli?„Við teljum okkur hafa sterkara mál í höndunum en BHM.“Hvers vegna?„Það verður að útkljást bara í dómsölum,“ segir Sigurjón. Gerðardómur þarf samkvæmt lögunum að skila niðurstöðu fyri 18. júlí næstkomandi. Garðar Garðarsson, hæstaréttarlögmaður og formaður dómsins, sagði í samtali við fréttastofu í dag að tíminn væri óþægilega knappur. Þó yrði reynt að ná niðurstöðu fyrir þennan tíma.Dregist töluvert aftur úrSamkvæmt 3. gr. laganna skal gerðardómur við ákvarðanir um laun flugumferðarstjóra fyrst og fremst taka mið af launaþróun samkvæmt þeim kjarasamningum sem gerðir hafa verið á almennum vinnumarkaði síðustu misseri.Er ekki ljóst af þessum texta að þið eruð að fara að fá sömu hækkanir og aðrar stéttir undanfarið?„Ja, nú veltur það bara á því hvað gerðardómur tekur mörg misseri. Það er ekki sagt hversu mörg misseri þeir eigi að taka til greina. Og eins og ég hef bent á margoft áður að þá höfum við dregist töluvert aftur úr á síðustu um það bil fimm árum,“ segir Sigurjón.Hugsanlega frekari truflanir á flugumferðAðspurður hvort frekari truflanir verði á flugumferð næstu vikur vegna kjarabaráttunnar segir Sigurjón að aðgerðum félagsins sé lokið en þó sé mannekla í stéttinni og það vandamál sé ekki búið að leysa. „Þannig að, jú hugsanlega kemur til einhverra truflana. En við getum ekki sagt fyrir fram hvenær eða hvernig,“ segir Sigurjón. Verkfall 2016 Tengdar fréttir Tafir á millilandaflugi vegna forfalla hjá flugumferðarstjórum Hvorki Isavia eða flugumferðarstjórar vilja gefa neitt upp um gang kjaraviðræða þeirra. Samninganefndirnar hafa aðeins fimm daga til viðbótar til að ná sáttum í deilunni. 19. júní 2016 11:29 Flugumferðarstjórar felldu nýgerða kjarasamninga Það stefnir allt í það að gerðardómur muni ákvarða kaup og kjör flugumferðarstjóra. 4. júlí 2016 09:50 Flugumferðarstjórar og Samtök atvinnulífsins hafa samið Flugumferðarstjórar hafa verið í yfirvinnubanni síðan í apríl. 25. júní 2016 08:17 Mest lesið Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Innlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Erlent Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent Fúlsaði við þriggja forseta fundi Erlent „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Innlent Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Innlent Fleiri fréttir Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Sjá meira
Félag íslenskra flugumferðarstjóra hefur höfðað dómsmál gegn íslenska ríkinu en félagið telur lög á yfirvinnubann flugumferðarstjóra brjóta gegn stjórnarskrá. Félagsmenn felldu nýjan kjarasamning og hefur gerðardómur verið kallaður saman. Flugumferðarstjórar undirrituðu kjarasamning hinn 25. júní síðastliðinn. Niðurstöður atkvæðagreiðslu um samninginn lágu fyrir í morgun en 90 prósent félagsmanna í Félagi íslenskra flugumferðarstjóra tóku þátt. Alls samþykktu tæp 40 prósent samninginn en rúm 60 prósent höfnuðu honum. „Það má segja sem svo að félagsmenn hafi metið það sem svo að það væri vænlegra að fara fyrir gerðardóm heldur að samþykkja þennan samning. Þeim hafi þótt þær hækkanir sem voru í þessum samningi of dýru verði keyptar,“ segir Sigurjón Jónasson, formaður Félags íslenskra flugumferðarstjóra.Gerðardómur kallaður samanSamkvæmt lögum sem Alþingi setti í síðasta mánuði á yfirvinnubann flugumferðarstjóra, hefur þessi niðurstaða þau áhrif að gerðardómur hefur nú verið kallaður saman til að ákveða kaup og kjör flugumferðarstjóra. Félag flugumferðarstjóra telur þó að þessi lög brjóti gegn stjórnarskrá og mun félagið láta reyna á þau fyrir dómi. „Það er náttúrulega svipað og átti sér stað í fyrrasumar með BHM og hjúkrunarfræðinga að okkur finnst bara að stéttarfélög eigi ekki að taka því þegjandi þegar ríkið setur á þau lög. Og við viljum bara leggja okkar að mörkum við að vernda rétt stéttarfélaga í landinu þess vegna förum við í mál við ríkið, til að leita réttar okkar gagnvart þessari lagasetningu,“ segir Sigurjón.Þú nefnir BHM málið. Hæstiréttur komst að þeirri niðurstöðu í því máli að Alþingi hefði verið heimilt að setja þau lög. Af hverju ætti ekki það sama að gilda í þessu máli?„Við teljum okkur hafa sterkara mál í höndunum en BHM.“Hvers vegna?„Það verður að útkljást bara í dómsölum,“ segir Sigurjón. Gerðardómur þarf samkvæmt lögunum að skila niðurstöðu fyri 18. júlí næstkomandi. Garðar Garðarsson, hæstaréttarlögmaður og formaður dómsins, sagði í samtali við fréttastofu í dag að tíminn væri óþægilega knappur. Þó yrði reynt að ná niðurstöðu fyrir þennan tíma.Dregist töluvert aftur úrSamkvæmt 3. gr. laganna skal gerðardómur við ákvarðanir um laun flugumferðarstjóra fyrst og fremst taka mið af launaþróun samkvæmt þeim kjarasamningum sem gerðir hafa verið á almennum vinnumarkaði síðustu misseri.Er ekki ljóst af þessum texta að þið eruð að fara að fá sömu hækkanir og aðrar stéttir undanfarið?„Ja, nú veltur það bara á því hvað gerðardómur tekur mörg misseri. Það er ekki sagt hversu mörg misseri þeir eigi að taka til greina. Og eins og ég hef bent á margoft áður að þá höfum við dregist töluvert aftur úr á síðustu um það bil fimm árum,“ segir Sigurjón.Hugsanlega frekari truflanir á flugumferðAðspurður hvort frekari truflanir verði á flugumferð næstu vikur vegna kjarabaráttunnar segir Sigurjón að aðgerðum félagsins sé lokið en þó sé mannekla í stéttinni og það vandamál sé ekki búið að leysa. „Þannig að, jú hugsanlega kemur til einhverra truflana. En við getum ekki sagt fyrir fram hvenær eða hvernig,“ segir Sigurjón.
Verkfall 2016 Tengdar fréttir Tafir á millilandaflugi vegna forfalla hjá flugumferðarstjórum Hvorki Isavia eða flugumferðarstjórar vilja gefa neitt upp um gang kjaraviðræða þeirra. Samninganefndirnar hafa aðeins fimm daga til viðbótar til að ná sáttum í deilunni. 19. júní 2016 11:29 Flugumferðarstjórar felldu nýgerða kjarasamninga Það stefnir allt í það að gerðardómur muni ákvarða kaup og kjör flugumferðarstjóra. 4. júlí 2016 09:50 Flugumferðarstjórar og Samtök atvinnulífsins hafa samið Flugumferðarstjórar hafa verið í yfirvinnubanni síðan í apríl. 25. júní 2016 08:17 Mest lesið Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Innlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Erlent Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent Fúlsaði við þriggja forseta fundi Erlent „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Innlent Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Innlent Fleiri fréttir Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Sjá meira
Tafir á millilandaflugi vegna forfalla hjá flugumferðarstjórum Hvorki Isavia eða flugumferðarstjórar vilja gefa neitt upp um gang kjaraviðræða þeirra. Samninganefndirnar hafa aðeins fimm daga til viðbótar til að ná sáttum í deilunni. 19. júní 2016 11:29
Flugumferðarstjórar felldu nýgerða kjarasamninga Það stefnir allt í það að gerðardómur muni ákvarða kaup og kjör flugumferðarstjóra. 4. júlí 2016 09:50
Flugumferðarstjórar og Samtök atvinnulífsins hafa samið Flugumferðarstjórar hafa verið í yfirvinnubanni síðan í apríl. 25. júní 2016 08:17
Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent
Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent