Heimsmethafinn kúkaði á sig Henry Birgir Gunnarsson skrifar 19. ágúst 2016 16:06 Diniz var algjörlega að þrotum kominn er hann komst í mark. Hetjulegt eftir það sem á undan hafði gengið. Eitt undarlegasta atvik Ólympíuleikanna í Ríó kom í 50 kílómetra göngu karla í dag. Þar var meðal keppenda heimsmethafinn frá Frakklandi, Yohann Diniz. Það er óhætt að segja að þetta hafi ekki verið hans dagur. Eftir 49 mínútur af göngunni þá lenti Diniz í því óhappi að honum varð brátt í brók. Þrátt fyrir að hafa lent í þessu neyðarlega atviki þá hélt Diniz ótrauður áfram og kláraði gönguna á 3 tímum og 46 mínútum. Hann labbaði því með kúkinn í buxunum í tæpa þrjá klukkutíma. Það ber að hrósa Frakkanum á margan hátt. Fyrir að yfirstíga þessa hindrun og halda áfram. Líka fyrir það að hafa örmagnast eftir 22 kílómetra. Það leið yfir hann í brautinni og allir héldu að hann færi ekki lengra. Hann náði að safna vopnum sínum, standa upp og klára gönguna og endaði í sjöunda sæti eftir öll áföllin. Diniz var í raun aðeins sex mínútum á eftir Ólympíumeistaranum. Hann var aftur á móti algjörlega búinn á því er hann kom í mark og fór beint undir læknishendur. Diniz er þrefaldur Evrópumeistari og heimsmethafi eins og áður segir. Ólympíuleikarnir hafa þó verið honum erfiðir. Árið 2008 í Peking þá fékk hann í magann og gat ekki klárað gönguna. Fjórum árum síðan var honum vísað úr keppni og svo nú þetta í ár.Diniz verður lengi að jafna sig eftir þetta hlaup. Sjaldan maður sést eins örmagna og hann var í dag en þvílík frammistaða þrátt fyrir áföllin.vísir/getty Ólympíuleikar 2016 í Ríó Mest lesið Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Fótbolti Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Fótbolti Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Fótbolti Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Handbolti Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Handbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Fótbolti Fór holu í höggi yfir húsið sitt Golf Leggja niður störf og föst laun stórmeistara Sport Fleiri fréttir „Þetta er mjög ljúft“ Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Hummels kom Rómverjum til bjargar Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Hófu titilvörnina með öruggum sigri „Taktískt flott frammistaða í erfiðum leik“ Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR „Fannst hann fara í gegnum lappirnar á mér“ „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Fimmta tap Gróttu í röð Sverrir og félagar lokuðu vörninni og Panathinaikos vann loksins Nkunku áfram sjóðheitur og Chelsea með fullt hús stiga Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Sjö íslensk mörk í sjötta sigri Veszprém í röð Heimaliðin byrja vel á EM Ekki eins „starstruck“ og í fyrra Botnliðið fær landsliðsmann Sættir sig við viku í viðbót í banni þrátt fyrir litla sem enga sök Ísland áfram neðst Norðurlanda og næsti mótherji í 99. sæti Kostað Manchester United marga milljarða að skipt um stjóra Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Mbappé fékk tvo í einkunn Hafa unnið alla heimaleiki sína í Evrópu og taka á móti Víkingum í kvöld Þórir ekki sáttur við nýtt hlutverk Noru Mørk Leggja niður störf og föst laun stórmeistara Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Ráða njósnara á Íslandi Vilja halda HM á hlaupabrettum Sjá meira
Eitt undarlegasta atvik Ólympíuleikanna í Ríó kom í 50 kílómetra göngu karla í dag. Þar var meðal keppenda heimsmethafinn frá Frakklandi, Yohann Diniz. Það er óhætt að segja að þetta hafi ekki verið hans dagur. Eftir 49 mínútur af göngunni þá lenti Diniz í því óhappi að honum varð brátt í brók. Þrátt fyrir að hafa lent í þessu neyðarlega atviki þá hélt Diniz ótrauður áfram og kláraði gönguna á 3 tímum og 46 mínútum. Hann labbaði því með kúkinn í buxunum í tæpa þrjá klukkutíma. Það ber að hrósa Frakkanum á margan hátt. Fyrir að yfirstíga þessa hindrun og halda áfram. Líka fyrir það að hafa örmagnast eftir 22 kílómetra. Það leið yfir hann í brautinni og allir héldu að hann færi ekki lengra. Hann náði að safna vopnum sínum, standa upp og klára gönguna og endaði í sjöunda sæti eftir öll áföllin. Diniz var í raun aðeins sex mínútum á eftir Ólympíumeistaranum. Hann var aftur á móti algjörlega búinn á því er hann kom í mark og fór beint undir læknishendur. Diniz er þrefaldur Evrópumeistari og heimsmethafi eins og áður segir. Ólympíuleikarnir hafa þó verið honum erfiðir. Árið 2008 í Peking þá fékk hann í magann og gat ekki klárað gönguna. Fjórum árum síðan var honum vísað úr keppni og svo nú þetta í ár.Diniz verður lengi að jafna sig eftir þetta hlaup. Sjaldan maður sést eins örmagna og hann var í dag en þvílík frammistaða þrátt fyrir áföllin.vísir/getty
Ólympíuleikar 2016 í Ríó Mest lesið Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Fótbolti Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Fótbolti Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Fótbolti Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Handbolti Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Handbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Fótbolti Fór holu í höggi yfir húsið sitt Golf Leggja niður störf og föst laun stórmeistara Sport Fleiri fréttir „Þetta er mjög ljúft“ Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Hummels kom Rómverjum til bjargar Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Hófu titilvörnina með öruggum sigri „Taktískt flott frammistaða í erfiðum leik“ Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR „Fannst hann fara í gegnum lappirnar á mér“ „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Fimmta tap Gróttu í röð Sverrir og félagar lokuðu vörninni og Panathinaikos vann loksins Nkunku áfram sjóðheitur og Chelsea með fullt hús stiga Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Sjö íslensk mörk í sjötta sigri Veszprém í röð Heimaliðin byrja vel á EM Ekki eins „starstruck“ og í fyrra Botnliðið fær landsliðsmann Sættir sig við viku í viðbót í banni þrátt fyrir litla sem enga sök Ísland áfram neðst Norðurlanda og næsti mótherji í 99. sæti Kostað Manchester United marga milljarða að skipt um stjóra Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Mbappé fékk tvo í einkunn Hafa unnið alla heimaleiki sína í Evrópu og taka á móti Víkingum í kvöld Þórir ekki sáttur við nýtt hlutverk Noru Mørk Leggja niður störf og föst laun stórmeistara Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Ráða njósnara á Íslandi Vilja halda HM á hlaupabrettum Sjá meira