Síðerma bolir til bjargar á ÓL Tómas Þór Þórðarson skrifar 22. júlí 2016 06:00 Ólympíufararnir Eygló Ósk Gústafsdóttir, Guðni Valur Guðnason, Þormóður Jónsson og Irina Sazonova eru öll klár fyrir Ríó. Vísir/Hanna Íslensku Ólympíufararnir sátu kynningarfund í húsakynnum Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands í vikunni þar sem farið var yfir allt sem þau þurfa að vita fyrir leikana sem hefjast í Ríó þann 5. ágúst. Íslenska íþróttafólkið er nú á lokastigum undirbúningsins en Ísland sendir átta keppendur til leiks að þessu sinni. Á fundinum fengu afreksmennirnir okkar að vita hvar þeir gista, æfa, borða og keppa og fengu tilfinningu fyrir hversu langt er á milli staða og hvað þurfi að gera til að halda sér í sem bestu standi jafnt á líkama og sál á meðan keppni stendur.Matarmálin mikilvæg „Það var gaman að sjá hvernig þorpið er og hversu langt er á milli þorpsins og laugarinnar. Því er mikilvægt að fá svona fund og upplýsingar um leikana. Ég hef heldur ekki farið nálægt Ríó og því er mikilvægt að vita hvað maður þarf að varast og við hverju við þurfum að búast,“ segir Eygló Ósk Gústafsdóttir sundkona við Fréttablaðið eftir fundinn. Júdókappinn Þormóður Jónsson tekur í sama streng. Þessi mikli beljaki vildi mest af öllu vita hvar hann fengi að borða enda þarf alvöru skammta og þá nokkra á dag til að halda þungavigtarmanni gangandi. „Þetta var alveg nauðsynlegt. Maður er að reyna að átta sig á aðstæðum og hvar staðir eins og æfingaaðstaðan og matartjaldið er. Það er gott að vita út í hvað maður er að fara,“ segir Þormóður sem ætlar ekki að taka sénsinn á matargerð heimamanna í Brasilíu fyrr en eftir að hann er búinn að keppa. „Ég ætla lítið að borða einhvers staðar annars staðar en í þorpinu fyrir mót. Ég ætla að reyna að halda öllu í lagi fyrir keppnisdag. Ég held það sé eins hjá öllum. Maður vill ekki veikjast fyrir mót. Það er ekki í boði.“Júdókappinn Þormóður Jónsson fær hér sprautu.Vísir/HannaHægt að vera of varkár Það sem flestir óttast í Brasilíu er Zika-veiran sem vísindamenn eru búnir að staðfesta að valdi fósturskaða. Þessi veira smitast með biti moskítóflugna og varð þess valdandi að fjórir efstu kylfingar heims hættu við þátttöku á leikunum. Og þeir voru ekki þeir einu sem þorðu ekki til Ríó. Eygló Ósk ætlar vitaskuld að passa sig en að sleppa leikunum kom aldrei til greina. „Það er vetur þarna þannig að það er minna af flugum þarna að mér skilst. Svo þarf maður bara að vera varkár; klæða sig í síðerma og bera á sig flugnafælu. Þá verður þetta allt í lagi. Það er samt hægt að vera of varkár. Það er nú um að gera að njóta lífsins og upplifa eitthvað sem maður hefur ekki upplifað áður,“ segir hún. Nokkrir Ólympíufaranna voru bólusettir eftir fundinn en aðrir höfðu þá þegar lokið því ferli. Þormóður tekur undir með Eygló, að sjálfsögðu þarf að passa sig á moskítóflugunum en það er ekki hægt að setja lífið í handbremsu út af þessu. „Ef það gerist þá gerist það bara. Maður reynir að passa sig með því að bera á sig skordýravörn og vera í síðbuxum og síðermabol,“ segir júdókappinn, en hitastigið verður um 20-25 gráður meðan á leikunum stendur. „Ég myndi auðvitað aldrei klæðast síðerma eða vera í buxum í svona hita annars.“Bæði með reynslu Eygló Ósk er líklegust Íslendinga til að vinna til verðlauna á leikunum en hún stendur mjög framarlega í 200 metra baksundi. Hún segir það hjálpa til að hún sé nú að fara á sína aðra Ólympíuleika en reynslan frá því í Lundúnum fyrir fjórum árum mun vonandi gefa henni mikið. „Það verður örugglega minna stress?… en samt ekki,“ segir hún og brosir. „Þetta eru alltaf Ólympíuleikarnir en ég verð undirbúnari fyrir hversu stórt þetta er. Vonandi fer ég inn með meiri reynslu en á síðustu leika.“ Þormóður er að fara á sína þriðju Ólympíuleika og er einn af þeim reyndustu í hópnum. Hann á gríðarlega erfiða keppni fyrir höndum í sínum sterka þyngdarflokki en júdókappinn fær góða æfingu áður en hann heldur til Ríó. „Nú held ég bara áfram að æfa stíft. Ég er að fara til Tékklands að æfa með Ólympíuhópnum þar og þar fæ ég fleiri menn í mínum stærðarflokki til að æfa með. Svo fer ég til Brasilíu 3. ágúst.“ Aðrar íþróttir Ólympíuleikar 2016 í Ríó Sund Zíka Mest lesið Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Enski boltinn Gjörbreytt lið City mátti þola sitt fyrsta tap Fótbolti „Ég vil ekki gera mér of miklar væntingar“ Sport Spænski risinn grátt leikinn og Estevao vann uppgjör ungstirnanna Fótbolti Dagskráin í dag: Arsenal gegn Bayern og Liverpool mætir PSV Sport Drama í Noregi og 36 ára Auba sá um Newcastle Fótbolti „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Körfubolti Slot kennir sjálfum sér um eftir „fáránlegt“ gengi Fótbolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Veiðifagn Stjörnumanna tekið í japönsku deildinni - myndband Íslenski boltinn Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Arsenal gegn Bayern og Liverpool mætir PSV „Ég vil ekki gera mér of miklar væntingar“ Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Drama í Noregi og 36 ára Auba sá um Newcastle Gjörbreytt lið City mátti þola sitt fyrsta tap Spænski risinn grátt leikinn og Estevao vann uppgjör ungstirnanna Fjórtán marka tap Fram í Portúgal Slot kennir sjálfum sér um eftir „fáránlegt“ gengi Reynir naut sín eftir langt hlé vegna hjartavandamála Skildu Ajax-menn eina eftir án stiga á botni Meistaradeildarinnar „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Flokkarnir fyrir HM-drátt: Leiðin gerð svo að fjögur bestu mætist seint Ronaldo slapp við bann á HM Theodór Elmar hættur hjá KR Titilvörn Littlers hefst gegn reynslubolta Chase baðst afsökunar á hrákunni Yfir sig ánægður með Rashford: „Hann er síbrosandi“ Reiknar ekki með Elísu eða Andreu á morgun Settu vafasamt met fyrir tveimur árum en eru núna heitasta liðið í NBA Svakaleg spenna: Svona verður Norris heimsmeistari á sunnudaginn „Við vinnum mjög vel saman“ Sjáðu bestu vörslur Pickfords gegn United „Sem fagmaður frábær en ennþá betri vinur“ Íslensku stelpurnar hjá Inter báðar í liði umferðarinnar Varð aftur ástfanginn af fótbolta í Mosó Álftnesingar fá reynslumikinn landsliðsmann frá Georgíu Fannst ferlega erfitt að horfa á Isak: „Gjörsamlega ósýnilegur“ Gueye biðst afsökunar: „Ekkert réttlætir svona hegðun“ Vinur Schumacher segir að almenningur muni aldrei sjá hann aftur Moyes kastaði kveðju á vini sína á Íslandi eftir viðtal við Hjörvar Sjá meira
Íslensku Ólympíufararnir sátu kynningarfund í húsakynnum Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands í vikunni þar sem farið var yfir allt sem þau þurfa að vita fyrir leikana sem hefjast í Ríó þann 5. ágúst. Íslenska íþróttafólkið er nú á lokastigum undirbúningsins en Ísland sendir átta keppendur til leiks að þessu sinni. Á fundinum fengu afreksmennirnir okkar að vita hvar þeir gista, æfa, borða og keppa og fengu tilfinningu fyrir hversu langt er á milli staða og hvað þurfi að gera til að halda sér í sem bestu standi jafnt á líkama og sál á meðan keppni stendur.Matarmálin mikilvæg „Það var gaman að sjá hvernig þorpið er og hversu langt er á milli þorpsins og laugarinnar. Því er mikilvægt að fá svona fund og upplýsingar um leikana. Ég hef heldur ekki farið nálægt Ríó og því er mikilvægt að vita hvað maður þarf að varast og við hverju við þurfum að búast,“ segir Eygló Ósk Gústafsdóttir sundkona við Fréttablaðið eftir fundinn. Júdókappinn Þormóður Jónsson tekur í sama streng. Þessi mikli beljaki vildi mest af öllu vita hvar hann fengi að borða enda þarf alvöru skammta og þá nokkra á dag til að halda þungavigtarmanni gangandi. „Þetta var alveg nauðsynlegt. Maður er að reyna að átta sig á aðstæðum og hvar staðir eins og æfingaaðstaðan og matartjaldið er. Það er gott að vita út í hvað maður er að fara,“ segir Þormóður sem ætlar ekki að taka sénsinn á matargerð heimamanna í Brasilíu fyrr en eftir að hann er búinn að keppa. „Ég ætla lítið að borða einhvers staðar annars staðar en í þorpinu fyrir mót. Ég ætla að reyna að halda öllu í lagi fyrir keppnisdag. Ég held það sé eins hjá öllum. Maður vill ekki veikjast fyrir mót. Það er ekki í boði.“Júdókappinn Þormóður Jónsson fær hér sprautu.Vísir/HannaHægt að vera of varkár Það sem flestir óttast í Brasilíu er Zika-veiran sem vísindamenn eru búnir að staðfesta að valdi fósturskaða. Þessi veira smitast með biti moskítóflugna og varð þess valdandi að fjórir efstu kylfingar heims hættu við þátttöku á leikunum. Og þeir voru ekki þeir einu sem þorðu ekki til Ríó. Eygló Ósk ætlar vitaskuld að passa sig en að sleppa leikunum kom aldrei til greina. „Það er vetur þarna þannig að það er minna af flugum þarna að mér skilst. Svo þarf maður bara að vera varkár; klæða sig í síðerma og bera á sig flugnafælu. Þá verður þetta allt í lagi. Það er samt hægt að vera of varkár. Það er nú um að gera að njóta lífsins og upplifa eitthvað sem maður hefur ekki upplifað áður,“ segir hún. Nokkrir Ólympíufaranna voru bólusettir eftir fundinn en aðrir höfðu þá þegar lokið því ferli. Þormóður tekur undir með Eygló, að sjálfsögðu þarf að passa sig á moskítóflugunum en það er ekki hægt að setja lífið í handbremsu út af þessu. „Ef það gerist þá gerist það bara. Maður reynir að passa sig með því að bera á sig skordýravörn og vera í síðbuxum og síðermabol,“ segir júdókappinn, en hitastigið verður um 20-25 gráður meðan á leikunum stendur. „Ég myndi auðvitað aldrei klæðast síðerma eða vera í buxum í svona hita annars.“Bæði með reynslu Eygló Ósk er líklegust Íslendinga til að vinna til verðlauna á leikunum en hún stendur mjög framarlega í 200 metra baksundi. Hún segir það hjálpa til að hún sé nú að fara á sína aðra Ólympíuleika en reynslan frá því í Lundúnum fyrir fjórum árum mun vonandi gefa henni mikið. „Það verður örugglega minna stress?… en samt ekki,“ segir hún og brosir. „Þetta eru alltaf Ólympíuleikarnir en ég verð undirbúnari fyrir hversu stórt þetta er. Vonandi fer ég inn með meiri reynslu en á síðustu leika.“ Þormóður er að fara á sína þriðju Ólympíuleika og er einn af þeim reyndustu í hópnum. Hann á gríðarlega erfiða keppni fyrir höndum í sínum sterka þyngdarflokki en júdókappinn fær góða æfingu áður en hann heldur til Ríó. „Nú held ég bara áfram að æfa stíft. Ég er að fara til Tékklands að æfa með Ólympíuhópnum þar og þar fæ ég fleiri menn í mínum stærðarflokki til að æfa með. Svo fer ég til Brasilíu 3. ágúst.“
Aðrar íþróttir Ólympíuleikar 2016 í Ríó Sund Zíka Mest lesið Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Enski boltinn Gjörbreytt lið City mátti þola sitt fyrsta tap Fótbolti „Ég vil ekki gera mér of miklar væntingar“ Sport Spænski risinn grátt leikinn og Estevao vann uppgjör ungstirnanna Fótbolti Dagskráin í dag: Arsenal gegn Bayern og Liverpool mætir PSV Sport Drama í Noregi og 36 ára Auba sá um Newcastle Fótbolti „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Körfubolti Slot kennir sjálfum sér um eftir „fáránlegt“ gengi Fótbolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Veiðifagn Stjörnumanna tekið í japönsku deildinni - myndband Íslenski boltinn Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Arsenal gegn Bayern og Liverpool mætir PSV „Ég vil ekki gera mér of miklar væntingar“ Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Drama í Noregi og 36 ára Auba sá um Newcastle Gjörbreytt lið City mátti þola sitt fyrsta tap Spænski risinn grátt leikinn og Estevao vann uppgjör ungstirnanna Fjórtán marka tap Fram í Portúgal Slot kennir sjálfum sér um eftir „fáránlegt“ gengi Reynir naut sín eftir langt hlé vegna hjartavandamála Skildu Ajax-menn eina eftir án stiga á botni Meistaradeildarinnar „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Flokkarnir fyrir HM-drátt: Leiðin gerð svo að fjögur bestu mætist seint Ronaldo slapp við bann á HM Theodór Elmar hættur hjá KR Titilvörn Littlers hefst gegn reynslubolta Chase baðst afsökunar á hrákunni Yfir sig ánægður með Rashford: „Hann er síbrosandi“ Reiknar ekki með Elísu eða Andreu á morgun Settu vafasamt met fyrir tveimur árum en eru núna heitasta liðið í NBA Svakaleg spenna: Svona verður Norris heimsmeistari á sunnudaginn „Við vinnum mjög vel saman“ Sjáðu bestu vörslur Pickfords gegn United „Sem fagmaður frábær en ennþá betri vinur“ Íslensku stelpurnar hjá Inter báðar í liði umferðarinnar Varð aftur ástfanginn af fótbolta í Mosó Álftnesingar fá reynslumikinn landsliðsmann frá Georgíu Fannst ferlega erfitt að horfa á Isak: „Gjörsamlega ósýnilegur“ Gueye biðst afsökunar: „Ekkert réttlætir svona hegðun“ Vinur Schumacher segir að almenningur muni aldrei sjá hann aftur Moyes kastaði kveðju á vini sína á Íslandi eftir viðtal við Hjörvar Sjá meira