Frá því að ljóst var að Bretland myndi yfirgefa Evrópusambandið hefur velta í sölu lúxusheimila í London dregist saman um tæplega helming.
Bloomberg greinir frá því að á tólf virkum dögum eftir að niðurstaða kosninganna lá fyrir hafi velta með sölu dýrustu eignanna í London dregist saman um 43 prósent, samanborið við sama tímabil árið áður.
Húsnæðisverð hafði farið lækkandi í London í aðdraganda kosninganna. Húsnæðisverð í höfuðborg Bretlands lækkaði um 1,4 prósent í maí, sem er mesta lækkun á einum mánuði síðan í júní 2011.
Fjöldi heimila sem kosta yfir milljón pund, jafnvirði rúmlega 160 milljóna króna, á markaði minnkaði um þriðjung á tímabilinu.
Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 19. júlí
Hrapandi sala á lúxusíbúðum
Sæunn Gísladóttir skrifar
Mest lesið

Þau keyptu fyrir tuttugu milljónir í útboðinu
Viðskipti innlent

Auður hefur innreið sína á húsnæðislánamarkað
Viðskipti innlent

Fasteignamat hækkar um 9,2 prósent á milli ára
Viðskipti innlent

„Grindavíkuráhrifin“ leiða til talsverðrar hækkunar hjá nágrönnum
Viðskipti innlent

Kvika vinsælasta stelpan á ballinu
Viðskipti innlent


Sameining við Kviku banka mun taka langan tíma
Viðskipti innlent

Bein útsending: Fasteignamat 2026 kynnt
Viðskipti innlent


Verðbólga lækkar um 0,4 stig
Viðskipti innlent