Jeppe fer frá Stjörnunni: „Finnst ég eiga skilið að spila meira“ Tómas Þór Þórðarson skrifar 12. júlí 2016 14:45 Jeppe Hansen hefur skorað 16 mörk í 37 leikjum fyrir Stjörnuna í Pepsi-deildinni. vísir/vilhelm Jeppe Hansen, framherji Stjörnunnar í Pepsi-deild karla í fótbolta, er á leið frá félaginu og hefur að öllum líkindum spilað sinn síðasta leik fyrir Garðabæjarliðið. Jeppe, sem skoraði sex mörk í níu deildarleikjum fyrir Stjörnunar sumarið 2014 og átta mörk í 21 leik á síðasta sumri, hefur aðeins byrjað tvo af tíu leikjum liðsins í Pepsi-deildinni í ár og ekki spilað nema sjö. Hann hefur skorað tvö mörk í sumar. „Ég talaði við þjálfarana og yfirmann knattspyrnumála hjá félaginu fyrir tveimur vikum því ég hef ekki verið að spila. Ég velti því upp hvort það væri ekki góð hugmynd fyrir mig að fara núna og samningnum yrði rift. Þeir hugsuðu þetta í nokkra daga og þó þetta var erfið ákvörðun fyrir þá að leyfa mér að fara var það niðurstaðan,“ segir Jeppe í samtali við Vísi. Jeppe hefur átt góða tíma í Garðabænum en hann spilaði fyrri hluta tímabilsins þegar liðið varð Íslandsmeistari 2014. „Það er svolítið sorglegt að vera að fara núna. Ég er búinn að vera í Stjörnunni í þrjú ár og þegar þú ert einn í öðru landi án fjölskyldu og vina verða samherjarnir og fólkið í kringum félagið fjölskyldan þín. Það hefur verið hugsað vel um mig,“ segir Jeppe sem er þó mjög ósáttur við lítinn spiltíma. „Ég er í betra standi núna en nokkru sinni fyrr og mér finnst ég eiga skilið að spila meira. Það hefur komið mér á óvart hvað ég spila lítið og ég fæ varla tækifæri og í raun er þetta bara frekar furðulegt.“ Samkvæmt heimildum Vísis hafa Eyjamenn mikinn áhuga á að fá Jeppe til liðs við sig. Daninn vissi af áhuga þeirra fyrir mót en hann veit ekki hvað gerist núna. „ÍBV vildi fá mig fyrir tímabilið held ég og gerði tilboð. Ég hef ekkert heyrt núna ef ég á að vera alveg heiðarlegur. Nú þarf ég bara að finna mér nýtt lið hér á Íslandi. Stjarnan spilar næst á sunnudaginn og vonandi verð ég farinn fyrir það en ef þeir vilja nota mig í þeim leik áður en ég fer gef ég mig allan í þann leik,“ segir Jeppe Hansen. Pepsi Max-deild karla Mest lesið „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Íslenski boltinn Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Enski boltinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Körfubolti Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Enski boltinn Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool Enski boltinn „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Enski boltinn Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Fótbolti Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Enski boltinn Fleiri fréttir Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Sjá meira
Jeppe Hansen, framherji Stjörnunnar í Pepsi-deild karla í fótbolta, er á leið frá félaginu og hefur að öllum líkindum spilað sinn síðasta leik fyrir Garðabæjarliðið. Jeppe, sem skoraði sex mörk í níu deildarleikjum fyrir Stjörnunar sumarið 2014 og átta mörk í 21 leik á síðasta sumri, hefur aðeins byrjað tvo af tíu leikjum liðsins í Pepsi-deildinni í ár og ekki spilað nema sjö. Hann hefur skorað tvö mörk í sumar. „Ég talaði við þjálfarana og yfirmann knattspyrnumála hjá félaginu fyrir tveimur vikum því ég hef ekki verið að spila. Ég velti því upp hvort það væri ekki góð hugmynd fyrir mig að fara núna og samningnum yrði rift. Þeir hugsuðu þetta í nokkra daga og þó þetta var erfið ákvörðun fyrir þá að leyfa mér að fara var það niðurstaðan,“ segir Jeppe í samtali við Vísi. Jeppe hefur átt góða tíma í Garðabænum en hann spilaði fyrri hluta tímabilsins þegar liðið varð Íslandsmeistari 2014. „Það er svolítið sorglegt að vera að fara núna. Ég er búinn að vera í Stjörnunni í þrjú ár og þegar þú ert einn í öðru landi án fjölskyldu og vina verða samherjarnir og fólkið í kringum félagið fjölskyldan þín. Það hefur verið hugsað vel um mig,“ segir Jeppe sem er þó mjög ósáttur við lítinn spiltíma. „Ég er í betra standi núna en nokkru sinni fyrr og mér finnst ég eiga skilið að spila meira. Það hefur komið mér á óvart hvað ég spila lítið og ég fæ varla tækifæri og í raun er þetta bara frekar furðulegt.“ Samkvæmt heimildum Vísis hafa Eyjamenn mikinn áhuga á að fá Jeppe til liðs við sig. Daninn vissi af áhuga þeirra fyrir mót en hann veit ekki hvað gerist núna. „ÍBV vildi fá mig fyrir tímabilið held ég og gerði tilboð. Ég hef ekkert heyrt núna ef ég á að vera alveg heiðarlegur. Nú þarf ég bara að finna mér nýtt lið hér á Íslandi. Stjarnan spilar næst á sunnudaginn og vonandi verð ég farinn fyrir það en ef þeir vilja nota mig í þeim leik áður en ég fer gef ég mig allan í þann leik,“ segir Jeppe Hansen.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Íslenski boltinn Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Enski boltinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Körfubolti Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Enski boltinn Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool Enski boltinn „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Enski boltinn Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Fótbolti Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Enski boltinn Fleiri fréttir Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Sjá meira