Þrjúhundruð látnir í Suður-Súdan: Óttast að borgarastyrjöld brjótist út að nýju Gunnar Reynir Valþórsson og Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifa 11. júlí 2016 08:47 Fylkingar þessara tveggja manna berjast í Suður-Súdan. Til vinstri er Riek Machar, varaforseti, og til hægri er Salva Kiir, forseti. Rúmlega þrjúhundruð manns hafa látið lífið, þar af fjölmargir óbreyttir borgarar eftir bardaga í Juba, höfuðborg Suður-Súdans. Óttast er að landið sé enn á ný á barmi borgarastyrjaldar. Bardagarnir brutust út á fimmtudaginn var og hafa staðið alla helgina. Um tvær fylkingar er að ræða, stuðningsmenn Salva Kiir, forseta landsins annars vegar og hermenn sem hliðhollir eru varaforsetanum Riek Machar, hinsvegar.Hermenn í Suður-Súdan.Vísir/EPAÖryggisráð Sameinuðu þjóðanna sendi í gærkvöldi frá sér yfirlýsingu þar sem biðlað er til beggja hópa að hætta bardögum. Þá fór ráðið einnig fram á að fleiri friðargæsluliðum verði komið fyrir í landinu en á meðal þeirra sem létu lífið um helgina var friðargæsluliði frá Kína. Yfirlýsing ráðsins kom í kjölfar neyðarfundar sem boðað var til eftir að átökin hófust á ný. Í yfirlýsingunni lýsti ráðið því einnig að árásir á búðir Sameinuðu þjóðanna væru hneyksli en í árásunum létust Kínverskir friðargæsluliðar og nokkrir frá Rúanda.Fánar Suður-Súdan, Sameinuðu Þjóðanna og Suður-Kóreu.Vísir/EPAÞá tók ráðið sérstaklega fram að vernda þyrfti búsetusvæði almennra borgara og varaði við því að árásir á borgara og búðir Sameinuðu þjóðanna gætu talist stríðsglæpir. Suður-Súdan varð sjálfstætt ríki í júlí 2011 eftir þjóðaratkvæðagreiðslu þar sem nærri 100 prósent kusu með sjálfstæði. Mikill fögnuður braust út í höfuðborg landsins eftir að úrslit urðu ljós. Fagnaðarlæti í Suður-Súdan á ársafmæli sjálfstæðis landsins.Vísir/EPAHins vegar kom til átaka í landinu í desember árið 2013 þegar Kiir forseti ásakaði Machar, fyrrum staðgengil sinn sem hann hafði rekið stuttu áður, um að skipuleggja valdarán. Borgarstyrjöld braust út í landinu þegar hermenn úr liði Kiir réðust að og afvopnuðu lið Machar. Machar og lið hans flúðu til fjalla og tugþúsundir létu lífið í átökum sem komu í kjölfarið. Í ágúst var loks skrifað undir friðarsamkomulag. Í því fékk Machar aftur fyrri stöðu í ríkisstjórn.Al Jazeera greinir frá. Suður-Súdan Mest lesið Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Innlent „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Innlent Fleiri fréttir Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Sjá meira
Rúmlega þrjúhundruð manns hafa látið lífið, þar af fjölmargir óbreyttir borgarar eftir bardaga í Juba, höfuðborg Suður-Súdans. Óttast er að landið sé enn á ný á barmi borgarastyrjaldar. Bardagarnir brutust út á fimmtudaginn var og hafa staðið alla helgina. Um tvær fylkingar er að ræða, stuðningsmenn Salva Kiir, forseta landsins annars vegar og hermenn sem hliðhollir eru varaforsetanum Riek Machar, hinsvegar.Hermenn í Suður-Súdan.Vísir/EPAÖryggisráð Sameinuðu þjóðanna sendi í gærkvöldi frá sér yfirlýsingu þar sem biðlað er til beggja hópa að hætta bardögum. Þá fór ráðið einnig fram á að fleiri friðargæsluliðum verði komið fyrir í landinu en á meðal þeirra sem létu lífið um helgina var friðargæsluliði frá Kína. Yfirlýsing ráðsins kom í kjölfar neyðarfundar sem boðað var til eftir að átökin hófust á ný. Í yfirlýsingunni lýsti ráðið því einnig að árásir á búðir Sameinuðu þjóðanna væru hneyksli en í árásunum létust Kínverskir friðargæsluliðar og nokkrir frá Rúanda.Fánar Suður-Súdan, Sameinuðu Þjóðanna og Suður-Kóreu.Vísir/EPAÞá tók ráðið sérstaklega fram að vernda þyrfti búsetusvæði almennra borgara og varaði við því að árásir á borgara og búðir Sameinuðu þjóðanna gætu talist stríðsglæpir. Suður-Súdan varð sjálfstætt ríki í júlí 2011 eftir þjóðaratkvæðagreiðslu þar sem nærri 100 prósent kusu með sjálfstæði. Mikill fögnuður braust út í höfuðborg landsins eftir að úrslit urðu ljós. Fagnaðarlæti í Suður-Súdan á ársafmæli sjálfstæðis landsins.Vísir/EPAHins vegar kom til átaka í landinu í desember árið 2013 þegar Kiir forseti ásakaði Machar, fyrrum staðgengil sinn sem hann hafði rekið stuttu áður, um að skipuleggja valdarán. Borgarstyrjöld braust út í landinu þegar hermenn úr liði Kiir réðust að og afvopnuðu lið Machar. Machar og lið hans flúðu til fjalla og tugþúsundir létu lífið í átökum sem komu í kjölfarið. Í ágúst var loks skrifað undir friðarsamkomulag. Í því fékk Machar aftur fyrri stöðu í ríkisstjórn.Al Jazeera greinir frá.
Suður-Súdan Mest lesið Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Innlent „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Innlent Fleiri fréttir Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Sjá meira