Frá því að ljóst var að Bretland myndi yfirgefa Evrópusambandið hefur velta í sölu lúxusheimila í London dregist saman um tæplega helming.
Bloomberg greinir frá því að á tólf virkum dögum eftir að niðurstaða kosninganna lá fyrir hafi velta með sölu dýrustu eignanna í London dregist saman um 43 prósent, samanborið við sama tímabil árið áður.
Húsnæðisverð hafði farið lækkandi í London í aðdraganda kosninganna. Húsnæðisverð í höfuðborg Bretlands lækkaði um 1,4 prósent í maí, sem er mesta lækkun á einum mánuði síðan í júní 2011.
Fjöldi heimila sem kosta yfir milljón pund, jafnvirði rúmlega 160 milljóna króna, á markaði minnkaði um þriðjung á tímabilinu.
Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 19. júlí
Hrapandi sala á lúxusíbúðum
Sæunn Gísladóttir skrifar
Mest lesið

Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu
Viðskipti innlent

Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin
Viðskipti erlent

Vilja nota geimflaugar til að flytja hergögn hvert sem er
Viðskipti erlent

Minnkuðu lúxuspinna en ekki eldflaugina
Neytendur

Fluttu mun minna til Bandaríkjanna en meira annað
Viðskipti erlent


Að segja upp án þess að brenna brýr
Atvinnulíf

Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi
Viðskipti innlent

Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð
Viðskipti innlent

Bretar fyrstir til að semja við Trump
Viðskipti erlent