Landsliðshetja styrkti krabbameinsveikan strák um 100.000 krónur Tómas Þór Þórðarson skrifar 21. júlí 2016 13:47 Baldvin Rúnarsson glímir við krabbamein en er þakklátur fyrir stuðning Krabbameinsfélags Akureyrar og Jóhanns Bergs. mynd/hlaupastyrkssíða Baldvins Baldvin Rúnarsson, krabbameinsveikur fótboltastrákur frá Akureyri, fékk rausnarlegan styrk frá Jóhanni Berg Guðmundssyni, landsliðsmanni í fótbolta, fyrir hálfmaraþonið sem hann hleypur til styrktar Krabbameinsfélagi Akureyrar í Reykjavíkurmaraþoninu. Baldvin er Þórsari sem spilaði fyrir Magna á Grenivík árið 2014 en fyrir þremur árum greindist hann með heilaæxli sem hann er enn að berjast við. Hann tekur þátt í Reykjavíkurmaraþoninu og vill safna einni milljóna króna til styrktar Krabbameinsfélagi Akureyrar sem bjargaði honum um íbúð þegar Baldvin þurfti að flytja til Reykjavíkur á meðan geisla- og lyfjameðferðinni stóð.Jóhann Berg lék alla leiki Íslands á EM.vísir/gettyRausnarlegur sóknarmaður Jóhann Berg styrkir Baldvin og þar af leiðandi Krabbameinsfélag Akureyrar um 100.000 krónur en Jóhann skildi eftir einföld skilaboð á söfnunarsíðu Baldvins: „Vel Gert gamli!“ Myndarlegur styrkur Jóhanns Bergs lyfti Baldvini upp í fimmta sæti yfir þá sem hafa safnað mest en hann hefur í heildina safnað 386.500 krónum þegar þetta er skrifað. Hann er þó enn ekki hálfnaður að takmarki sínu en hægt er að gera eins og Jóhann og styrkja Baldvin með því að fara á síðuna hans á vef Hlaupastyrks. Baldvin þakkar Jóhanni Berg fyrir sig á Twitter þar sem hann einfaldlega sýnir skjámynd af upphæðinni sem landsliðshetjan lagði til og skrifar „auðmjúkur“ á ensku í kassamerki eða #humbled. Jóhann Berg var í fréttunum fyrr í þessari viku þegar hann gekk frá vistaskiptum til Burnley en hann mun á næstu leiktíð spila í ensku úrvalsdeildinni í fyrsta sinn eftir að vera langbesti leikmaður Charlton í B-deildinni á síðustu leiktíð og standa sig vel með íslenska landsliðinu í ævintýrinu í Frakklandi.@Gudmundsson7 #humbled pic.twitter.com/uW84ZMgZy6— Baldvin Rúnarsson (@baldvinr94) July 21, 2016 Íslenski boltinn Mest lesið „Hlustið á leikmennina“ Handbolti Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Handbolti Þjálfari Ísaks sagði liðinu að halda kjafti fram að jólafríi Fótbolti Íslendingaliðið byggir leikvang með tólf reykháfum Enski boltinn „Við vorum teknir í bólinu“ Körfubolti Segir suma ekki vera tilbúna fyrir svarta súperstjörnu Enski boltinn Glódís leiddi Bæjara til sigurs í París Fótbolti Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Körfubolti „Nú er tími til þess að sýna að við getum gert betur“ Körfubolti Dagskráin í dag: Stórleikur í Keflavík og brunað á brautinni í Las Vegas Sport Fleiri fréttir Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Sjá meira
Baldvin Rúnarsson, krabbameinsveikur fótboltastrákur frá Akureyri, fékk rausnarlegan styrk frá Jóhanni Berg Guðmundssyni, landsliðsmanni í fótbolta, fyrir hálfmaraþonið sem hann hleypur til styrktar Krabbameinsfélagi Akureyrar í Reykjavíkurmaraþoninu. Baldvin er Þórsari sem spilaði fyrir Magna á Grenivík árið 2014 en fyrir þremur árum greindist hann með heilaæxli sem hann er enn að berjast við. Hann tekur þátt í Reykjavíkurmaraþoninu og vill safna einni milljóna króna til styrktar Krabbameinsfélagi Akureyrar sem bjargaði honum um íbúð þegar Baldvin þurfti að flytja til Reykjavíkur á meðan geisla- og lyfjameðferðinni stóð.Jóhann Berg lék alla leiki Íslands á EM.vísir/gettyRausnarlegur sóknarmaður Jóhann Berg styrkir Baldvin og þar af leiðandi Krabbameinsfélag Akureyrar um 100.000 krónur en Jóhann skildi eftir einföld skilaboð á söfnunarsíðu Baldvins: „Vel Gert gamli!“ Myndarlegur styrkur Jóhanns Bergs lyfti Baldvini upp í fimmta sæti yfir þá sem hafa safnað mest en hann hefur í heildina safnað 386.500 krónum þegar þetta er skrifað. Hann er þó enn ekki hálfnaður að takmarki sínu en hægt er að gera eins og Jóhann og styrkja Baldvin með því að fara á síðuna hans á vef Hlaupastyrks. Baldvin þakkar Jóhanni Berg fyrir sig á Twitter þar sem hann einfaldlega sýnir skjámynd af upphæðinni sem landsliðshetjan lagði til og skrifar „auðmjúkur“ á ensku í kassamerki eða #humbled. Jóhann Berg var í fréttunum fyrr í þessari viku þegar hann gekk frá vistaskiptum til Burnley en hann mun á næstu leiktíð spila í ensku úrvalsdeildinni í fyrsta sinn eftir að vera langbesti leikmaður Charlton í B-deildinni á síðustu leiktíð og standa sig vel með íslenska landsliðinu í ævintýrinu í Frakklandi.@Gudmundsson7 #humbled pic.twitter.com/uW84ZMgZy6— Baldvin Rúnarsson (@baldvinr94) July 21, 2016
Íslenski boltinn Mest lesið „Hlustið á leikmennina“ Handbolti Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Handbolti Þjálfari Ísaks sagði liðinu að halda kjafti fram að jólafríi Fótbolti Íslendingaliðið byggir leikvang með tólf reykháfum Enski boltinn „Við vorum teknir í bólinu“ Körfubolti Segir suma ekki vera tilbúna fyrir svarta súperstjörnu Enski boltinn Glódís leiddi Bæjara til sigurs í París Fótbolti Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Körfubolti „Nú er tími til þess að sýna að við getum gert betur“ Körfubolti Dagskráin í dag: Stórleikur í Keflavík og brunað á brautinni í Las Vegas Sport Fleiri fréttir Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Sjá meira