Þurfa að hafa birgðir fyrir helgina Jóhann K. Jóhannsson skrifar 28. júlí 2016 09:00 Vísir/Stöð 2 Mikið hefur gengið á birgðir Blóðbankans í sumar. Framundan er stærsta ferðahelgi ársins og vilja starfsmenn bankans vera undir það búnir ef þörf er á blóði. Á myndinni hér að ofan sést hvernig birgðarstaðan er hjá Blóðbankanum í dag. Helstu flokkarnir sem þörf er á eru O og A flokkar sem eru algengustu blóðflokkarnir á Íslandi en þeir flokkar nýtast best ef upp koma slys og í aðgerðum. Einnig er þörf á blóði í flokknum O- sem er neyðarblóð en það nýtist þeim sem vita ekki í hvaða blóðflokki þeir eru. Til að anna eftirspurn þarf 13.000 blóðgjafir á ári en á bak við þær eru 8000 blóðgjafar. „Við þurfum að jafnaði 70 blóðgjafir á dag til þess að anna eftirspurn heilbrigiðskerfisins á Íslandi og við förum yfir lagerstöðuna á hverjum morgni. Og athugum hvað vantar inní og höfum samband við blóðgjafana í samræmi við það en stundum þurfum við aðstoð,“ Segir Vigdís Jóhannsdóttir, forstöðumaður blóðsöfnunar hjá Blóðbankanum.Starfsfólk Blóðbankans vinnur stöðugt að því að finna nýja blóðgjafa. „Við erum að reyna að fara í skólana á veturna með Blóðbankabílinn og fá nýja blóðgjafa. Við þurfum svona 2000 á ári til að viðhalda blóðgjafahópnum því það eru alltaf einhverjir sem detta út,“ segir Vigdís. Fyrir þá sem eru vanir þá tekur blóðgjöf ekki nema um 30 mínútur í hvert skipti.Afhverju gefur þú blóð? „Bara ef maður þyrfti á því að halda sjálfur, þá væri gott að eiga smá byrgðir,“ segir Heiðar Már Guðlaugsson, blóðgjafi. „Ég byrjaði þegar pabbi þurfti reglulega að fá blóðgjafir síðustu árin sem hann lifði. Ég byrjaði á að gefa honum og hélt áfram,“ segir Guðrún Hannesardóttir, blóðgjafi. „Maður sá á fréttunum í gær að það var einhver skortur, þá lætur maður vaða.“Hvað varð til þess að þú gafst blóð í fyrsta skipti?„Ég hafði nú gefið þetta á framhaldskólaárunum og svo datt þetta niður í mörg mörg ár svo var einhver sem ýtti við mér aftur fyrir 4 til 5 árum síðan,“ segir Kristinn Guðnason, blóðgjafi.Mundir þú hvetja aðra til þess að gera það sama og þú? „Já, hiklaust. Alla!“ Heilbrigðismál Tengdar fréttir Mikil vöntun á blóði í flokknum O Blóðbankinn hvetur alla blóðgjafa í flokknum O til að mæta í blóðgjöf, en mikil vöntun er á blóði. 20. júlí 2015 13:20 Blóðbankinn kallar eftir blóðgjöfum áður en haldið er í sumarfrí „Við förum ekkert í frí. Það er bara ekkert í boði,“ segir Jórunn Ósk Frímannsdóttir Jensen, deildarstjóri blóðsöfnunardeildar. 22. júní 2016 13:35 Þriðjungur blóðgjafa konur Á hverju ári koma átta til níu þúsund manns til að gefa blóð hjá Blóðbankanum og nýliðun þarf að vera um það bil tvö þúsund blóðgjafar á ári til þess að viðhalda blóðgjafahópnum. 19. mars 2016 07:00 Mest lesið Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Innlent Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Innlent „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Innlent Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu Innlent Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Innlent Ógeðslega stoltur af kennurum Innlent Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Innlent Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Erlent Fleiri fréttir Bæjarskrifstofan snýr aftur til Grindavíkur Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Furðu lostin að sjá bílastæði planað í grænmetisparadís Tekur varaformannsslaginn Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Ráðist í skipulagsbreytingar og þremur sagt upp Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Kátt á hjalla í Karphúsinu í gærkvöldi Leggjast aftur yfir myndefnið Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Vilja hvalkjöt af matseðlinum Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Handtökur vegna nágrannaerja og slagsmála í miðbænum Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Ógeðslega stoltur af kennurum Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Kjarasamningur kennara í höfn Engin röð á Læknavaktinni Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Reykjavík ekki ljót borg Hefur enga skoðun á máli Ragnars Þórs Ókunnugir og fyrrverandi meðal þeirra sem gætu verið að fylgjast með Segir upp eftir rúma tvo áratugi í starfi: „Það virðist enginn hlusta“ Bylgjan og FM957 liggja niðri Skjálftavirkni fer vaxandi Kjaftshögg, falin hætta og deila um íslenska atriðið Vilja styrkja viðgerðir á sögufrægum byggingum Kjarnorkukafbátur í Eyjafirði Sjá meira
Mikið hefur gengið á birgðir Blóðbankans í sumar. Framundan er stærsta ferðahelgi ársins og vilja starfsmenn bankans vera undir það búnir ef þörf er á blóði. Á myndinni hér að ofan sést hvernig birgðarstaðan er hjá Blóðbankanum í dag. Helstu flokkarnir sem þörf er á eru O og A flokkar sem eru algengustu blóðflokkarnir á Íslandi en þeir flokkar nýtast best ef upp koma slys og í aðgerðum. Einnig er þörf á blóði í flokknum O- sem er neyðarblóð en það nýtist þeim sem vita ekki í hvaða blóðflokki þeir eru. Til að anna eftirspurn þarf 13.000 blóðgjafir á ári en á bak við þær eru 8000 blóðgjafar. „Við þurfum að jafnaði 70 blóðgjafir á dag til þess að anna eftirspurn heilbrigiðskerfisins á Íslandi og við förum yfir lagerstöðuna á hverjum morgni. Og athugum hvað vantar inní og höfum samband við blóðgjafana í samræmi við það en stundum þurfum við aðstoð,“ Segir Vigdís Jóhannsdóttir, forstöðumaður blóðsöfnunar hjá Blóðbankanum.Starfsfólk Blóðbankans vinnur stöðugt að því að finna nýja blóðgjafa. „Við erum að reyna að fara í skólana á veturna með Blóðbankabílinn og fá nýja blóðgjafa. Við þurfum svona 2000 á ári til að viðhalda blóðgjafahópnum því það eru alltaf einhverjir sem detta út,“ segir Vigdís. Fyrir þá sem eru vanir þá tekur blóðgjöf ekki nema um 30 mínútur í hvert skipti.Afhverju gefur þú blóð? „Bara ef maður þyrfti á því að halda sjálfur, þá væri gott að eiga smá byrgðir,“ segir Heiðar Már Guðlaugsson, blóðgjafi. „Ég byrjaði þegar pabbi þurfti reglulega að fá blóðgjafir síðustu árin sem hann lifði. Ég byrjaði á að gefa honum og hélt áfram,“ segir Guðrún Hannesardóttir, blóðgjafi. „Maður sá á fréttunum í gær að það var einhver skortur, þá lætur maður vaða.“Hvað varð til þess að þú gafst blóð í fyrsta skipti?„Ég hafði nú gefið þetta á framhaldskólaárunum og svo datt þetta niður í mörg mörg ár svo var einhver sem ýtti við mér aftur fyrir 4 til 5 árum síðan,“ segir Kristinn Guðnason, blóðgjafi.Mundir þú hvetja aðra til þess að gera það sama og þú? „Já, hiklaust. Alla!“
Heilbrigðismál Tengdar fréttir Mikil vöntun á blóði í flokknum O Blóðbankinn hvetur alla blóðgjafa í flokknum O til að mæta í blóðgjöf, en mikil vöntun er á blóði. 20. júlí 2015 13:20 Blóðbankinn kallar eftir blóðgjöfum áður en haldið er í sumarfrí „Við förum ekkert í frí. Það er bara ekkert í boði,“ segir Jórunn Ósk Frímannsdóttir Jensen, deildarstjóri blóðsöfnunardeildar. 22. júní 2016 13:35 Þriðjungur blóðgjafa konur Á hverju ári koma átta til níu þúsund manns til að gefa blóð hjá Blóðbankanum og nýliðun þarf að vera um það bil tvö þúsund blóðgjafar á ári til þess að viðhalda blóðgjafahópnum. 19. mars 2016 07:00 Mest lesið Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Innlent Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Innlent „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Innlent Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu Innlent Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Innlent Ógeðslega stoltur af kennurum Innlent Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Innlent Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Erlent Fleiri fréttir Bæjarskrifstofan snýr aftur til Grindavíkur Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Furðu lostin að sjá bílastæði planað í grænmetisparadís Tekur varaformannsslaginn Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Ráðist í skipulagsbreytingar og þremur sagt upp Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Kátt á hjalla í Karphúsinu í gærkvöldi Leggjast aftur yfir myndefnið Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Vilja hvalkjöt af matseðlinum Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Handtökur vegna nágrannaerja og slagsmála í miðbænum Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Ógeðslega stoltur af kennurum Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Kjarasamningur kennara í höfn Engin röð á Læknavaktinni Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Reykjavík ekki ljót borg Hefur enga skoðun á máli Ragnars Þórs Ókunnugir og fyrrverandi meðal þeirra sem gætu verið að fylgjast með Segir upp eftir rúma tvo áratugi í starfi: „Það virðist enginn hlusta“ Bylgjan og FM957 liggja niðri Skjálftavirkni fer vaxandi Kjaftshögg, falin hætta og deila um íslenska atriðið Vilja styrkja viðgerðir á sögufrægum byggingum Kjarnorkukafbátur í Eyjafirði Sjá meira
Mikil vöntun á blóði í flokknum O Blóðbankinn hvetur alla blóðgjafa í flokknum O til að mæta í blóðgjöf, en mikil vöntun er á blóði. 20. júlí 2015 13:20
Blóðbankinn kallar eftir blóðgjöfum áður en haldið er í sumarfrí „Við förum ekkert í frí. Það er bara ekkert í boði,“ segir Jórunn Ósk Frímannsdóttir Jensen, deildarstjóri blóðsöfnunardeildar. 22. júní 2016 13:35
Þriðjungur blóðgjafa konur Á hverju ári koma átta til níu þúsund manns til að gefa blóð hjá Blóðbankanum og nýliðun þarf að vera um það bil tvö þúsund blóðgjafar á ári til þess að viðhalda blóðgjafahópnum. 19. mars 2016 07:00