Besti leikmaður EM veiðir Pokémon Tómas Þór Þórðarson skrifar 15. júlí 2016 12:00 Antoine Griezmann er á Pokémon veiðum. mynd/twitter Nýjasta æðið í heiminum er Pokémon Go en í þessu gríðarlega vinsæla snjallsímaforriti eltast Pokémon-veiðimenn við fígúrurnar vinsælu út um allar trissur og reyna að grípa þær glóðvolgar. Pokémon GO er orðið vinsælara en stefnumótaforritið Tinder. Franski landsliðsmaðurinn Antoine Griezmann, sem spilar með Atlético Madrid í spænsku 1. deildinni í fótbolta, virðist vera einn af þeim sem er dottinn í nýja Pokémon æðið en þessi 25 ára gamli framherji er þekktur fyrir að spila fótboltatölvuleikinna FIFA og Football Manager. Nú virðist hann ætla að hvíla þá aðeins og fara að veiða Pokémona. Til þess að geta hreyft sig um heim Pokémonanna þarf leikmaðurinn sjálfur að færast um raunheiminn og ferðast á milli staða. Það er sem sagt ekki hægt að ferðast bara um Pokémon-heiminn uppi í sófa heima. Griezmann fær næga hreyfingu í boltanum en bætir nú við sig á Pokémon-veiðum.À la chasse aux Pokemon #PokemonGO#TeamPikapic.twitter.com/lKqBrOhkCj — Antoine Griezmann (@AntoGriezmann) July 14, 2016 Griezmann birtir mynd af sér og Pikachu sjálfum, þekktasta Pokémon-karlinum, á Twitter-síðu sinni og segir: „Er að veiða Pokémon.“ Hann bætir svo við kassamerkjunum #PokemonGo og #TeamPika. Griezmann er einn besti fótboltamaður heims í dag en hann var kjörinn besti leikmaður Evrópumótsins þar sem hann skoraði sex mörk á leið Frakka í úrslitaleikinn en því miður fyrir hann tapaði heimaþjóðin í úrslitum gegn Portúgal í framlengdum leik. Það er vonandi að Pokémon-veiðarnar komi aftur bros á vör Griezmann sem hefur nýtt tímabil með Atlético í næsta mánuði. Fyrir þá sem vilja vita meira um Pokémon GO bendum við á fréttaskýringu Kjartans Hreins Njálssonar, fréttamanns 365, í kvöldfréttum Stöðvar 2 á dögunum sem má sjá í spilaranum hér að neðan. Fótbolti Pokemon Go Mest lesið Bætti heimsmetið aftur Sport Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi Fótbolti Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Körfubolti Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Fótbolti Kobe Bryant á ennþá langvinælustu skóna í NBA deildinni Körfubolti Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Fótbolti Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Fótbolti Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Fótbolti „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti Albert ekki með gegn Frakklandi Fótbolti Fleiri fréttir Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi „Gríðarlega mikilvægur sigur“ „Ekki boðlegt fyrir lið eins og Þór/KA“ Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Torsóttur sigur enskra gegn Andorra Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Emilía sneri aftur eftir meiðsli Eiga von á breytingum og þyngri miðju gegn Frökkum Stærsti heimasigur Íslands í keppnisleik Albert ekki með gegn Frakklandi Luis Enrique þarf að fara í aðgerð eftir hjólaslys „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Stærsti sigur Íslands ekki gegn smáþjóð Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ „Héldum áfram og drápum leikinn“ Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Ísak Bergmann: Stoltur af þjóðinni í kvöld Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Tuchel hefur ekkert rætt við Greenwood 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn Sjá meira
Nýjasta æðið í heiminum er Pokémon Go en í þessu gríðarlega vinsæla snjallsímaforriti eltast Pokémon-veiðimenn við fígúrurnar vinsælu út um allar trissur og reyna að grípa þær glóðvolgar. Pokémon GO er orðið vinsælara en stefnumótaforritið Tinder. Franski landsliðsmaðurinn Antoine Griezmann, sem spilar með Atlético Madrid í spænsku 1. deildinni í fótbolta, virðist vera einn af þeim sem er dottinn í nýja Pokémon æðið en þessi 25 ára gamli framherji er þekktur fyrir að spila fótboltatölvuleikinna FIFA og Football Manager. Nú virðist hann ætla að hvíla þá aðeins og fara að veiða Pokémona. Til þess að geta hreyft sig um heim Pokémonanna þarf leikmaðurinn sjálfur að færast um raunheiminn og ferðast á milli staða. Það er sem sagt ekki hægt að ferðast bara um Pokémon-heiminn uppi í sófa heima. Griezmann fær næga hreyfingu í boltanum en bætir nú við sig á Pokémon-veiðum.À la chasse aux Pokemon #PokemonGO#TeamPikapic.twitter.com/lKqBrOhkCj — Antoine Griezmann (@AntoGriezmann) July 14, 2016 Griezmann birtir mynd af sér og Pikachu sjálfum, þekktasta Pokémon-karlinum, á Twitter-síðu sinni og segir: „Er að veiða Pokémon.“ Hann bætir svo við kassamerkjunum #PokemonGo og #TeamPika. Griezmann er einn besti fótboltamaður heims í dag en hann var kjörinn besti leikmaður Evrópumótsins þar sem hann skoraði sex mörk á leið Frakka í úrslitaleikinn en því miður fyrir hann tapaði heimaþjóðin í úrslitum gegn Portúgal í framlengdum leik. Það er vonandi að Pokémon-veiðarnar komi aftur bros á vör Griezmann sem hefur nýtt tímabil með Atlético í næsta mánuði. Fyrir þá sem vilja vita meira um Pokémon GO bendum við á fréttaskýringu Kjartans Hreins Njálssonar, fréttamanns 365, í kvöldfréttum Stöðvar 2 á dögunum sem má sjá í spilaranum hér að neðan.
Fótbolti Pokemon Go Mest lesið Bætti heimsmetið aftur Sport Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi Fótbolti Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Körfubolti Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Fótbolti Kobe Bryant á ennþá langvinælustu skóna í NBA deildinni Körfubolti Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Fótbolti Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Fótbolti Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Fótbolti „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti Albert ekki með gegn Frakklandi Fótbolti Fleiri fréttir Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi „Gríðarlega mikilvægur sigur“ „Ekki boðlegt fyrir lið eins og Þór/KA“ Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Torsóttur sigur enskra gegn Andorra Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Emilía sneri aftur eftir meiðsli Eiga von á breytingum og þyngri miðju gegn Frökkum Stærsti heimasigur Íslands í keppnisleik Albert ekki með gegn Frakklandi Luis Enrique þarf að fara í aðgerð eftir hjólaslys „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Stærsti sigur Íslands ekki gegn smáþjóð Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ „Héldum áfram og drápum leikinn“ Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Ísak Bergmann: Stoltur af þjóðinni í kvöld Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Tuchel hefur ekkert rætt við Greenwood 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn Sjá meira
Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn